Íhaldsflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íhaldsflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður í Reykjavík 24. febrúar 1924 af tuttugu alþingismönnum sem höfðu átt aðild að Borgaraflokknum í Alþingiskosningunum 1923. Íhaldsflokkurinn var fyrsti eiginlegi hægriflokkurinn á Íslandi, myndaður í andstöðu við Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn, og hafði á stefnuskrá sinni að lækka álögur á fyrirtæki og leggja niður og sameina ríkisfyrirtæki og stofnanir.

22. mars 1924 tókst Íhaldsflokknum að mynda ríkisstjórn með stuðningi Bjarna Jónssonar frá Vogi sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins sat til 1927 undir þremur forsætisráðherrum: Jóni Magnússyni (sem lést frá embættinu), Magnúsi Guðmundssyni og Jóni Þorlákssyni. Í kosningunum 1927 missti flokkurinn meirihluta á þingi og Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með hlutleysi Alþýðuflokksins.

1929 sameinuðust svo Íhaldsmenn Frjálslyndum og mynduðu Sjálfstæðisflokkinn þar sem fyrsti formaður var Jón Þorláksson.

Aðalmálgagn Íhaldsflokksins var Morgunblaðið.

Formenn[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.