Wikipedia:Potturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skjalasöfn
Flýtileið:
WP:P

Potturinn er, auk WikiIS-l póstlistans og IRC spjallrásarinnar #wikipedia-is tengjast á Freenode almennur umræðuvettvangur íslensku Wikipediu. Vinsamlegast mundu eftir að skrifa undir og tímasetja athugasemdir þínar með því að skrifa ~~~~ fyrir aftan þær eða með því að ýta á undirskriftartáknmyndina.Þarf að lagfæra Hnita sniðið okkar[breyta frumkóða]

Eitthvað hefur komið fyrir Hnita sniðið sem við notum. Það er ekki að tolla ofan við myndir og annað efni sem situr undir því hægra megin, heldur fer efnið/myndin upp undir hálfan texta hnitsins. „Skítaredding,“ eins og kallað er, er að setja in 2 til 3 bil neðan við sniðið niður að viðkomandi grein og þá næst það bil sem þarf að vera svo læsilegt bil sé þarna á milli. Tel líklegast að þetta sé CSS dæmi og þá líklega eitthvað sem við séum að „erfa“ frá mediawiki og einhverjar breytingar sem við þurfum þá að gera okkar megin, fyrst þetta gerðist bara allt í einu. En ég þekki ekki CSS fyrir snið né wikíið sjálft svo ég er lens með að reyna að laga þetta. Ég er búinn að lesa um coord sniðið sem við byggjum á og sé hvergi þar að það hafi verið gerðar á því breytingar sem ættu að hafa haft sjálfkrafa áhrif á Hnit sniðið hjá okkur. Að vísu er eitt í þessu sem er það að á sínum tíma fékk ég það í gegn að við tækjum upp kortanotkun sem notuð var á þýska wíkípedí sem sýndi stórt kort meðan coord sýnir bara lítið. Mögulega er þetta því einhver breyting sem gerð hefur verið á þessum kortamöguleika sem Þjóðverjarnir notuðu? Er einhver hér sem þekkir nógu mikið til forritunar sniða, eða wíkígrunnsinns almennt sem gæti kíkt á þetta og reynt að laga þetta? Bragi H (spjall)

@Bragi H: Lagfærði þetta aðeins, þannig að hnitið er efst í textareitnum. Best væri þó að setja hnitið hægra megin við titilinn á síðunni, sem yrði gert með breytingunni sem er tilgreind á Meldingarspjall:Vector.css.--Snaevar (spjall) 20. desember 2018 kl. 12:50 (UTC)
@Snaevar: Fyrirtaks lausn hjá þér að breyta þessu í Módúlnum. Breytingin sem ég setti fram á meldingarspjallinu er sú sama og þú settir inn. Mér sýnist þetta vera ágæt staðsetning fyrir hnitin, væru þau sett við hliðina á titlinum þyrfti að færa gæðagreina-stimpilinn upp, sem væri klunnalegra. – Þjarkur (spjall) 20. desember 2018 kl. 13:36 (UTC)

Míteró[breyta frumkóða]

Er orðinn hálfþreyttur á vinnubrögðum notandans (oft ekki nægilega vel unnið og sumu breytt án samráðs/umræðu) og samskiptum. Gaf viðkomandi hlé í nokkra dag. Mótbárur? Berserkur (spjall) 11. október 2018 kl. 16:55 (UTC)

The Community Wishlist Survey[breyta frumkóða]

30. október 2018 kl. 11:06 (UTC)

Tillaga: Að auðveldara sé að finna lista yfir snið, og hvernig skuli veita viðvaranir[breyta frumkóða]

Sælt veri fólkið. Ég veit að til eru leiðir til að vara við og banna einstaklinga, en ég virðist ekki geta fundið þær upplýsingar.

Væri séns að lista þess lags upplýsingar (og ef til vill líka upplýsingar um hvers lags snið sem eru til) í handbókinni?

Notandi:Yungkleina á eitthvað erfitt með að taka í sátt að ég hafi lagt til að grein hans yrði eytt.

--Þjarkur (spjall) 31. október 2018 kl. 15:52 (UTC)

Bönn[breyta frumkóða]

Þarf ekki að vera eitthvað samræmi og einhverjar reglur gróflega um bönn? Ef notandi brýtur t.d. í 1. skipti af sér, er ekki fullharkalegt að banna hann í 6 mánuði eins og stjórnandi hefur gert nú nýlega? Frekar að hafa bann lengri tíma í samræmi við fleiri brot eða magn brota og grófleika þeirra á stuttu tímabili. Berserkur (spjall) 2. nóvember 2018 kl. 13:34 (UTC)

  • Ég geri ráð fyrir því að þú eigir við eitt af mínum bönnum. Kannski var það of djúpt í árina tekið, en ég verð að viðurkenna að mér finnst ólíklegt að einhver sem er með svona skemmdarverk sé að fara að gera neitt gagnlegt á Wikipediu næstu sex mánuði. Kannski ætti þó að hafa einhverja staðlaða refsingu fyrir fyrsta brot, ef hún er ekki þegar fyrir hendi. TKSnaevarr (spjall) 4. nóvember 2018 kl. 00:10 (UTC)
Aftur á móti getur þetta verið tölva sem margir eru um: Skóli, heimili, bókasöfn... Þannig að ég myndi byrja með vægari refsingu. Ég veit ekki hvort eitthvað er sagt um þetta í gæðahandbók inni á Wp. Berserkur (spjall) 4. nóvember 2018 kl. 14:40 (UTC)

Editing News #2—2018[breyta frumkóða]

2. nóvember 2018 kl. 14:17 (UTC)

Change coming to how certain templates will appear on the mobile web[breyta frumkóða]

CKoerner (WMF) (talk) 13. nóvember 2018 kl. 19:34 (UTC)

Community Wishlist Survey vote[breyta frumkóða]

22. nóvember 2018 kl. 18:13 (UTC)

Advanced Search[breyta frumkóða]

Johanna Strodt (WMDE) (talk) 26. nóvember 2018 kl. 11:02 (UTC)

Wikimedia Sustainability Initiative[breyta frumkóða]

Hi all. Please help us to translate Sustainability Initiative on meta in your language and add your name to the list of supporters to show your commitment to environment protection. Let's spread the word! Kind regards, --Daniele Pugliesi (spjall) 28. nóvember 2018 kl. 16:44 (UTC)

Samhæfing á nöfnum konunga og drottninga[breyta frumkóða]

Það er misjafnt hvort nöfn konunga og drottninga á íslensku Wikipedia eru skrifuð með arabísku eða rómverska talnakerfinu. Ég hef vanist því að skrifa nöfn konunga og drottninga með rómverskum tölustöfum, og gerði því nokkrar síður með því nafnakerfi þegar ég byrjaði að skrifa á Wikipediu, en venjulegu tölustafirnir eru bersýnilega mun algengari hér. Ætti að færa þær síður sem notast við rómverska talnakerfið til samhæfingar? TKSnaevarr (spjall) 30. nóvember 2018 kl. 01:30 (UTC)

New Wikimedia password policy and requirements[breyta frumkóða]

CKoerner (WMF) (talk) 6. desember 2018 kl. 20:03 (UTC)

„X er bandarískur leikari og uppistandari...“[breyta frumkóða]

Það er búið að gera ansi mikið af síðum um skemmtikrafta með þessu orðalagi. Þessar síður innihalda engar upplýsingar og engan texta nema akkúrat þessi orð, aðeins upplýsingatöflu og tengil á imdb. Í einhverjum tilfellum er orðalagið notað þótt viðkomandi hafi aldrei verið með uppistand, og í sumum tilfellum ekki einu sinni verið leikari. Ég eyddi nú síðast síðu um fasteignamógúlinn Fred Trump (föður Donalds Trump) þar sem fjallað var um hann með þessum orðum þótt hann hafi hvorki verið leikari hvað þá uppistandari.

Spurningin er, ættum við að eyða öllum þessum síðum jafnóðum? Flestar eru þær meinlausar, en þær eru hins vegar algjörlega gagnslausar sem alfræðigreinar. Líklega er höfundurinn vélmenni sem er að fara eftir imdb-lista, eða í það minnsta ekki íslenskumælandi. TKSnaevarr (spjall) 20. desember 2018 kl. 09:33 (UTC)

Þetta er ekki vélmenni (sést af breytingum viðkomandi á Robin Williams), en þetta er allt sami einstaklingur með IPv6 tölu frá Bandaríkjunum sem hefst á 2600:8800:3980:2550. IP-tölu-bil af stærð /64 eru nær alltaf sami einstaklingur, það er því hægt að setja inn IP-tölu-bann á viðkomandi sé vilji fyrir því. Breytingar viðkomandi voru ekki beint uppbyggjandi með þessum ofur-stubbum, en ef hann er farinn að setja inn rangar greinar (Fred Trump) væri betra að setja hömlur á hann.
Svona greinar eru eins og þú segir gagnslausar fyrir lesanda og því þykir mér ekkert að því að fjarlægja greinar sem eru hálf setning um Bandarískan grínista eða ítalska leikkonu.
Þjarkur (spjall) 20. desember 2018 kl. 09:56 (UTC)
Sammála, þyrfti að vera meira en ein setning a.m.k. Ég bannaði viðkomandi. Það er til slatti af þessum síðum myndi ég halda. --Berserkur (spjall) 20. desember 2018 kl. 10:36 (UTC)
Hann er samt á tölvu sem skiptir um IP í hvert skipti sem hún tengist (mjög algengt með IPv6) og veit því líklegast ekkert af því að síðunum hans sé alltaf eytt. Ég skal setja á bann á persónulega bilið hans á eftir. – Þjarkur (spjall) 20. desember 2018 kl. 10:43 (UTC)
Hvað með þessar síður um 550 japanska knattspyrnumenn? https://is.wikipedia.org/wiki/Flokkur:Japanskir_knattspyrnumenn --Berserkur (spjall) 20. desember 2018 kl. 11:59 (UTC)
Þó að þær séu útbúnar sjálfvirkt eru þær allar um landsliðsmenn og lista upp hvaða liðum þeir hafa spilað með. Greinarnar eru ekki skemmtilegar, en þær ná þó margar að vera til meiri fróðleiks en til ama fyrir lesanda. Ég er nokkuð hlutlaus en er ekki á móti því að eyða feim flestum. Margar aðrar sjálfvirkt útbúnar greinar eru þó klárlega til ama fyrir lesanda, þ.m.t. brasilískar sápuóperur (þó ekki eins og nokkur muni ramba á þær) og Disneymyndastubbarnir sem Norðmaðurinn er búinn að vera duglegur að fikta í. Þætti það ekki galin stefna að taka út svona hálfrarsetningargreinar sem verða ekki bættar. – Þjarkur (spjall) 20. desember 2018 kl. 14:17 (UTC)
Ég myndi fara mjög varlega í svona stórt eyðingaátak. Skv. viðmiðum um eyðingu greina getur upplýsingatafla talist nógu upplýsandi til þess að grein uppfylli ekki skilyrði um eyðingu. Í anda Wikipedia þá finnst mér meira við hæfi að bæta við þessar greinar eftir kostum heldur en að eyða þeim því þær eru ekki skemmtilegar. Ég sé t.d. enga ástæðu til að eyða þessum greinum um japanska knattspyrnumenn. Maxí (spjall) 21. desember 2018 kl. 08:49 (UTC)
OK. Point taken. En þá þýðir það að það hafa verið strokaðar gildar síður með infoboxi með kvikmyndum og leikurum. Sé ekki mikinn mun á þeim og þeim japönsku. --Berserkur (spjall) 21. desember 2018 kl. 14:00 (UTC)
Mér þykir munurinn liggja í því að japönsku fótboltasíðurnar útskýra hvers vegna viðkomandi var frægur (spilaði með landsliðinu) og þær lista gróflega upp feril viðkomandi (öll lið sem hann spilaði með í meistaradeildinni). Þær síður sem voru strokaðar út útskýrðu ekki hvers vegna viðkomandi var þekktur og gáfu heldur ekki upp lista yfir þau þekktu verk sem hann var í. (Þyrftum samt að athuga að japönsku greinarnar segja „spilaði 1 leiki með landsliðinu“).Þjarkur (spjall) 21. desember 2018 kl. 14:18 (UTC)
@Berserkur, já, ég myndi segja það. Ég er almennt á móti eyðingu á svona stubbagreinum. Stundum er grein með infoboxi nógu mikill hvati til annarra til að lengja og bæta greinina, þannig að ég sé enga ástæðu til að eyða slíku. Ég eyði greinum bara ef þær eru alveg tómar, ekki á íslensku eða innihalda skemmdarverk. Annars er alltaf hægt að bæta greinina með smá dugnaði. Maxí (spjall) 21. desember 2018 kl. 14:52 (UTC)

Skalgjörðarlistar[breyta frumkóða]

Ég var að spá í hvort það gæti verið góð hugmynd að hafa sameiginlegan skalgjörðarlista (todo-lista). Til er listinn Wikipedia:Beiðnir um greinar þar sem fólk á víst að geta sent inn tillögur að greinum, sá hefur þó ekki verið notaður í mörg ár.

Margir notendur eru með persónulega skalgjörðarlista, t.d. Berserkur. Ég held að það gæti verið skemmtilegt og skilvirkt að hafa sameiginlegan lista þar sem hægt er að safna saman mikilvægum greinum sem ýmist vantar eða þarfnast úrbóta. Við höfum stubbaflokkinn, en ég veit ekki hvort það sé skilvirkt og hvort nokkur fletti í gegnum þann flokk, þar er svo mikið af ómerkilegum málefnum sem skiptir ekki máli að séu stubbar. Spænska Wikiið hætti t.d. alfarið notkun stubbamerkinga.

Mig langar að leggja til að Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til verði nefnt Greinar sem er mikilvægt að séu til í alfræðiriti. Fyrri listinn hljómar eins og þetta séu greinar sem séu ekki til en ættu að vera það, en langflestar af þessum greinum eru nú þegar til. Þá vil ég leggja til að Wikipedia:Beiðnir um greinar verði að Tillögur að greinum og að þar getum við haft sameiginlegan skalgjörðarlista. Auðvitað ætti maður bara að henda í allar greinarnar sjálfur, en svona listi væri góður fyrir mann þegar maður er í stuði til að skrifa bara um eitthvað mikilvægt. Held það gæti alveg gengið að halda listanum við og halda mikilvægustu tillögunum efst.

Þjarkur (spjall) 24. desember 2018 kl. 17:36 (UTC)

Norðmaðurinn[breyta frumkóða]

Þessi Norðmaður sem vill bæta kvikmyndasíðurnar er aftur kominn í bullið. Hann lofaði betrumbót. Því banna ég hann. Ég nenni ekki að þurfa að leiðrétta tugi síðna trekk í trekk. Ég meina hvað er þetta (sett á kvikmyndasíðu sem tómur undirkafli)? :

  • Sleppa og móttaka
  • Leikhús hlaupa
  • Heimamiðlun
  • Gagnrýna móttöku

--Berserkur (spjall) 26. desember 2018 kl. 00:22 (UTC)

Æ hvað hann á erfitt með sig, blessaður kallinn. Hann er búinn að skilja eftir sig nokkuð margar teiknimyndasíður sem segja „Ensku nöfn“ og „Ráðstöfunarfé: 1 miljónum“ og var loksins farinn að taka til eftir sig (hann er sá sami og SndrAndrss). Kannski er einhver með Autowikibrowser sem man eftir að kíkja á það einhvern daginn.Þjarkur (spjall) 26. desember 2018 kl. 00:53 (UTC)
Ég bannaði honum í 3 daga um daginn en greinilega lærði hann ekkert af þessu. Ég mæli með að við bönnum honum í lengri tíma í hvert skipti (eins og Berserkur talaði um á spjallsíðu Norðmannsins). Maxí (spjall) 26. desember 2018 kl. 12:01 (UTC)
Hann er kominn aftur undir Andrss. Þá er spurning hvort ég eigi að banna hann þó hann hafi ekki brotið af sér núna var hann beðinn um að taka sér hlé. Hm? --Berserkur (spjall) 26. desember 2018 kl. 12:07 (UTC)

Invitation from Wiki Loves Love 2019[breyta frumkóða]

Please help translate to your language

WLL Subtitled Logo (transparent).svg

Love is an important subject for humanity and it is expressed in different cultures and regions in different ways across the world through different gestures, ceremonies, festivals and to document expression of this rich and beautiful emotion, we need your help so we can share and spread the depth of cultures that each region has, the best of how people of that region, celebrate love.

Wiki Loves Love (WLL) is an international photography competition of Wikimedia Commons with the subject love testimonials happening in the month of February.

The primary goal of the competition is to document love testimonials through human cultural diversity such as monuments, ceremonies, snapshot of tender gesture, and miscellaneous objects used as symbol of love; to illustrate articles in the worldwide free encyclopedia Wikipedia, and other Wikimedia Foundation (WMF) projects.

The theme of 2019 iteration is Celebrations, Festivals, Ceremonies and rituals of love.

Sign up your affiliate or individually at Participants page.

To know more about the contest, check out our Commons Page and FAQs

There are several prizes to grab. Hope to see you spreading love this February with Wiki Loves Love!

Kind regards,

Wiki Loves Love Team

Imagine... the sum of all love!

--MediaWiki message delivery (spjall) 27. desember 2018 kl. 10:12 (UTC)

FileExporter beta feature[breyta frumkóða]

Johanna Strodt (WMDE) 14. janúar 2019 kl. 09:41 (UTC)

No editing for 30 minutes on 17 January[breyta frumkóða]

You will not be able to edit the wikis for up to 30 minutes on 17 January 07:00 UTC. This is because of a database problem that has to be fixed immediately. You can still read the wikis. Some wikis are not affected. They don't get this message. You can see which wikis are not affected on this page. Most wikis are affected. The time you can not edit might be shorter than 30 minutes. /Johan (WMF)

MediaWiki message delivery (spjall) 16. janúar 2019 kl. 18:44 (UTC)