Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ÞórdG)

Fæðingardagur: 4. nóvember 1987 (1987-11-04) (35 ára)
Fæðingarstaður: Akranes, Ísland
2. þingmaður Norðvesturkjördæmis
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
2016-2017 í Norðv. fyrir Sjálfstfl.
2017-2021 í Norðv. fyrir Sjálfstfl.
2021- í Norðv. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
11. janúar 2017 - 28. nóvember 2021 Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
14. mars -
6. september 2019
Dómsmálaráðherra
28. nóvember - Utanríkis- og þróunarsamvinnráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (f. 4. nóvember 1987) er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, fyrrum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2016.[1] Áður en Þórdís var kjörin á Alþingi var hún aðstoðarmaður þáverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal.

Fædd á Akranesi 4. nóvember 1987. Foreldrar hennar eru Gylfi R. Guðmundsson (fæddur 16. mars 1956) þjónustustjóri og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (fædd 28. maí 1957) sjúkraliði. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2007, með BA-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Var í Erasmus-skiptinámi við Universität Salzburg vorönn 2011 og útskrifaðist með ML-próf í lögfræði frá HR árið 2012. Þórdís starfaði sem lögfræðingur í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 2011 til 2012, var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013 til 2014 og vann sem stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR 2013 til 2015 og á árunum 2014 til 2016 var hún aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Hún var kjörin inn á þing í alþingiskosningunum 2016, 2017 og 2021 fyrir Norðvesturkjördæmi. 11. janúar 2017 var hún skipuð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar og aftur í Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Frá 14. mars til 6. september 2019 sat hún einnig tímabundið sem dómsmálaráðherra eftir afsögn Sigríðar Andersen. Þórdís hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2018. Við myndun Annaðs ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur var hún skipuð utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  2. „Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir“. Alþingi . Sótt 15. nóvember 2021.


Fyrirrennari:
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
(11. janúar 201728. nóvember 2021)
Eftirmaður:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Fyrirrennari:
Ólöf Nordal
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(18. mars 2018 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti
Fyrirrennari:
Sigríður Andersen
Dómsmálaráðherra Íslands
(14. mars 20196. september 2019)
Eftirmaður:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Fyrirrennari:
Guðlaugur Þór Þórðarson
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
(28. nóvember 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.