Lúðvík Jósepsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lúðvík Aðalsteinn Jósepsson (f. í Nesi í Norðfirði 16. júní 1914, d. 18. nóvember 1994) var íslenskur stjórnmálamaður, hann var þingmaður Alþýðubandalagsins og formaður flokksins árin 1977-1980. Hann var sjávarútvegsráðherra árin 1956-1958 og svo 1971-1974.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Lúðvík lauk gagnfræðiprófi á Akureyri árið 1933. Hann starfaði sem kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1934—1943. Hann starfaði við útgerð árin 1944 til 1948 og því næst sem forstjóri Bæjarútgerðar Neskaupstaðar til ársins 1952.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.