Jón Sigurðsson (f. 1946)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um ráðherra Framsóknarflokksins. Fyrir ráðherra Alþýðuflokksins má sjá Jón Sigurðsson (f. 1941). Fyrir aðra má sjá aðgreiningarsíðuna.
Andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni.

Jón Sigurðsson (fæddur í Kollafirði á Kjalarnesi, 23. ágúst 1946; látinn 10. september 2021) var formaður Framsóknarflokks og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands utan þings. Hann var kjörinn formaður flokksins í kjölfar afsagnar Halldórs Ásgrímssonar sumarið 2006, en sagði svo sjálfur af sér 23. maí 2007 í kjölfar slæmrar útkomu flokksins í Alþingiskosningunum 12. maí 2007 þar sem hann náði ekki kjöri.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Jón útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands og sem sagnfræðingur og íslenskufræðingur með BA frá Háskóla Íslands 1969. MA (1988) og PhD (1990) í menntunarfræði frá CPU-háskólanum (Columbia Pacific University) í Kaliforníu í Bandaríkjunum, og MBA í rekstrarhagfræði (1993) frá National University í San Diego í Kaliforníu.

Jón vann ýmis störf, m.a. kennt við menntaskóla og háskóla, var rektor Samvinnuskólans á Bifröst, sat í stjórnum fyrirtækja, fjölmörgum nefndum og skrifaði bækur. Hann sat sem bankastjóri í Seðlabanka Íslands 2003-2006.

Jón lést úr krabbameini árið 2021.[1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Róbert Jóhannsson (10. september 2021). „Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, látinn“. RÚV. Sótt 11. september 2021.


Fyrirrennari:
Valgerður Sverrisdóttir
Iðnaðarráðherra
(15. júní 200624. maí 2007)
Eftirmaður:
Össur Skarphéðinsson
Fyrirrennari:
Valgerður Sverrisdóttir
Viðskiptaráðherra
(15. júní 200624. maí 2007)
Eftirmaður:
Björgvin G. Sigurðsson
Fyrirrennari:
Halldór Ásgrímsson
Formaður Framsóknarflokksins
(19. ágúst 200623. maí 2007)
Eftirmaður:
Guðni Ágústsson