Píratar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Píratar
Merki Pírata
Fylgi Decrease2.svg 8,6%¹
Stofnár 2012
Höfuðstöðvar Tortúga, Síðumúli 23, Reykjavík
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Borgararéttindi, friðhelgi einkalífsins, gagnsæi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, beint lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur[1]
Einkennislitur fjólublár     
Sæti á Alþingi
Sæti í sveitarstjórnum
Listabókstafur P
Vefsíða www.piratar.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Píratar eru íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur boðið fram í Alþingiskosningum frá árinu 2013.[2] Píratar leggja áherslu á beint lýðræði, gagnsæi og baráttu gegn spillingu, friðhelgi einkalífs, gjaldfrjálsa grunnþjónustu og frjálsa miðlun þekkingar. Borgararéttindi eru Pírötum jafnframt hugleikin; eins og tjáningarfrelsið, óskert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, kosningarétturinn, rétturinn til að mótmæla og sjálfsákvörðunarréttur fólks. Píratar stefna að varðveislu og útvíkkun slíkra réttindi og þeir telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, réttur hvers og eins sé jafn sterkur.[3]

Stefnumál Pírata eru mótuð á sérstökum umræðu- og kosningavef flokksins, þar sem öllu félagsfólki býðst að móta og greiða atkvæði um stefnurnar. Á vefnum er jafnframt valið á framboðslista Pírata, bæði fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar.

Grunnstefna[4][breyta | breyta frumkóða]

Grunngildi og pólitísk sýn Pírata birtist í grunnstefnu flokksins. Öll stefnumál og áhersluatriði Pírata í stjórnmálum þurfa að vera í samræmi við grunnstefnuna.

 1. Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna
  1. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
  2. þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru.
  3. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun.
  4. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
 2. Borgararéttindi
  1. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
  2. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
  3. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
  4. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
 3. Friðhelgi einkalífsins
  1. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.
  2. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi.
  3. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur.
  4. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga.
  5. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð.
 4. Gagnsæi og ábyrgð
  1. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
  2. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.
  3. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.
  4. Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna.
  5. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
  6. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
 5. Upplýsinga og tjáningarfrelsi
  1. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.
  2. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.
 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur
  1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
  2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
  3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Píratar voru stofnaðir árið 2012. Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy tilkynntu upphaflega um fyrirhugað framboð og formlegur stofnfundur þess fór síðan fram laugardaginn 24. nóvember 2012.[5][6] Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar (hjánefni Pirate Party Iceland).[7][8] Listabókstafur Pírata er P. [9]

Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 undir listabókstafnum Þ[10] (sem var breytt í P 2016) og fékk 5,1% atkvæða og 3 þingmenn. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 fengu Píratar einn mann kjörinn í Reykjavík. [11].

Fylgi Pírata mældist í skoðanakönnun MMR í apríl 2015, 32% og með mesta fylgi allra flokka á landinu.[12] Í apríl 2016 höfðu Píratar mælst stærsti flokkurinn í ár og alltaf yfir 30 prósentum. Þeir náðu metfylgi, 43%, í könnun eftir umræðu um Panamaskjölin og stjórnakreppu sem því fylgdi en fengu 14.5% atkvæða í Alþingiskosningunum þá um haustið. [13].

Píratar buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og hlutu kjörna fulltrúa í Reykjavík og í Kópavogi. Í Reykjavík hlutu Píratar 7,7% atkvæða og tvo borgarfulltrúa,[14] í Kópavogi fengu Píratar 6,6% og einn bæjarfulltrúa.[15]

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði 15. september 2017[16] var boðað til kosninga. Píratar buðu fram og hlutu 9,2% fylgi og 6 þingmenn.[17] Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, gekk til liðs við Pírata í febrúar 2021[18] og urðu þingmenn flokksins þá 7.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/
 2. „Alþingiskosningar 2013“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið , 16. janúar 2021, sótt 16. júlí 2021
 3. „Borgararéttindi“. Píratar . 23. október 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júlí 2021. Sótt 16. júlí 2021.
 4. „Grunnstefna“. Píratar . Sótt 16. júlí 2021.
 5. „Píratar halda stofnfund“. mbl.is. Sótt 25. nóvember 2012.
 6. „Stofnfundur“. Píratapartýið. Sótt 25. nóvember 2012. [óvirkur tengill]
 7. „Lög“. Píratar]. Sótt 29. maí 2013.
 8. „Nafn Pírata“. Blogg á Dv.is, höfundur Smári McCarthy. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. janúar 2013. Sótt 20. janúar 2013.
 9. „Píratar fá listabókstafinn P; af píratar.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2016. Sótt 24. október 2016.
 10. „Píratar fá Þ“. mbl.is [á vefnum]. 20. febrúar 2013, [skoðað 20-02-2013].
 11. http://www.mbl.is/frettir/kosningar/svf_results/
 12. http://www.mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/469-piratar-maelast-medh-32-fylgi
 13. 69% vilja Bjarna burt, Píratar með metfylgi Rúv. Skoðað 7. apríl 2016.
 14. hulda (1. júní 2018). „Úrslit borgarstjórnarkosninga 2018“. Reykjavíkurborg . Sótt 16. júlí 2021.
 15. „Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið , 18. apríl 2021, sótt 16. júlí 2021
 16. Hilmarsdóttir, Sunna Kristín. „Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu - Vísir“. visir.is . Sótt 16. júlí 2021.
 17. „Alþingiskosningar 2017“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið , 8. júní 2021, sótt 16. júlí 2021
 18. „Andrés Ingi til liðs við Pírata“. Píratar . 10. febrúar 2021. Sótt 16. júlí 2021.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu