Kolbrún Halldórsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir (KolH) | |
| |
Fæðingardagur: | 31. júlí 1955 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
Flokkur: | Vinstrihreyfingin – grænt framboð |
Þingsetutímabil | |
1999-2003 | í Reykv. fyrir Vg. |
2003-2007 | í Reykv. n. fyrir Vg. |
2007-2009 | í Reykv. s. fyrir Vg. |
2009 | í Reykv. s fyrir Vg. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2009 | Umhverfisráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Kolbrún Halldórsdóttir (fædd 31. júlí 1955) er fyrrverandi umhverfisráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og var þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á árunum 1999-2009. Kolbrún náði ekki endurkjöri í kosningunum 2009. Varaþingmaður 18. október - 1. nóvember 2010.
Kolbrún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Melaskóla og Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf 1973. Því næst nam hún leiklist við Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist 1978. Hún vann hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1978-1979 og í Alþýðuleikhúsinu 1979-1983. Dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp 1980-1990. Hún kom að stofnun leikfélagsins Svart og sykurlaust og var leikstjóri og leikari hjá því leikfélagi 1983-1986. Lausráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og hjá sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópum 1980–1999, auk þess að hafa leikstýrt fjölda leiksýninga hjá skólaleikfélögum og áhugamannaleikfélögum um land allt. Framkvæmdarstjóri Bandalags íslenskra leikfélaga 1988-1993 og var samhliða því ritstjóri Leiklistarblaðsins. Fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1995-1998. Kolbrún var kosin forseti Bandalags íslenskra listamanna 2010 og er forseti European Council of Artists (ECA).
Kolbrún hefur verið stjórnandi stórra menningarviðburða, m.a. Þjóðleiks á Þingvöllum á Lýðveldishátíðinni 1994 og dagskrárstjóri á Kristnihátíð á Þingvöllum 2000.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirrennari: Þórunn Sveinbjarnardóttir |
|
Eftirmaður: Svandís Svavarsdóttir |