Ingibjörg Pálmadóttir
Ingibjörg Pálmadóttir (f. 18. febrúar 1949) er íslenskur hjúkrunarfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Ingibjörg sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Vesturlandskjördæmi 1991–2001.
Ingibjörg er fædd og uppalin á Hvolsvelli. Foreldrar hennar eru Pálmi Eyjólfsson sýslufulltrúi og Margrét Ísleifsdóttir tryggingafulltrúi. Bróðir Ingibjargar er Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri og fyrrverandi alþingismaður. Eiginmaður Ingibjargar er Haraldur Sturlaugsson fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækisins Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og eiga þau fjóra syni.
Nám og störf
[breyta | breyta frumkóða]Hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1970.
Ingibjörg starfaði sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Akraness 1970–1988, alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Vesturlandskjördæmi frá 1991–2001 og heilbrigðis- og tryggingaráðherra frá 1995–2001.[1] Eftir að Ingibjörg lét af þingmennsku starfaði hún um tíma sem umboðsmaður sjúklinga á Landspítalanum, hjá Velferðarsjóði barna og sem stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar.[2]
Ingibjörg var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akranesi 1982–1994 og aftur frá 2014–2018.
Annað
[breyta | breyta frumkóða]Ingibjörg sat í embætti heilbrigðisráðherra um 6 ára skeið, lengur en nokkur annar á Íslandi.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alþingi, Æviágrip – Ingibjörg Pálmadóttir (skoðað 1. maí 2019)
- ↑ Hvar eru þau nú? Lifðu núna, Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra og þingmaður (skoðað 1. maí 2019)
- ↑ Lengst í stóli heilbrigðisráðherra á Íslandi og Norður-Evrópu, Morgunblaðið (skoðað 1. maí 2019)