Hanna Birna Kristjánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK)
Fæðingardagur: 12. október 1966 (1966-10-12) (54 ára)
Fæðingarstaður: Hafnarfjörður
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
2013-2016 í Rvk. s. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2008-2010 Borgarstjóri í Reykjavík
2013-2016 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
2013-2014 Innanríkisráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Hanna Birna Kristjánsdóttir (f. 12. október 1966) er fyrrum innanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri í Reykjavík.

Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1984 og stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. Hún lauk prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991 og M.Sc. prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Háskólanum í Edinborg 1993.

Hanna Birna var starfsmaður Öryggismálanefndar 1990-1991, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu 1994-1995 og framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna 1995-1999. Á árunum 1999-2006 var Hanna Birna aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 2002-2013 og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn 2008-2013. Hún var forseti borgarstjórnar á árunum 2006-2008.

Hanna Birna var kjörin borgarstjóri 21. ágúst 2008 og tók við embættinu af Ólafi Friðriki Magnússyni. Hún lét af embætti að loknum kosningunum 2010 þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin mynduðu meirihluta og Jón Gnarr varð borgarstjóri.

Hanna Birna var kjörin forseti borgarstjórnar í júní 2010 með 15 samhljóða atkvæðum. Með því var tryggt sögulegt samstarf minnihlutans við meirihluta borgarstjórnar. Samstarfið stóð í tíu mánuði, en Hanna Birna sagði af sér forsetaembættinu í apríl 2011 vegna málefnaágreinings við meirihlutann.

Hún sóttist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Hún sigraði með miklum yfirburðum og leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var hún kjörin varaformaður með 95% atkvæða. Að loknum alþingiskosningum varð hún 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Hanna Birna tók við embætti innanríkisráðherra 23. maí 2013 en sagði af sér 21. nóvember 2014 eftir hið svokallaða lekamál.

Hanna Birna ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni


Fyrirrennari:
Ögmundur Jónasson
Innanríkisráðherra
(23. maí 20134. desember 2014)
Eftirmaður:
Ólöf Nordal
Fyrirrennari:
Ólöf Nordal
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(24. febrúar 2013 – 2015)
Eftirmaður:
Ólöf Nordal
Fyrirrennari:
Ólafur F. Magnússon
Borgarstjóri Reykjavíkur
(21. ágúst 200815. júní 2010)
Eftirmaður:
Jón Gnarr