Fara í innihald

Sturla Böðvarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sturla Böðvarsson (StB)
Samgönguráðherra
Í embætti
1999–2007
2. varaforseti Alþingis
Í embætti
1991 – 1992 & 1995-1999
4. varaforseti Alþingis
Í embætti
1992–1995
Forseti Alþingis
Í embætti
2007–2009
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1991 2003  Vesturlandskjördæmi  Sjálfstæðisfl.
2003 2009  Norðvesturkjördæmi  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. nóvember 1945 (1945-11-23) (78 ára)
Ólafsvík
Vefsíðahttp://sturla.is

Sturla Böðvarsson (f. í Ólafsvík á Snæfellsnesi 23. nóvember 1945), er fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis. Sturla sat á Alþingi 1991-2009; fyrir Vesturlandskjördæmi 1991-2003 og Norðvesturkjördæmi 2003-2009. Sturla var forseti Alþingis 2007-2009 og samgönguráðherra 1999-2007.

Sturla er giftur Hallgerði Gunnarsdóttur lögfræðingi og eiga þau fimm börn saman. Sturla hefur setið í fjölda stjórna og nefnda á ferli sínum.

Foreldrar Sturlu voru Böðvar Bjarnason, byggingameistari í Ólafsvík og Elínborg Ágústsdóttir, húsmóðir. Sturla gekk í Skógaskóla og að grunnnámi loknu, 1961 nam hann húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist með sveinspróf 1966. Sturla lauk raungreinaprófi við Tækniskóla Íslands árið 1970 og loks B.Sc.-próf í byggingatæknifræði við sama skóla 1973.[1][2]

Sturla var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi árin 1974-1991 og aftur 2014-2018. Sturla hefur verið ritstjóri Snæfells, blaðs sjálfstæðismanna á Vesturlandi síðan 1983.

Sturla var sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007 fyrir störf í opinbera þágu.[3]


Fyrirrennari:
Halldór Blöndal
Samgönguráðherra
(28. maí 199924. maí 2007)
Eftirmaður:
Kristján L. Möller
Fyrirrennari:
Sólveig Pétursdóttir
Forseti Alþingis
(31. maí 20074. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Guðbjartur Hannesson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alþingi, Æviágrip - Sturla Böðvarsson
  2. „Heimasíða Sturlu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2007. Sótt 3. júlí 2019.
  3. Forseti.is, „Orðuhafaskrá“ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 3. júlí 2019)