Hermann Jónasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hermann Jónasson

Hermann Jónasson (fæddur 25. desember 1896, látinn 22. janúar 1976) var leiðtogi Framsóknarflokksins stóran hluta 20. aldar og þar með einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum aldarinnar. Hann sat á Alþingi í yfir þrjátíu ár og gegndi embættum forsætis- dóms- og landbúnaðarráðherra í ýmsum ríkisstjórnum. Hann var þar að auki lögreglustjóri í Reykjavík 1929 - 1934. Auk þess má nefna að Hermann var Glímukóngur Íslands árið 1921.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Hermann var sonur Jónasar Jónssonar bónda og trésmiðs og Pálínu Björnsdóttur. Hann var kvæntur Vigdísi Oddnýju Steingrímsdóttur (fædd 4. október 1896, dáin 2. nóvember 1976). Þau áttu saman börnin Herdísi (1927), Steingrím (1928) (síðar forsætisráðherra) og Pálínu (1929).

Lúðvík Gizurarson, hæstaréttarlögmaður, hafði lengi haldið því fram að hann væri óskilgetinn sonur Hermanns og höfðaði barnsfaðernismál árið 2004. Niðurstaða DNA-rannsóknar kom árið 2007 um að 99,9% líkur væru á að Lúðvík væri sonur Hermanns.[1]

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Hermann tók lögfræðipróf 1924 og varð hæstaréttarlögmaður 1945. Kynnti sér lögreglumál á Norðurlöndum og í Þýskalandi 1928.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Hermann var kosinn alþingismaður 1934 og sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn fram til 1967. Hann var skipaður forsætisráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra 28. júlí 1934, einnig atvinnu- og samgöngumálaráðherra frá 20. mars til 2. apríl 1938 og fór með kennslumál og utanríkismál frá 20. mars 1938 til 17. apríl 1939, lausn frá embætti 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður að nýju 18. nóv. 1941 forsætisráðherra og jafnframt dómsmála- og landbúnaðarráðherra, lausn 16. maí 1942. Skipaður 14. mars 1950 landbúnaðarráðherra, lausn 11. sept. 1953. Skipaður 24. júlí 1956 forsætisráðherra og jafnframt landbúnaðar- og dómsmálaráðherra, lausn 4. des. 1958, en gegndi störfum til 23. des. 1958.

Hermann var formaður Framsóknarflokksins 19441962.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Ásgeir Ásgeirsson
Forsætisráðherra Íslands
(28. júlí 193416. maí 1942)
Eftirmaður:
Ólafur Thors
Fyrirrennari:
Ólafur Thors
Forsætisráðherra Íslands
(24. júlí 195623. desember 1958)
Eftirmaður:
Emil Jónsson
Fyrirrennari:
Jónas Jónsson frá Hriflu
Formaður Framsóknarflokksins
(19441962)
Eftirmaður:
Eysteinn Jónsson