Gunnar Bragi Sveinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS)
Gunnar Bragi Sveinsson

Fæðingardagur: 9. júní 1968 (1968-06-09) (50 ára)
Fæðingarstaður: Sauðárkrókur
6. þingmaður Suðvesturkjördæmi
Flokkur: Snið:Miðflokkur
Nefndir: Iðnaðarnefnd 2009-2011

Utanríkismálanefnd 2011-2013 Þingskapanefnd 2011-2013 Umhverfis- og samgöngunefnd 2017-

Þingsetutímabil
2009-2013 í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkurinn
2013-2016 í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkurinn
2016-2017 í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkur
2017- í Suðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkur
= stjórnarsinni
Embætti
2009-2013 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins
2013-2016 Utanríkisráðherra
2016-2017 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2017. Formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017.
2017- Þingflokksformaður Miðflokksins
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Gunnar Bragi Sveinsson (f. á Sauðárkróki 9. júní 1968) er þingmaður Miðflokksins. Hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hann er oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann var kjörinn á Alþingi í alþingiskosningum 2009 fyrir Framsóknarflokkinn og þingmaður fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi til 2017, og var oddviti kjördæmisins frá 2013-2016. Gunnar Bragi var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í alþingiskosningunum 2017, sem 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis, eftir að hann ákvað að yfirgefa Framsóknarflokkinn.

Gunnar Bragi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 1989 og stundaði nám í atvinnulífsfélagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999, markaðsráðgjafi hjá Íslensku Auglýsingastofunni 1999, sat í sveitarstjórn Skagafjarðar 2002-2010. Hann ritstýrði héraðsfréttablaðinu Einherja 1991-1992, var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999.

Gunnar Bragi var þingflokksformaður Framsóknarflokksins 2009-2013 og hefur gengdi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins frá 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Var hann þá skipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og gengdi því embætti til 11. janúar 2017. Gunnar Bragi hefur verið þingflokksformaður Miðflokksins frá 2017.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
(7. apríl 201611. janúar 2017)
Eftirmaður:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Fyrirrennari:
Össur Skarphéðinsson
Utanríkisráðherra
(23. maí 20137. apríl 2016)
Eftirmaður:
Lilja Dögg Alfreðsdóttir


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.