1962
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1962 (MCMLXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- 23. júní - Hvalfjarðarganga Samtaka hernámsandstæðinga leggur af stað frá Hvítanesi.
- Hótel Saga var tekin í notkun.
Fædd
- 26. júlí - Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona.
- 11. ágúst - Bragi Ólafsson rithöfundur og skáld.
- 27. ágúst - Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), skáld.
- 26. september - Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og forstjóri.
- 19. október - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona.
Dáin
- 26. ágúst - Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands og matreiðslubókahöfundur (f. 1904).
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- 7. febrúar - Bandaríkin setja viðskiptabann á Kúbu.
- 17. febrúar - Flóð og stormur kringum Hamburg verða til þess að um 300 látast og þúsundir misstu heimili sín.
- 18. mars - Frakkland og Alsír skrifa undir friðarsamning sem batt enda á stríð landanna í Alsír.
- 21. apríl - Sýning 21. aldarinnar opnuð í Seattle.
- 30. maí - HM í knattspyrnu hófst í Síle.
- 5. júlí - Alsír hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 12. júlí - The Rolling Stones spiluðu sína fyrstu tónleika í Marquee Club í London.
- 6. ágúst - Jamaíka hlaut sjálfstæði.
- 5. október - Fyrsta smá skífa Bítlanna Love Me Do"/"P.S. I Love You" kom út.
- Dr. No, fyrsta James Bond-myndin var frumsýnd í London með Sean Connery í aðalhlutverki.
- 16. október - 28. október: Kúbudeilan. Flugvél Bandaríkjanna náði myndum af sovésku eldflaugum á Kúbu sem varð til milliríkjaspennu milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Sovétmenn fjarlægðu að lokum eldflaugarnar.
- 11. desember - Síðasta aftakan er framkvæmd í Kanada með hengingu.
Fædd
- 21. febrúar - Chuck Palahniuk, bandarískur rithöfundur
- 6. febrúar - Axl Rose, bandarískur tónlistarmaður
- 2. mars - Jon Bon Jovi, bandarískur tónlistarmaður
- 8. apríl - Izzy Stradlin, bandarískur tónlistarmaður
- 14. maí - C.C. Deville, bandarískur tónlistarmaður (Poison)
- 20. ágúst - Phil Lynott, írskur rokksöngvari
- 3. október - Tommy Lee, grísk-amerískur tónlistarmaður
Dáin
- 6. júlí - William Faulkner, bandarískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1897).
- 5. ágúst - Marilyn Monroe, leikkona (f. 1926)
- 9. ágúst - Hermann Hesse, þýskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1877).
- 18. nóvember - Niels Bohr, danskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1885).
- 29. nóvember - Erik Scavenius, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1877).