Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) | |
| |
Fæðingardagur: | 3. júní 1950 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Akranes |
Dánardagur: | 23. október 2015 |
Dánarstaður: | Akranes |
Flokkur: | Samfylkingin |
Þingsetutímabil | |
2007-2013 | í Norðvest. fyrir Samf. ✽ |
2013-2015 | í Norðvest. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2007-2009 | Formaður félags- og tryggingamálanefndar |
2009 | Forseti Alþingis |
2009-2010 | Formaður fjárlaganefndar |
2010-2011 | Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra |
2011-2013 | Velferðarráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðbjartur Hannesson (3. júní 1950 á Akranesi - 23. október 2015) var íslenskur stjórnmálamaður sem að sat á Alþingi frá 2007 til 2015 og var oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur var forseti Alþingis í nokkra mánuði árið 2009, var heilbrigðis- og félagsmálaráðherra frá 2010 til 2011 og velferðarráðherra frá 2011 til 2013. Guðbjartur tók þátt og tapaði í formannskosningunum Samfylkingarinnar árið 2013.
Guðbjartur varð ráðherra 2. september 2010 og tók sæti sem heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í aðdraganda þess að nýtt velferðarráðuneyti varð til með sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis. Guðbjartur var velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013.
Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1971 og starfaði sem kennari í fjöldamörg ár. Guðbjartur var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá 1981 til 2007, allt þar til hann tók sæti á Alþingi fyrir alþingiskosningarnar 2007. Hann náði endurkjöri í alþingiskosningunum 2009 og 2013. Guðbjartur gaf kost á sér í embætti formanns Samfylkingarinnar í desember 2012 til að taka við sem arftaki Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í febrúar 2013. Guðbjartur hlaut 38% og Árni Páll 62% atkvæða.
Guðbjartur sat í bæjarstjórn Akranesbæjar frá 1986 til 1998 og sat í bæjarráði frá 1986 til 1998 og var formaður bæjarráðs frá 1986 til 1989 og svo aftur frá 1995 til 1997. Hann starfaði sem forseti bæjarstjórnar frá 1988 til 1989, frá 1994 til 1995 og frá 1997 til 1998.
Guðbjartur lést 23. október 2015, 65 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein.
Fyrirrennari: Álfheiður Ingadóttir |
|
Eftirmaður: enginn | |||
Fyrirrennari: Árni Páll Árnason |
|
Eftirmaður: enginn | |||
Fyrirrennari: enginn |
|
Eftirmaður: Kristján Þór Júlíusson |