1961
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1961 (MCMLXI í rómverskum tölum)
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 3. janúar - Dwight Eisenhower tilkynnir að Bandaríkin hafi slitið öll samskipti við Kúbu.
- 17. janúar - Patrice Lumumba ráðinn af dögum.
- 20. janúar - John F. Kennedy tekur við embætti forseta Bandaríkjanna.
- 29. janúar - Körfuknattleikssamband Íslands stofnað.
- 4. febrúar - Portúgalar hefja nýlendustríð sitt í Angóla.
- 11. febrúar - Réttaröldin yfir Adolf Eichmann hefjast í Jerúsalem.
- 26. febrúar - Hassan II tekur við krúnunni í Marokkó.
- 1. mars - Fyrstu kosningarnar haldnar í Úganda.
- 15. mars - Suður-Afríka segir sig úr Breska samveldinu.
- 27. apríl - Sierra Leone hlýtur sjálfstæði frá Bretum.
- 7. maí - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 13. ágúst - Bygging Berlínarmúrsins hefst, sem markar upphafið að 28 ára aðskilnaði Vestur og Austur-Berlínar.
- 17. september - Adnan Menderes, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, er hengdur.
- 22. október - Bjarni Benediktsson kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins.
- 26. október - Eldgos hefst í Öskju.
- 11. desember - Fyrstu bandarísku herþyrlurnar koma til Saigon og marka þannig upphaf Víetnamstríðsins.
- 11. desember - Adolf Eichmann er dæmdur sekur.
- 15. desember - Ísraelskur stríðsglæpadómstóll dæmir Adolf Eichmann til dauða fyrir þátttökuna í helförinni.
- 17. desember - Indland ræðst inn í Goa.
- 19. desember - Portúgalar samþykkja að láta Goa af hendi til Indverja.
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Fædd
- 1. janúar - Georg Guðni Hauksson, myndlistamaður (d. 2011)
- 28. janúar - Arnaldur Indriðason, rithöfundur.
- 4. apríl - Gyrðir Elíasson, rithöfundur.
- 9. maí - Rannveig Rist, verkfræðingur og forstjóri ÍSAL.
- 24. júní - Alma Möller, landlæknir.
- 13. desember - Guðmundur Torfason, knattspyrnumaður.
Dáin
- 16. janúar - Jóhannes Áskelsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1902).
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
Fædd
- 8. febrúar - Vince Neil, bandarískur tónlistarmaður (Mötley Crüe)
- 3. apríl - Eddie Murphy, bandarískur leikari og grínisti.
- 15. apríl - Carol W. Greider, bandarískur sameindalíffræðingur og nóbelsverðlaunahafi.
- 6. maí - George Clooney, bandarískur leikari.
- 13. maí - Denis Rodman, bandarískur körfuknattleiksmaður og leikari.
- 14. júní - Boy George - enskur söngvari.
- 1. júlí - Díana, prinsessa af Wales (d. 1997)
- 1. júlí - Carl Lewis, bandarískur íþróttamaður.
- 30. júlí - Laurence Fishburne, bandarískur leikari.
- 4. ágúst - Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
- 8. ágúst - The Edge, írskur gítarleikari, meðlimur írsku hljómsveitarinnar U2.
- 9. ágúst - John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
- 29. september - Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu.
- 19. nóvember - Meg Ryan, bandarísk leikkona.
- 27. desember - Guido Westerwelle, þýskur stjórnmálamaður.
- 30. desember - Ben Johnson, kanadískur íþróttamaður.
Dáin
- 26. febrúar - Mohammed V, konungur Marokkó.
- 3. mars - Paul Wittgenstein, austurrískur píanóleikari.
- 25. mars - Arthur Drewry, enskur forseti FIFA (f. 1891).
- 13. maí - Gary Cooper, bandarískur leikari (f. 1901).
- 6. júní - Carl Jung, svissneskur sálfræðingur (f. 1875).
- 2. júlí - Ernest Miller Hemingway, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1899).
- 18. september - Dag Hammarskjöld, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handahafi friðarverðlauna Nóbels.
- 30. október - Luigi Einaudi, ítalskur hagfræðingur (f. 1874)