Píratar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Píratar
Merki Pírata
Fylgi Decrease2.svg 9,2%¹
Stofnár 2012
Höfuðstöðvar Tortúga, Fiskislóð 31, Reykjavík
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Borgararéttindi, friðhelgi einkalífsins, gagnsæi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, beint lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur[1]
Einkennislitur fjólublár     
Sæti á Alþingi
Sæti í sveitarstjórnum
Listabókstafur P
Vefsíða www.piratar.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Píratar er íslenskur frjálslyndur miðjuflokkur[2], stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2012. Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy tilkynntu upphaflega um fyrirhugað framboð og formlegur stofnfundur þess fór síðan fram laugardaginn 24. nóvember 2012.[3][4] Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar (hjánefni Pirate Party Iceland).[5][6] Listabókstafur Pírata er P. [7]

Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 undir listabókstafnum Þ[8] (sem var breytt í P 2016) og fékk 5,1% atkvæða og 3 þingmenn. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 fengu Píratar einn mann kjörinn í Reykjavík. [9].

Fylgi Pírata mældist í skoðanakönnun MMR í apríl 2015, 32% og með mesta fylgi allra flokka á landinu.[10] Í apríl 2016 höfðu Píratar mælst stærsti flokkurinn í ár og alltaf yfir 30 prósentum. Þeir náðu metfylgi, 43%, í könnun eftir umræðu um Panamaskjölin og stjórnakreppu sem því fylgdi en fengu 14.5% atkvæða í Alþingiskosningunum þá um haustið. [11].

Stefnumál Pírata eru mótuð á sérstökum umræðu- og kosningavef flokksins og þar er jafnframt valið á framboðslista hans.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/
 2. https://discourse.piratar.is/t/hinn-endalausi-vinstri-misskilningur-um-pirata/149/17[óvirkur hlekkur]
 3. „Píratar halda stofnfund“. mbl.is. Sótt 25. nóvember 2012.
 4. „Stofnfundur“. Píratapartýið. Sótt 25. nóvember 2012. [óvirkur hlekkur]
 5. „Lög“. Píratar]. Sótt 29. maí 2013.
 6. „Nafn Pírata“. Blogg á Dv.is, höfundur Smári McCarthy. Afrit af upprunalegu geymt þann 2013-01-20. Sótt 20. janúar 2013.
 7. „Píratar fá listabókstafinn P; af píratar.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2016-11-03. Sótt 24. október 2016.
 8. „Píratar fá Þ“. mbl.is [á vefnum]. 20. febrúar 2013, [skoðað 20-02-2013].
 9. http://www.mbl.is/frettir/kosningar/svf_results/
 10. http://www.mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/469-piratar-maelast-medh-32-fylgi
 11. 69% vilja Bjarna burt, Píratar með metfylgi Rúv. Skoðað 7. apríl 2016.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu