Pétur Magnússon
Pétur Magnússon | |
---|---|
Fæddur | 10. janúar 1888 |
Dáinn | 26. júní 1948 (60 ára) í Massachusetts General Hospital, Boston, Bandaríkjunum Hvílir í Hólavallagarði |
Þjóðerni | Íslendingur |
Menntun | Háskóli Íslands |
Störf | Alþingismaður, ráðherra, bæjarfulltrúi, bankastjóri og lögmaður. |
Flokkur | Sjálfstæðisflokkurinn |
Maki | Þórunn Ingibjörg Guðmundsdóttir Viborg |
Börn | Níu |
Foreldrar | séra Magnús Andrésson og Sigríður Pétursdóttir Sívertsen |
Pétur Magnússon (fæddur á Gilsbakka í Hvítársíðu 10. janúar 1888, látinn 26. júní 1948) var íslenskur stjórnmálamaður og lögmaður.
Námsferill
[breyta | breyta frumkóða]Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1911 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1915. Hann varð yfirréttarmálaflutningsmaður sama ár og hæstaréttarlögmaður árið 1922.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Pétur starfaði sem málaflutningsmaður í Reykjavík á árunum 1915 til 1941 og aftur árið 1947.
Hann var einnig starfsmaður við Landsbanka Íslands árin 1915 til 1920.
Pétur var bankastjóri Búnaðarbankans árin 1930 til 1937 og bankastjóri Landsbankans 1941 til 1945.
Hann varð bankastjóri Landsbankans á ný á árunum 1947 til 1948.
Hann var framkvæmdastjóri Ræktunarsjóðs 1924 til 1929 og formaður Málflutningsmannafélags Íslands 1926—1930.
Stjórnmálaþáttaka
[breyta | breyta frumkóða]Pétur var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922 til 1928 og forseti bæjarstjórnar 1924 til 1926.
Hann var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins frá 1930-1937 og 1942-1948.
Þann 21. október 1944 var hann skipaður fjármála-, viðskiptamála- og landbúnaðarráðherra í svokallaðri Nýsköpunarstjórn, öðru ráðuneyti Ólafs Thors.
Hann fékk lausn frá því þann 10. október 1946, en gegndi embættinu til 4. febr. 1947.
Dreifibréfsmálið
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1941 þegar Ísland var hernumið af Bretum í seinni heimsstyrjöld voru nokkrir menn ákærðir og dregnir fyrir dóm fyrir að hafa hvatt breska hermenn með dreifibréfi til þess að ganga ekki í störf Dagsbrúnarmanna sem voru í verkfalli. Bretar litu á þetta sem hvatningu til landráða. Egill Sigurgeirsson, þá ungur lögmaður sem varði mennina, fékk Pétur Magnússon í lið mér sér þegar málið kom fyrir hæstarétt og tók Pétur að sér að verja tvo hinna ákærðu. Var skörungsskapur Péturs við málflutinginn rómaður og fékk hann refsingu mannanna mildaða.
[1]
Um þetta var ort:
Er nú komma eina von |
Eftirmæli
[breyta | breyta frumkóða]Egill Sigurgeirsson sagði í blaðaviðtali:[1]
Pétur var alveg einstakt prúðmenni. Hann var mjög snjall málflutningsmaður og mikið var gaman að heyra og hlusta á Pétur, sérstaklega þegar hann úti í sveit var að flytja landamerkjamál og önnur mál fyrir bændur. Það var unun að hlusta á hann.
Hann beitti þessari aðferð líka þarna þegar þessi mikli mannsöfnuður var í Hæstarétti þá beitti hann þessum persónutöfrum sínum og þessari snilld að hann hreif alla sem hlustuðu á hann. |
Pétur Pétursson skrifar í sömu blaðagrein:[1]
Skammt var á milli heimila Péturs Magnússonar og Ólafs Thors.[n 1] Pétur var heimilisvinur og ráðgjafi Ólafs. Kunnur lögmaður, sem ekki var eins hrifinn af þeim ráðgjöfum, sem Ólafur valdi sér síðar sagði: Mikið var hann Ólafur Thors gáfaður meðan Pétur Magnússon var á lífi. |
Neðanmálsgeinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pétur Magnússon bjó að Hólavöllum, Suðurgötu 20 sem er uppi á brekkunni ofan við Suðurgötu 22, en neðan við Garðastræti 45. Aðkoma er á milli Garðastrætis 43 og 45.Ólafur Thors bjó í Garðastræti 41.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Enn af dreifibréfsmálinu (Pétur Pétursson) Morgunblaðið, 29.10.2000, Blaðsíða B 22
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Æviágrip á vef Alþingis
- Skörð fyrir skildi, Frjáls verslun, 6. tölublað - Megintexti (20.06.1948), Blaðsíða 135
- Pétur Magnússon bankastjóri, Vesturland, 24. Tölublað (31.07.1948), Blaðsíða 2
- Pétur Magnússon, Nokkur kveðjuorð Höfundur E.O., Þjóðviljinn, 156. Tölublað (14.07.1948), Blaðsíða 5
- Pétur Magnússon bankastjóri, minningarorð Jón G. Maríasson, Bankablaðið, 4. Tölublað (01.12.1948), Blaðsíða 86
- Pétur Magnússon, frá Gilsbakka (Kvæði), Þórir Bergsson, Eimreiðin, 3.-4. Hefti (01.07.1948), Blaðsíða 179
- Pétur Magnússon bankastjóri Ó.B.B., Akranes, 1. Tölublað (01.01.1959, Blaðsíða 19
- Pétur Magnússon, 100 ára minning Þóroddur Jónasson, Morgunblaðið, 7. Tölublað (10.01.1988, Blaðsíða 28
- Pétur Magnússon, 100 ára minning Sigurður Bjarnason frá Vigur, Morgunblaðið, 7. Tölublað (10.01.1988, Blaðsíða 32
- Alþingismenn 17. júní 1944 Vikan, 23.-24. Tölublað (15.06.1944), Blaðsíða 24
- Enn af dreifibréfsmálinu (Pétur Pétursson) Morgunblaðið, 29.10.2000, Blaðsíða B 22
- Annað ráðuneyti Ólafs Thors Á vef Stjórnarráðsins.
- Hólavellir Morgunblaðið Fasteignablað, 11.12.2001
Fyrirrennari: Björn Ólafsson |
|
Eftirmaður: Jóhann Þ. Jósefsson | |||
Fyrirrennari: Magnús Guðmundsson |
|
Eftirmaður: Bjarni Benediktsson |