Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson (f. 20. apríl 1962) er fjármálaráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins. Hann er leiðtogi Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann var sjávarutvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2013 til 2016, umhverfisráðherra frá 2013 til 2014, forsætisráðherra Íslands frá 2016 til 2017 og innviðaráðherra frá 2017 til 2024.[1]
Sigurður Ingi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1982 og tók embættispróf í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann fékk almennt dýralæknaleyfi í Danmörku árið 1989 og á Íslandi árið1990.
Sigurður Ingi var varaformaður Framsóknarflokksins frá 2013 til 2016. Sigurður Ingi var landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra 2013-2016, umhverfisráðherra 2013-2014 og gegnd embætti forsætisráðherra frá apríl 2016, er hann tók við embættinu við afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir Wintris-málið svonefnda, eftir birtingu Panama-skjalanna fram yfir alþingiskosningar 2016 og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 30. október 2016 en gengdi embættinu til 11. janúar 2017.
Sigurður Ingi var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2. október 2016 með 52,6% atkvæða í baráttunni um embættið við Sigmund Davíð.
Sigurður Ingi sat í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010.
Ásakanir um kynþáttafordóma
[breyta | breyta frumkóða]Á Búnaðarþingi 2022 lét Sigurður Ingi Jóhannsson falla ummæli um framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands sem almennt voru talin byggja á fordómafullum hugmyndum um kynþætti.[2][3] Sigurður Ingi Jóhannsson baðst afsökunar á ummælunum en neitaði þó að þau hafi byggt á fordómafullum hugmyndum um kynþætti.[4]
Deilt var um hvort ummælin hefðu varðað við lög og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir spurði Sigurð Inga Jóhannsson opinberlega hvort hann telji ummæli sín falla undir skilgreiningar laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á 72. fundi Alþingis þann 29.4.2022. Sigurður Ingi Jóhannsson svaraði því ekki en sagði málið vega þungt á fjölskyldu sína og vini.[5][6]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason. „Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn - Vísir“. visir.is. Sótt 30. apríl 2022.
- ↑ Jakob Bjarnar, Kolbeinn Tumi Daðason. „Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli - Vísir“. visir.is. Sótt 30. apríl 2022.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason. „Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi - Vísir“. visir.is. Sótt 30. apríl 2022.
- ↑ „Óundirbúinn fyrirspurnatími“. Alþingi. Sótt 30. apríl 2022.
- ↑ „85/2018: Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna“. Alþingi. Sótt 30. apríl 2022.
Fyrirrennari: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson |
|
Eftirmaður: Bjarni Benediktsson | |||
Fyrirrennari: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson |
|
Eftirmaður: enn í embætti | |||
Fyrirrennari: enginn |
|
Eftirmaður: Gunnar Bragi Sveinsson | |||
Fyrirrennari: Svandís Svavarsdóttir |
|
Eftirmaður: Sigrún Magnúsdóttir | |||
Fyrirrennari: Jón Gunnarsson |
|
Eftirmaður: Hann sjálfur sem innviðaráðherra | |||
Fyrirrennari: Hann sjálfur sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra |
|
Eftirmaður: Svandís Svavarsdóttir | |||
Fyrirrennari: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
- Kjörnir Alþingismenn 2001-2010
- Formenn Framsóknarflokksins
- Forsætisráðherrar Íslands
- Fjármálaráðherrar Íslands
- Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu
- Fólk fætt árið 1962
- Íslenskir dýralæknar
- Samgönguráðherrar Íslands
- Stúdentar úr Menntaskólanum á Laugarvatni
- Umhverfisráðherrar Íslands
- Varaformenn Framsóknarflokksins
- Þingmenn Framsóknarflokksins