Oddný G. Harðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Oddný G. Harðardóttir (OH)
Oddný G. Harðardóttir

Fæðingardagur: 9. apríl 1957 (1957-04-09) (62 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
6. þingmaður Suðurkjördæmis
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
2009-2013 í Suðurk. fyrir Samf.
2013- í Suðurk. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2010-2011 Formaður fjárlaganefndar
2009-2010 Formaður menntamálanefndar
2011-2012 Fjármálaráðherra
2016 Formaður Samfylkingarinnar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Oddný Guðbjörg Harðardóttir (f. 9. apríl 1957) er alþingismaður og fyrrum fjármálaráðherra. Oddný var formaður menntamálanefndar 2009 - 2010 og formaður fjárveitinganefndar Alþingis 2010 - 2011. Hún er þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.

Oddný starfaði sem stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og einn vetur við Menntaskólann á Akureyri. Hún varð aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1994 og gegndi stöðu skólameistara árið 2005. Hún var verkefnisstjóri á vegum menntamálaráðuneytisins 2001 - 2003 og bæjarstjóri í Garði 2006 - 2009 áður en hún bauð sig fram til þings fyrir kosningarnar 2009.

Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Þann 17. mars 2016 bárust fréttir þess efnis að Oddný hefði lýst yfir framboði sínu til formanns Samfylkingarinnar á móti sitjandi formanni, Árna Páli Árnasyni. Hún var kjörin formaður flokksins 3. júní sama ár. [1]

Í ljósi höfnunar kjósenda á Samfylkingunni í Alþingiskosningum 29.október 2016 þar sem fylgið var eingöngu 5,7% og þingmenn þrír talsins sagði Oddný af sér embætti formanns Samfylkingarinnar eftir fund við Forseta Íslands. Logi Einarsson, þá varaformaður flokksins, tók við formennskunni, og hefur gegnt henni síðan.


Fyrirrennari:
Steingrímur J. Sigfússon
Fjármálaráðherra
(31. desember 20111. október 2012)
Eftirmaður:
Katrín Júlíusdóttir  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Oddný nýr formaður: Finn fyrir ábyrgð Rúv. Skoðað 4. júní, 2016.