2021
Jump to navigation
Jump to search
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2021 (MMXXI í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á föstudegi.
Fyrirhugaðir atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- Alþingiskosningar verða haldnar.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Janúar[breyta | breyta frumkóða]
- 5. janúar – Aukakosningar fóru fram um tvö sæti á öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíufylki. Frambjóðendur Demókrataflokksins unnu bæði sætin og skiluðu flokknum þannig naumum þingmeirihluta á öldungadeildinni.
- 6. janúar – Stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust á þinghúsið í Washington til að koma í veg fyrir staðfestingu á sigri Joe Biden í forsetakosningunum 2020.
- 20. janúar – Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Kamala Harris tók við embætti varaforseta, fyrst kvenna.
- 13. janúar – Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar hendur á sig í Frakklandi, 23 árum eftir slys.
- 22. janúar – Sáttmálinn um bann við kjarnavopnum tók gildi.
Febrúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. febrúar – Herinn í Mjanmar framdi valdarán gegn ríkisstjórn Aung San Suu Kyi.
- 13. febrúar – Mario Draghi tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu sem leiðtogi þjóðstjórnar til að taka á kórónaveirufaraldrinum.
- 13. febrúar – Öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði fyrrum Bandaríkjaforsetann Donald Trump af kæru til embættismissis fyrir þátt hans í árásinni á Bandaríkjaþing í janúar.
Mars[breyta | breyta frumkóða]
- 19. mars - Eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 5. janúar – Jonas Neubauer, bandarískur Tetris-spilari (f. 1981).
- 11. janúar – Stacy Title, bandarísk leikkona, leikstjóri, og framleiðandi (f. 1964).
- 13. janúar – Sigfried Fischbacher, þýsk-bandarískur töframaður (f. 1939).
- 16. janúar – Phil Spector, bandarískur upptökustjóri og útgefandi (f. 1939).
- 18. janúar – Svavar Gestsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1944).
- 23. janúar – Hal Holbrook, bandarískur leikari (f. 1925).
- 24. janúar – Jóhannes Eðvaldsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1950).
- 3. febrúar - Birgir Lúðvíksson, fv. formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1937).
- 14. febrúar – Carlos Menem, fyrrum forseti Argentínu (f. 1930).
- 17. febrúar – Rush Limbaugh, bandarískur útvarpsmaður (f. 1951).
- 7. mars – Lars Göran Petrov, sænskur tónlistarmaður (f. 1972).
- 17. mars – John Magufuli, forseti Tansaníu (f. 1959).
- 21. mars – Nawal El Saadawi, egypsk kvenréttindakona (f. 1931).
- 7. apríl – Kai Nielsen, kanadískur heimspekingur (f. 1926).
- 9. apríl – Filippus prins, hertogi af Edinborg (f. 1921).