Fara í innihald

Björt Ólafsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Björt Ólafsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands
Í embætti
11. janúar 2017 – 30. nóvember 2017
ForveriSigrún Magnúsdóttir
EftirmaðurGuðmundur Ingi Guðbrandsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2013 2017  Reykjavík n.  Björt framtíð
Persónulegar upplýsingar
Fædd2. mars 1983 (1983-03-02) (41 árs)
Torfastöðum í Biskupstungum
MakiBirgir Viðarsson
Börn3
MenntunSálfræði, kynjafræði og mannauðsstjórnun
HáskóliHáskóli Íslands
Lundarháskóli
Æviágrip á vef Alþingis

Björt Ólafsdóttir (f. 2. mars 1983) er fyrrum alþingismaður og formaður Bjartar framtíðar. Hún gegndi embætti Umhverfis- og auðlindaráðherra frá janúar til nóvember árið 2017. Hún datt út af þingi ásamt öðrum þingmönnum Bjartrar framtíðar í alþingiskosningunum árið 2017. Hún var kosin formaður flokksins í nóvember 2017 en árið 2018 lét hún af embætti formanns.

Björt er fædd á Torfastöðum í Biskupstungum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og MS-prófi í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.

Björt var meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum frá 1997–2004, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítalans með námi frá 2006-2008, starfaði við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun 2010–2011. Hún var mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent frá 2011–2013. Vorið 2013 var Björt kjörin á þing fyrir Bjarta Framtíð í alþingiskosningunum. Hún gegndi embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá janúar - nóvember 2017.

Frá 2011-2013 var Björt formaður Geðhjálpar.


Fyrirrennari:
Sigrún Magnúsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra
(20172017)
Eftirmaður:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson