24. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
24. janúar er 24. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 341 dagur (342 á hlaupári) er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1059 - Stuðningsmenn Gérard de Bourgogne biskups af Flórens hröktu Benedikt 10. mótpáfa frá Róm og krýndu Gérard sem Nikulás 2. páfa.
- 1118 - Gelasíus 2. (Giovanni Caetani) varð páfi.
- 1309 - Klængskirkja í Skálholti brann þegar eldingu laust niður í stöpulinn.
- 1328 - Játvarður 3. Englandskonungur gekk að eiga Filippu af Hainaut.
- 1336 - Pétur 4. varð konungur Aragóníu.
- 1458 - Matthías 1. varð konungur Ungverjalands.
- 1530 - Séra Þórður Einarsson var dæmdur frá prestskap í Hítardal í svonefndum Hítardalsdómi. Hann var sakaður um barneignir í frillulífi, skemmd á Skálholtskirkju, slagsmál við annan prest og óhlýðni við Ögmund Pálsson biskup.
- 1588 - Stuðningsmenn Maximilíans 3. voru sigraðir af stuðningsmönnum Sigmundar Vasa í orrustunni við Byczyna í Póllandi.
- 1607 - Friðrik 4. kjörfursti í Pfalz reisti virki gegnt Mannheim við Rínarfljót sem síðar varð borgin Ludwigshafen.
- 1679 - Karl 2. Englandskonungur leysti kavaleraþingið upp.
- 1742 - Karl 7. Albert varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1802 - Napoléon Bonaparte var kjörinn forseti Ítalska lýðveldisins á Norður-Ítalíu.
- 1848 - Gullæðið í Kaliforníu hófst með því að James W. Marshall fann gull í Coloma.
- 1855 - Kirkjan á Hvanneyri í Siglufirði fauk af grunninum og hafnaði á hliðinni í kirkjugarðinum.
- 1908 - Fjórar konur voru kjörnar í bæjarstjórn í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem konur höfðu almennan kosningarétt í sveitarstjórnakosningum.
- 1924 - Rússneska borgin Sankti Pétursborg var nefnd Leníngrad.
- 1962 - Brian Epstein tók að sér umboð Bítlanna.
- 1975 - Djasspíanistinn Keith Jarrett lék Kölnarkonsertinn sem varð síðar mest selda hljómplata allra tíma með píanóeinleik.
- 1978 - Sovéski gervihnötturinn Kosmos 954 brann upp í gufuhvolfinu og dreifðist yfir Norðvesturhéruð Kanada.
- 1984 - Fyrsta Apple Macintosh-tölvan kom í verslanir.
- 1984 - Jón Páll Sigmarsson vann titilinn „sterkasti maður heims“ í fyrsta sinn, þá 25 ára gamall.
- 1986 - Voyager 2-geimkönnunarfarið komst í námunda við Úranus.
- 1989 - Bandaríski fjöldamorðinginn Ted Bundy var tekinn af lífi með rafmagnsstól.
- 1992 - Ofursti og liðþjálfi í Atlacatl-herfylkinu voru dæmdir fyrir morð á sex jesúítaprestum og húshjálp þeirra árið 1989.
- 2000 - Skæruliðahreyfingin Her guðs tók 700 gísla á sjúkrahúsi í Taílandi.
- 2001 - Borgaraflokkurinn var stofnaður í Póllandi.
- 2003 - Ráðstefnunni World Social Forum lauk í Porto Alegre í Brasilíu með ákalli um að hætt yrði að heyja fyrirbyggjandi stríð og að öryggisráðið beitti neitunarvaldi fyrir frið.
- 2008 - Friðarsamkomulag í Kivudeilunni í Kongó var undirritað.
- 2008 - Romano Prodi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu.
- 2008 - Ólafur F. Magnússon tók við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.
- 2011 - Að minnsta kosti 37 manns létu lífið í sjálfsmorðsárás á Domodedovo-flugvellinum í Moskvu.
- 2016 - Marcelo Rebelo de Sousa var kjörinn forseti Portúgals.
- 2018- Kínverskir vísindamenn sögðu frá því í tímaritinu Cell að þeim hefði tekist að einrækta apa með líkamsfrumukjarnaflutningi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 76 - Hadríanus keisari Rómaveldis (d. 138).
- 1705 - Farinelli, ítalskur geldingur og söngvari (d. 1782).
- 1712 - Friðrik 2. Prússakonungur (d. 1786).
- 1749 - Charles James Fox, enskur stjórnmálamaður (d. 1806).
- 1776 - E. T. A. Hoffmann, þýskur rithöfundur (d. 1822).
- 1824 - Hilmar Finsen, landshöfðingi (d. 1886).
- 1828 - Ferdinand Cohn, þýskur örverufræðingur (d. 1898)
- 1850 - Hermann Ebbinghaus, þýskur heimspekingur og sálfræðingur (d. 1909).
- 1902 - Oskar Morgenstern, austurrísk-bandarískur hagfræðingur (d. 1977).
- 1917 - Ernest Borgnine, bandarískur leikari (d. 2012).
- 1917 - Hinrik Frehen, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. 1986).
- 1933 - Gísli Alfreðsson, íslenskur leikari.
- 1940 - Joachim Gauck, forseti Þýskalands.
- 1941 - Neil Diamond, bandarískur söngvari.
- 1942 - Gísli Sigurkarlsson, íslenskt skáld (d. 2013).
- 1943 - Sharon Tate, bandarísk leikkona og fyrirsæta (d. 1969).
- 1953 - Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
- 1958 - Jools Holland, breskur tónlistarmaður.
- 1961 - Guido Buchwald, þýskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Hilmir Snær Guðnason, íslenskur leikari.
- 1978 - Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
- 1978 - Kristen Schaal, bandarísk leikkona.
- 1978 - Tomokazu Myojin, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Mischa Barton, ensk leikkona.
- 1987 - Luis Suárez, úrúgvæskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 41 - Calígúla, Rómarkeisari (f. 12).
- 772 - Stefán 3. páfi (f. [[
- 1366 - Alfons mildi, konungur Aragón.
- 1913 - Eiríkur Magnússon, íslenskur þýðandi (f. 1833).
- 1948 - Bill Cody, kanadískur leikari af íslenskum ættum (f. 1891).
- 1965 - Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, verðlaunahafi Nóbels (f. 1874).
- 1989 - Ted Bundy, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1946).
- 2004 - Leônidas da Silva, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1913).
- 2005 - Vladimir Savchenko, úkraínskur rithöfundur (f. 1933).
- 2006 - Chris Penn, bandarískur leikari (f. 1965).
- 2016 - Marvin Lee Minsky, bandarískur gervigreindarfræðingur (f. 1927).