Halldór Blöndal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Halldór Blöndal (fæddur þann 24. ágúst, 1938) var forseti Alþingis frá árinu 1999 til ársins 2005 og fyrrum landbúnaðar- og samgönguráðherra. Hann gegndi þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 28 ár, á árunum 1979-2007. Halldór var samgönguráðherra í átta ár, frá 1991 til 1999, meðan landsmenn farsímavæddust og tengdust internetinu. Á árunum 1991-1995 var hann hvort tveggja landbúnaðar- og samgönguráðherra. Á vorþingi, að loknum Alþingiskosningum 1999, var hann kjörinn forseti Alþingis. Hann beitti sér fyrir gerð og samþykkt langtíma áætlunar í vegamálum, lagði niður Ríkisskip og breytti Pósti og Síma í tvö hlutafélög. Halldór útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1959, hvar hann hafði ritstýrt Gambra og skólablaðinu Muninn. Halldór sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1965-1969 og í fjölda ára í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.


Fyrirrennari:
Steingrímur J. Sigfússon
Samgönguráðherra
(20. apríl 199128. maí 1999)
Eftirmaður:
Sturla Böðvarsson
Fyrirrennari:
Steingrímur J. Sigfússon
Landbúnaðarráðherra
(20. apríl 199123. apríl 1995)
Eftirmaður:
Guðmundur Bjarnason


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Æviágrip: Halldór Blöndal“. Sótt 17. júní 2005.
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.