Fara í innihald

Ásmundur Einar Daðason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásmundur Einar Daðason
Mennta- og barnamálaráðherra Íslands
Í embætti
28. nóvember 2021  21. desember 2024
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson
ForveriLilja Alfreðsdóttir
EftirmaðurÁsthildur Lóa Þórsdóttir
Félags- og barnamálaráðherra Íslands
Í embætti
30. nóvember 2017  28. nóvember 2021
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
ForveriÞorsteinn Víglundsson
EftirmaðurGuðmundur Ingi Guðbrandsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2009 2011  norðvestur  Vinstri græn
2011 2016  norðvestur  Framsóknarfl.
2017 2021  norðvestur  Framsóknarfl.
2021 2024  Reykjavík n.  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. október 1982 (1982-10-29) (42 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn (2011–)
Vinstrihreyfingin – grænt framboð (fyrir 2011)
MakiSunna Birna Helgadóttir
Börn3
MenntunBúvísindi
HáskóliLandbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Landbúnaðarháskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Ásmundur Einar Daðason (fæddur 29. október 1982) er íslenskur stjórnmálamaður sem gengdi embætti Félags- og barnamálaráðherra frá 2017 til 2021 og Mennta- og barnamálaráðherra frá 2021 til 2024 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann sat í ríkisstjórnum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar.[1] Hann var áður þingmaður Vinstri grænna frá 2009 til 2011 og síðan þingmaður Framsóknarflokksins frá 2011 til 2024. Hann datt út af þingi í Alþingiskosningunum 2024.

Ásmundur Einar kom yfirleitt vel út í könnunum um stuðning til ráðherra og í nokkrum könnunum var hann vinsælasti ráðherrann, til að mynda í könnunum frá 2021 og 2023.[2][3] Vinsældir Ásmundar Einars fóru að dala um mitt ár 2023 eftir ættardeilur hans komust í ljós um jörðina Lambeyrum í Dalasýslu.[4] Áður en Ásmundur Einar var kjörinn á þing starfaði hann sem sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rak hann þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað til 2011, auk þess sem að ann var formaður félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.

Menntun og fyrri störf

[breyta | breyta frumkóða]

Ásmundur er menntaður sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2002 og árið 2007 lauk hann B.Sc.-próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ásmundur Einar sat í stúdentaráði Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 2001-2002, var formaður þess 2004-2005. Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 2005-2010 og Formaður svæðisfélags Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Dölum 2005-2007. Þá sat hann í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands 2009.[5]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Ásmundur var þann 15. nóvember 2009 kosinn formaður Heimssýn, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

Ásmundur Einar var kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfinguna-grænt framboð en sagði sig svo úr þingflokki þeirra þegar hann studdi vantrauststillögu á ríkisstjórnina 13. apríl 2011. Sagði Ásmundur að hann studdi ríkistjórnina ekki í mörgum málum þar á meðal Evrópumálunum.[6]

Ásmundur Einar var einn þeirra þingmanna Vinstri hreyfingarinnar sem hafði miklar efasemdir við Icesave samkomulagið og sat meðal annars í fjárlaganefnd á þeim tíma, var hann beittur miklum þrýstingi að samþykkja málið.[7]

Þann 1. júní 2011 gekk Ásmundur Einar til liðs við Framsóknarflokkinn. [8]

Ásmundur Einar var kjörinn aftur á þing vorið 2013 þá fyrir Framsóknarflokkinn. Skipaði hann annað sæti lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.[9] Ásmundur Einar sat á þingi frá 2013-2016 og settist svo aftur á þing eftir Alþingiskosningar haustið 2017.

Ættardeilur Ásmundar Einars um Lambeyri í Dalasýslu hlutu mikla athygli um mitt ár 2023. Þar sökuðu frænkur Ásmundar Einars bræður hans, föður og Ásmund sjálfan um skemmdarverk, innbrot og yfirgang.[10] Ásmundur hafnaði ásökunum og sagði ekki hafa komið nálægt málinu í eitt ár.[11]

Í alþingiskosningunum 2024 féll Ásmundur Einar af þingi þegar Framsóknarflokkurinn missti átta þingmenn.

  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  2. Stjóri, Stóri (4 janúar 2023). „Ásmundur Einar nýtur mestrar hylli“. maskina.is. Sótt 10 júní 2025.
  3. „Ásmundur Einar er eini ráðherrann sem meirihluti þjóðarinnar treystir“. Kjarninn. 26 apríl 2022. Sótt 10 júní 2025.
  4. „Deilur um jörðina Lambeyrar - Vísir“. visir.is. Sótt 10 júní 2025.
  5. http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=707
  6. http://www.visir.is/asmundur-einar-haettur-i-thingflokki-vg/article/2011110419505
  7. Sigurður Már Jónsson, Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar? Almenna Bókfélagið, Reykjavík, 2011
  8. http://www.visir.is/asmundur-einar-genginn-i-framsokn/article/2011110609923
  9. http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=160ff3e8-5045-42e3-b408-b2ded48fef32
  10. „Deilur um jörðina Lambeyrar - Vísir“. visir.is. Sótt 10 júní 2025.
  11. Kristinn Haukur Guðnason (22. júlí 2023). „Ás­mundur Einar tjáir sig um Lamb­eyrar­deiluna: Segist aldrei hafa verið á­kærður eða yfir­heyrður - Vísir“. visir.is.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.