Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) | |
![]()
| |
Fæðingardagur: | 3. júní 1950 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Akranes |
Dánardagur: | 23. október 2015 |
Dánarstaður: | Akranes |
Flokkur: | ![]() |
Þingsetutímabil | |
2007-2013 | í Norðvest. fyrir Samf. ✽ |
2013-2015 | í Norðvest. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2007-2009 | Formaður félags- og tryggingamálanefndar |
2009 | Forseti Alþingis |
2009-2010 | Formaður fjárlaganefndar |
2010-2011 | Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra |
2011-2013 | Velferðarráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðbjartur Hannesson (3. júní 1950 á Akranesi - 23. október 2015) var alþingismaður og oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur sat á Alþingi á árunum 2007 til 2015 og var forseti Alþingis í nokkra mánuði árið 2009.
Guðbjartur varð ráðherra 2. september 2010 og tók sæti sem heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í aðdraganda þess að nýtt velferðarráðuneyti varð til með sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis. Guðbjartur var velferðarráðherra á árunum 2011-2013.
Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1971 og starfaði sem kennari í fjöldamörg ár. Guðbjartur var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi 1981-2007, allt þar til hann tók sæti á Alþingi.
Guðbjartur sat í bæjarstjórn Akraness 1986-1998, sat í bæjarráði 1986-1998, sem formaður bæjarráðs 1986-1989 og 1995-1997 og var forseti bæjarstjórnar 1988-1989, 1994-1995 og 1997-1998.
Guðbjartur lést 23. október 2015, 65 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein.
Fyrirrennari: Álfheiður Ingadóttir |
|
Eftirmaður: enginn | |||
Fyrirrennari: Árni Páll Árnason |
|
Eftirmaður: enginn | |||
Fyrirrennari: enginn |
|
Eftirmaður: Kristján Þór Júlíusson |
