Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands
Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands
Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands

Stofnár 1922
Ráðherra Bjarni Benediktsson
Ráðuneytisstjóri Guðmundur Árnason[1]
Fjárveiting 85.721,12015
Staðsetning Arnarhvoll
Lindargata
101 Reykjavík
Vefsíða

Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands er eitt af átta ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Ráðuneytið hefur umsjón með ríkisfjármálum, tekjum þess, skuldum og lánum opinberra stofnanna. Æðsti yfirmaður þess er fjármála- og efnahagsráðherra og æðsti embættismaður er ráðuneytisstjóri. Ráðuneytið var upprunalega stofnað árið 1922 en hefur farið í gegnum miklar breytingar en þær síðustu og víðtækustu tóku gildi 1. september 2012 þegar það tók yfir málefni er varða efnahagsmál til viðbótar við fjármálin.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnarráð Íslands tók til starfa árið 1904 í kjölfar þess að Ísland hafði fengið heimastjórn og tók það við störfum ráðuneytisins í Kaupmannahöfn sem skipt var í þrjár deildir. Ein af þeim deildum, fjármála- og endurskoðunardeild, sá um þau störf sem fjármálaráðuneytið myndi síðar sinnar.

Ráðherra var einungis einn í fyrstu og hafði hann landritara sér til aðstoðar, en hann var nokkurs konar yfirskrifstofustjóri stjórnarráðsins, gekk næstur ráðherra og var staðgengill hans. Árið 1917 var fyrst skipaður sérráðherra fyrir málaflokkinn Björn Kristjánsson. Fjármálaráðuneytið var síðan formlega stofnað árið 1922 þó það væri ekki enn orðið sjálfstæð opinber stofnun.

Umsvif þeirra málaflokka sem Fjármálaráðuneytið hafði umsjón með breyttist reglulega á 20. öldinni. Ráðuneytið í sinni núverandi mynd varð til við gildistöku laga nr. 73/1969 og voru þá stofnuð þrettán ráðuneyti og féllu þrjár stjórnardeildir undir ábyrgð fjármálaráðherra: fjármálaráðuneytið, ríkisendurskoðun og fjárlaga- og hagsýslustofnun. Síðarnefndu málaflokkarnir voru síðan færðir undir Alþingi og Ríkisbókhald.[2]

Eftir farið var í rannsókn á efnahagshruninu haustið 2008 var eitt af aðalgagnrýninni sem beindist að stjórnsýslunni fjöldi ráðuneyta og aðskilnaður þeirra sem veikti eftirlit ríkisins með þróun mála. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fór í að sameina marga málaflokka undir einu ráðuneyti og var fjármálaráðuneytinu formlega breytt í fjármála- og efnahagsráðuneytið þann 1. september 2012. Oddný G. Harðardóttir var skipuð fjármálaráðherra þann 31. desember 2011, og síðar fjármála- og efnahagsráðherra, og var fyrsta konan til að gegna embættinu í sögu lýðveldisins.

Skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Ráðherra skiptir verkefnum ráðuneytisins í sex skrifstofur og stýrir ráðuneytisstjóri því undir yfirstjórn hans en auk þess hefur hann allt að tvo aðstoðarmenn.

Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í eftirfarandi skrifstofur; skrifstofa efnahagsmála, skrifstofa fjármálamarkaðar, skrifstofa opinberra fjármála, skrifstofa skattamála, skrifstofa stjórnunar og umbóta, skrifstofa yfirstjórnar og skrifstofa rekstrar og innri þjónustu. Að auki er kjara- og mannauðssýsla ríkisins  hluti af ráðuneytinu og telst hún vera ráðuneytisstofnun í skilningi 17. gr. stjórnarráðslaga.

Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, er ráðuneytisstofnun sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Umbra sinnir upplýsingatæknimálum og ýmsum sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna, að hluta eða í heild, með það að markmiði að stuðla að hagkvæmni í rekstri.

Þá starfar í ráðuneytinu sérstök eining, Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari.

Málaflokkar[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands[3] fer ráðuneytið með þau mál er varða:

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Starfsfólk eftir skrifstofum“. Sótt 4. apríl 2010.
  2. Saga fjármálaráðuneytisins
  3. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]