Ásgeir Ásgeirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ásgeir Ásgeirsson
Asgeir Asgeirsson.jpg
Forseti Íslands
Í embætti
1. ágúst 1952 – 1. ágúst 1968
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
3. júní 1932 – 28. júlí 1934
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

13. maí 1894

Kóranesi á Mýrum, Íslandi
Dáin(n) 15. september 1972
Stjórnmálaflokkur Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn
Maki Dóra Þórhallsdóttir
Foreldrar Ásgeir Eyþórsson og Jensína Björg Matthíasdóttir
Háskóli Háskóli Íslands
Starf Kennari, stjórnmálamaður

Ásgeir Ásgeirsson (fæddur í Kóranesi á Mýrum 13. maí 1894, látinn 15. september 1972) var annar forseti Íslands (1952-1968), en hafði áður verið forsætisráðherra Framsóknarflokksins á árunum 1932-1934.

Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson, verslunarmaður og Jensína Björg Matthíasdóttir. Ásgeir útskrifaðist frá Lærða skólanum árið 1912 eftir að hafa gegnt embætti forseta Framtíðarinnar árið 1911[1] og inspectors scholae skólaárið 1911-1912[2]. Hann var guðfræðingur að mennt, hann lauk prófi frá Háskóla Íslands 21 árs gamall og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í eitt ár að því loknu. Ásgeir var biskupsritari Þórhalls Bjarnarsonar biskups og síðar kennari við Kennaraskólann og fræðslustjóri í mörg ár. Hann var þingmaður Vestur-Ísafjarðarsýslu 1923 - 1952, forseti sameinaðs þings á Alþingishátíðinni 1930, gegndi embætti fjármálaráðherra 1931 - 1932 og var forsætis- og fjármálaráðherra 19321934. Hann var bankastjóri Útvegsbanka Íslands 1938 - 1952 er hann var kjörinn forseti.

Ásgeir var fyrsti forseti þjóðarinnar sem var kosinn til þess embættis í almennum kosningum. Hann sat í embætti árin 19521968 eða í fjögur kjörtímabil. Hann fékk aldrei mótframboð og var því ávallt sjálfkjörinn í embætti frá og með 1956. Kona hans var Dóra Þórhallsdóttir, dóttir Þórhalls Bjarnarsonar biskups.

Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937 til 1952. Forseti Sameinaðs þings 1930 til 1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík,
  2. „Inspector scholae frá 1879“. Menntaskólinn í Reykjavík,


Fyrirrennari:
Sveinn Björnsson
Forseti Íslands
(1. ágúst 19521. ágúst 1968)
Eftirmaður:
Kristján Eldjárn
Fyrirrennari:
Tryggvi Þórhallsson
Forsætisráðherra
(3. júní 193228. júlí 1934)
Eftirmaður:
Hermann Jónasson
Fyrirrennari:
Tryggvi Þórhallsson
Formaður Framsóknarflokksins
(19321933)
Eftirmaður:
Sigurður Kristinsson
Fyrirrennari:
Hans Einarsson
Inspector scholae
(19111912)
Eftirmaður:
Erlendur Þórðarson
Fyrirrennari:
Magnús Jochumsson
Forseti Framtíðarinnar
(19111911)
Eftirmaður:
Sigfús Halldórsson frá Höfnum


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.