Geir Hilmar Haarde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Geir H. Haarde)
Jump to navigation Jump to search
Geir H. Haarde (GHH)
Geir Hilmar Haarde

Fæðingardagur: 8. apríl 1951 (1951-04-08) (67 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
1987-1991 í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
1991-2003 í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
2003-2009 í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl.
2009 í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
1988-1998 Formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins
1991-1998 Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
1989-1991 1. varaforseti neðri deildar
1991-1998 Þingflokksformaður
1995-1998 Formaður utanríkismálanefndar
1998-2005 Fjármálaráðherra
2005-2006 Utanríkisráðherra
2006-2009 Forsætisráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Geir Hilmar Haarde (fæddur 8. apríl 1951) hagfræðingur er fyrrverandi forsætisráðherra Íslands (2006-2009) og formaður Sjálfstæðisflokksins (2005-2009). Hann var forsætisráðherra Íslands á meðan bankahruninu stóð haustið 2008. Hann var ákærður til Landsdóms fyrstur íslenskra ráðherra. Geir var í ágúst 2014 skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og nokkrum ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku frá og með 1. janúar 2015.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Geir lauk stúdentsprófi frá MR 1971. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu á sumrin 1972-1977. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977. Árið 2007 veitti Minnesota-háskóli honum heiðursdoktorsnafnbót. Geir vann sem hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977-1983. Hann starfaði sem aðstoðarmaður Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra 1983-85 og Þorsteins Pálssonar 1985-87.

Geir sat á Alþingi fyrir Reykjavík á árunum 1987-2009 og var formaður þingflokks sjálfstæðismanna frá 1991-1998. Hann var forseti Norðurlandaráðs 1995. Geir var skipaður fjármálaráðherra árið 1998. Hann var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar og tók við embætti utanríkisráðherra og formennsku í Sjálfstæðisflokknum af Davíð Oddssyni er hann hvarf af vettvangi stjórnmála á árinu 2005. Geir var í ágúst 2014 skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og nokkrum ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku frá og með 1. janúar 2015.

Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar 6. október 2008, skömmu eftir bankahrunið á Íslandi, lauk Geir orðum sínum á hinni fleygu setningu Guð blessi Ísland. Þegar svokölluð Búsáhaldabylting stóð sem hæst í janúar 2009 tilkynnti hann í beinni útsendingu frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 23. janúar 2009 að hann hefði nýlega greinst með krabbamein í vélinda og þyrfti að fara utan til meðferðar. Hann tilkynnti jafnframt að hann myndi láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir næsta landsfund og segja skilið við stjórnmálin. Hann sagðist vilja efna til kosninga 9. maí 2009.[1] Geir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 26. janúar 2009. Þegar styrkjamálið kom upp í apríl 2009 tók Geir á sig sökina. [2] Hann gaf frá sér þannig tilkynningu: „Ég ber því sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Sama er að segja um hátt framlag frá Landsbanka Íslands frá sama tíma. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð.“ [3]

Í september 2010 ákvað Alþingi að vísa meintum afglöpum Geirs í starfi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008 fyrir Landsdóm sem sakamáli. Geir kallaði væntaleg réttarhöld pólitísk réttarhöld og 2011 var hleypt af stokkunum söfnun til stuðnings Geirs vegna þeirra.

Geir er ættaður frá Noregi í föðurætt. Eiginkona hans er Inga Jóna Þórðardóttir en fyrri kona hans var Patricia Angelina, f. Mistretta frá Frakklandi.

Geir er eini ráðherrann í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur gegnt öllum þremur helstu ráðherraembættum; forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Greinar eftir Geir H. Haarde


Fyrirrennari:
Halldór Ásgrímsson
Forsætisráðherra
(15. júní 20061. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Jóhanna Sigurðardóttir
Fyrirrennari:
Davíð Oddsson
Utanríkisráðherra
(27. september 200515. júní 2006)
Eftirmaður:
Valgerður Sverrisdóttir
Fyrirrennari:
Friðrik Sophusson
Fjármálaráðherra
(16. apríl 199827. október 2005)
Eftirmaður:
Árni M. Mathiesen
Fyrirrennari:
Davíð Oddsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins
(16. október 200529. mars 2009)
Eftirmaður:
Bjarni Benediktsson
Fyrirrennari:
Friðrik Sophusson
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(14. mars 199916. október 2005)
Eftirmaður:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Fyrirrennari:
Jón Magnússon
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
(19811985)
Eftirmaður:
Vilhjálmur Egilsson  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.