Hæstiréttur Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll Íslands af þremur dómsstigum, þar sem Landsréttur og Héraðsdómstólarnir eru lægri. Átta dómarar sitja í dómstólnum og eru skipaðir af forseta Íslands samkvæmt tillögum dómsmálaráðherra. Dómstólalög kveða á um að við dómstólinn skuli eiga sæti sjö dómarar en við breytinguna á dómstólaskipan er átti sér stað í upphafi ársins 2018 var ákveðið að fækka reglulegum dómurum réttarins úr níu niður í sjö, án þess þó að víkja sitjandi dómurum. Dómstóllinn er ekki nefndur á nafn í stjórnarskránni en um hann gilda lög um dómstóla nr. 50/2016. Aðsetur Hæstarétts er við Lindargötu 2 í Reykjavík, í húsi sem var sérstaklega byggt fyrir starfsemi hans og tekið í notkun 1996. Dómstóllinn var stofnaður með lögum árið 1919 og tók til starfa árið 1920. Áður hafði Landsyfirréttur verið æðsti dómstóllinn innanlands, en dómum hans mátti áfrýja til Hæstaréttar Danmerkur í Kaupmannahöfn. Með stofnun Hæstaréttar fluttist lokaorðið í íslenskum dómsmálum heim til Íslands.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]