Jóhanna Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna Sigurðardóttir (JóhS)
Jóhanna Sigurðardóttir

Fæðingardagur: 4. október 1942 (1942-10-04) (76 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
1978-1980 í Landsk. fyrir Alþfl.
1980-1987 í Landsk. fyrir Alþfl.
1987-1994 í Reykv. fyrir Alþfl.
1994-1995 í Reykv. fyrir Ufl.
1995-1999* í Reykv. fyrir Þjóðv.
1999-2003 í Reykv. fyrir Samf.
2003-2007 í Reykv. s. fyrir Samf.
2007-2013 í Reykv. n. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
1979 2. varaforseti neðri deildar
1983-1984 1. varaforseti neðri deildar
2003-2007 4. varaforseti Alþingis
1987-1994
2007-2009
Félagsmálaráðherra
Félagsmálaráðherra
2009-2013 Forsætisráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða
*Seinni hluta kjörtímabilsins tilheyrði hún þingflokki jafnaðarmanna.

Jóhanna Sigurðardóttir (fædd 4. október 1942) er fyrrum forsætisráðherra Íslands. Jóhanna sat á þingi í 35 ár samfleytt frá árinu 1978 til 2013, lengst allra þingmanna. Hún gegndi starfi félagsmálaráðherra árin 1987-1994 og 2007-2009. Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008 var hún kjörinn formaður Samfylkingarinnar og varð síðar forsætisráðherra í kjölfar Alþingiskosninganna 2009. Hún er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsti opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir starfi forsætisráðherra á heimsvísu. Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims.[1]

Ævi og ferill[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar hennar voru Sigurður Egill Ingimundarson alþingismaður og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Karítas Guðmundsdóttir húsmóðir. Fyrri maki hennar var Þorvaldur Steinar Jóhannesson og saman áttu þau tvo syni en árið 2010 giftist hún Jónínu Leósdóttur í kjölfar nýsamþykktrar breytingar á hjúskaparlögum.[2]

Jóhanna starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum og skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971-1978. Hún sat á Alþingi á árunum 1978-2013, fyrir Alþýðuflokkinn 1978-1994, Þjóðvaka 1995-1999 og síðast Samfylkinguna frá 1999. Jóhanna var félagsmálaráðherra 1987-1994, og svo aftur 2007-2009. Hún var varaformaður Alþýðuflokksins 1984-1993 og formaður Þjóðvaka 1995 allt til þess er sá flokkur hætti að starfa. Jóhanna tók við embætti forsætisráðherra af Geir H. Haarde þann 1. febrúar 2009 og varð þar með fyrsta konan á forsætisráðherrastóli á Íslandi. Jóhanna var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi 28. mars 2009. Jóhanna tilkynnti 27. september 2012 að hún ætlaði að hætta sem formaður Samfylkingarinnar og jafnframt að láta af þátttöku í stjórnmálum að kjörtímabilinu loknu[3].

Jóhanna gegndi embætti forsætisráðherra 2009-2013 og formennsku í Samfylkingunni 2009-2013. Jóhanna var starfsaldursforseti Alþingis 2006-2013, er hún lét af þingmennsku eftir að hafa átt sæti á Alþingi í 35 ár.

Þekktustu ummæli Jóhönnu eru orð sem hún lét falla eftir að hún hafði tapað í formannskjöri fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní 1994. Þá sagði hún í þrumuræðu sinni: „Minn tími mun koma!“

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „The 100 Most Powerful Women“. Forbes.
  2. visir.is: Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband
  3. Jóhanna Sigurðardóttir hættir“, RÚV.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni


Fyrirrennari:
Geir H. Haarde
Forsætisráðherra
(1. febrúar 200923. maí 2013)
Eftirmaður:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fyrirrennari:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Formaður Samfylkingarinnar
(28. mars 20092. febrúar 2013)
Eftirmaður:
Árni Páll Árnason
Fyrirrennari:
Magnús Stefánsson
Félagsmálaráðherra
(24. maí 20071. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Fyrirrennari:
Alexander Stefánsson
Félagsmálaráðherra
(8. júlí 198724. júní 1994)
Eftirmaður:
Guðmundur Árni Stefánsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.