1953
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1953 (MCMLIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 8. mars - Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð.
- 15. mars -
- Þjóðvarnarflokkur Íslands var stofnaður.
- Bókasafn Kópavogs hóf starfsemi.
- 6. maí - Sönglagið Fylgd eftir Sigursvein D. Kristinsson við ljóð Guðmundar Böðvarssonar var frumflutt á stofnþingi Andspyrnuhreyfingarinnar gegn her í landi.
- 28. júní - Alþingiskosningar haldnar. Lýðveldisflokkurinn, klofningur úr Sjálfstæðisflokknum bauð fram.
- 16. nóvember - Edduslysið: Fimm létust við Grundarfjörð þegar vélskipið Edda frá Hafnarfirði lenti í óveðri. [1]
- 23. nóvember - Félag íslenskra teiknara var stofnað.
- 29. nóvember - Samtök herskálabúa voru stofnuð, þ.e. fólk sem bjó í braggahverfum.
- Hallargarðurinn var hannaður í miðborg Reykjavíkur.
- Neytendasamtökin voru stofnuð.
- Írafossstöðvarvirkjun var sett í gang.
- Blóðbankinn var stofnaður á Barónstíg.
- Tímaritið Blanda hætti útgáfu.
Fædd
- 6. janúar - Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.
- 19. febrúar - Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands.
- 6. apríl - Þórdís Anna Kristjánsdóttir, körfuknattleikskona og formaður KKÍ
- 12. júní - Árni Steinar Jóhannsson, íslenskur garðyrkjufræðingur og stjórnmálamaður (d. 2015).
- 19. júní - Össur Skarphéðinsson, stjórnmálamaður
- 15. ágúst - Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur
- 27. ágúst - Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prestur og sáttamiðlari hjá Þjóðkirkjunni.
- 28. október - Þórólfur Guðnason, barna- og sóttvarnarlæknir
- 14. nóvember - Þorsteinn B. Sæmundsson, stjórnmálamaður
Dáin
- 9. október - Ingibjörg Benediktsdóttir, skáldkona (f. 1885).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Josip Broz Tito var kosinn forseti Júgóslavíu.
- 20. janúar - Dwight D. Eisenhower varð forseti Bandaríkjanna.
- 5. febrúar - Kvikmyndin Pétur Pan var frumsýnd.
- 13. febrúar - Christine Jorgensen varð fyrsta manneskjan sem fór í kynleiðréttingaraðgerð.
- 22. febrúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1953 hófst.
- 28. febrúar - James Watson og Francis Crick, vísindamenn við Cambridge tilkynntu um uppgötvun byggingu DNA.
- 5. mars - Jósef Stalín lést af völdum heilablóðfalls sem hann fékk nokkrum dögum áður.
- 14. mars - Níkíta Khrústsjov varð aðalritari sovéska kommunistaflokksins.
- 26. mars - Jonas Salk tilkynnti um bóluefni gegn mænusótt.
- 7. apríl - Dag Hammarskjöld varð aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 2. maí - Hússein Jórdaníukonungur var krýndur, 17 ára gamall.
- 29. maí - Everestfjall var fyrst klifið.
- 2. júní - Elísabet 2. Bretadrottning var krýnd.
- 16. - 17. júní - Mótmæli gegn stjórninni í Berlín varð blóðug og 55 létu lífið.
- 3. júlí - Nanga Parbat, 9. hæsta fjall heims, í Pakistan var fyrst klifið.
- 27. júlí - Kóreustríðið endaði með friðarsamningum.
- 19. ágúst - Valdarán varð í Íran með stuðningi Bandaríkjanna og Bretlands.
- 4. september - Draumsvefn var uppgötvaður.
- 22. október - Laos hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 5. nóvember - David Ben-Gurion sagði af sér sem forsætisráðherra Ísraels.
Fædd
- 7. janúar - Jenis av Rana, færeyskur stjórnmálamaður.
- 11. febrúar - Andrew Wiles, breskur stærðfræðingur.
- 14. febrúar - Hans Krankl, austurriskur knattspyrnumaður.
- 28. febrúar - Paul Krugman, bandarískur hagfræðingur.
- 12. mars - Ron Jeremy, bandarískur klámmyndaleikari.
- 11. apríl - Andrew Wiles, breskur stærðfræðingur.
- 29. apríl - Jon Gunnar Jørgensen, norskur textafræðingur.
- 2. júní - Cornel West, bandarískur rithöfundur.
- 15. júní - Xi Jinping, forseti Kína.
- 22. júní - Cyndi Lauper, bandarísk söngkona.
- 14. september - Robert Wisdom, bandarískur leikari.
- 10. október - Midge Ure, skoskur tónlistarmaður.
Dáin
- 5. mars - Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna (f. 1878).
- 14. mars - Klement Gottwald, forseti Tékkóslóvakíu (f. 1896).
- 16. maí - Thorvald Krabbe, danskur landsverkfræðingur (f. 1876).
- 16. maí - Django Reinhardt, belgískur tónlistarmaður (f. 1910).
- 28. september - Edwin Hubble, bandarískur stjörnufræðingur (f. 1889).
- 6. október - Vera Múkhína, sovéskur myndhöggvari (f. 1889).
- 12. október - Hjalmar Hammarskjöld, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar (f. 1862).
- 8. nóvember - Ívan Búnín, rússneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1870).
- 9. nóvember - Ibn Sád, fyrsti konungur Sádi-Arabíu (f. 1876).
- 27. nóvember - Eugene O'Neill, bandarískt leikritaskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1888).
- 23. desember - Lavrentíj Bería, sovéskur stjórnmálamaður (f. 1899).
- Eðlisfræði - Frits Zernike
- Efnafræði - Hermann Staudinger
- Læknisfræði - Hans Adolf Krebs, Fritz Albert Lipmann
- Bókmenntir - Sir Winston Leonard Spencer Churchill
- Friðarverðlaun - George Catlett Marshall
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 70 ár frá Edduslysinu Rúv.is