1951
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1951 (MCMLI í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 31. janúar: Glitfaxaslysið: Eitt mannskæðasta flugslys íslandssögunnar varð þegar flugvélin Glitfaxi brotlenti á Reykjavíkurflugvelli með þeim afleiðingum að 20 fórust.
- maí: Skógræktarfélag Reykjavíkur hóf uppgræðslu og skógrækt í Öskjuhlíð.
- 5. maí: Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður.
- 6. júní: Þjóðleikhúskjallarinn var opnaður.
- 3. nóvember: Kvikmyndin Niðursetningurinn var frumsýnd.
Fædd
- 8. apríl - Geir H. Haarde, stjórnmálamaður.
- 21. desember - Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar
Dáin
- 7. júlí - Steingrímur Arason - Kennari og þýðandi barnabóka.
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 4. janúar: Kóreustríðið: Kínverjar og Norður-Kóreumenn ná yfirráðum yfir Seúl í annað skipti.
- 1. febrúar: Nepalska byltingin leiðir til lýðræðislegra kosninga.
- 19. febrúar: Jean Lee verður síðast konan sem var hengd opinberlega í Ástralíu.
- 2. mars: Fyrsti NBA-stjörnuleikurinn er spilaður í Boston Garden.
- 20. júlí: Abdúlla 1. Jórdaníukonungur er ráðinn af dögum af Palestínumanni.
- 8. september: Bandaríkin og Japan skrifa undir samning um viðveru bandaríkjahers í Japan til lengri tíma.
- 9. september: Kommúnistaher Kína ræðst inn í Lhasa í Tíbet.
- 16. október: Forsætisráðherra Pakistans, Liaquat Ali Khan, er ráðinn af dögum.
- 26. október: Winston Churchill er endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands.
- 2. nóvember: 6000 breskum hermönnum er flogið til Súesskurðsins til að bæla niður ófrið.
- 11. nóvember: Juan Perón er endurkjörinn forseti Argentínu.
- 24. desember: Líbía hlýtur sjálfstæði frá Ítalíu.
- 31. desember: Marshall-áætlunin tekur enda. 13.3 milljarði bandaríkjadala var varið til að endurbyggja Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld.
Fædd
- 20. febrúar - Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
- 29. september - Michelle Bachelet, forseti Chile.
Dáin
- 19. febrúar - André Gide, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1869).