Fara í innihald

Hjörleifur Guttormsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjörleifur Guttormsson (f. 31. október 1935) á Hallormsstað er fyrrum alþingismaður og náttúrufræðingur. Foreldrar hans voru Guttormur Pálsson (1884 - 1964) skógarvörður þar og kona hans Guðrún Margrét Pálsdóttir (1904 - 1968) vefnaðar- og hannyrðakona.

Hjörleifur var Alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1978 til 1999. Hann starfaði sem Iðnaðarráðherra frá 1978 til 1979 og svo aftur 1980 til 1983. Hjörleifur er þekktur fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur ritað um málefnið og einnig ferðahandbækur, t.d. fyrir Ferðafélag Íslands.

Hann var einn af stofnendum Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs árið 1998.

Hjörl er hugtak sem er notað á Alþingi þegar þingmaður fer fram settan ræðutíma.[1] Hugtakið er stytting á nafni Hjörleifs sem átti til að fara ítrekað yfir leyfðan ræðutíma.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Klukkutíma frá lengstu þingdeilum sögunnar - RÚV.is“. RÚV. 29 maí 2019. Sótt 31. desember 2024.