1910
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1910 (MCMX í rómverskum tölum)
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar - Metrakerfið innleitt á Íslandi.
- 22. janúar - Jarðskjálfti einn sá öflugasti sem mælst hefur á Íslandi, 7,1 stig á Richter, en litlar skemmdir urðu. Miðjan var út af Öxarfirðinum
- 20. febrúar - Boutros Gali, fyrsti innfæddi forsætisráðherra Egyptalands, myrtur.
- 28. febrúar - Fjöldi báta skemmdust í ofsaveðri á suð-vesturhluta Íslands og talið víst að tíu manns á bát hefðu drukknað.
- 6. maí - Georg 5. tekur við krúnunni í Bretlandi eftir lát föður síns, Játvarðs 7.
- 11. júní - Gasstöð Reykjavíkur tekur til starfa.
- 22. júlí - Zeppelin-loftfarið flýgur í fyrsta skiptið.
- 22. ágúst - Japan innlimar Kóreu.
- 5. september - Heilsuhælið á Vífilsstöðum opnað undir stjórn Sigurðar Magnússonar yfirlæknis.
- 12. september - Íþróttasamband Reykjavíkur var stofnað.
- 5. október - Fyrsta lýðveldið stofnað í Portúgal. Emmanúel 2. konungur landsins flýr til Englands.
- Dagblaðið Vísir hefur göngu sína. Er það fyrsta eiginlega dagblaðið á Íslandi.
- Íþróttasamband Reykjavíkur stofnað.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 23. janúar - Django Reinhardt, belgískur sígauni sem spilaði jazztónlist (d. 1953).
- 4. febrúar - Petrína K. Jakobsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1991).
- 27. febrúar - Robert Buron, franskur stjórnmálamaður (d. 1973).
- 27. júní - Pierre Joubert, franskur bókaskreytingamaður (d. 2002).
- 21. júlí - Viggo Kampmann, danskur forsætisráðherra (d. 1976).
- 26. ágúst - Móðir Teresa, (d. 1997).
- 29. október - Alfred Jules Ayer, breskur heimspekingur (d. 1989).
- 29. desember - Ronald Coase, breskur hagfræðingur og nóbelsverðlaunahafi.
- 29. desember - Gunnar Thoroddsen, íslenskur lögfræðingur og forsætisráðherra (d. 1983).
- 30. desember - Paul Bowles, bandarískur rithöfundur (d. 1999).
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 28. janúar - Einar Baldvin Guðmundsson frá Hraunum, hreppstjóri, alþingismaður og dannebrogsmaður (f. 1841).
- 21. apríl - Mark Twain, bandarískur rithöfundur (f. 1835).
- 27. maí - Robert Koch, þýskur örverufræðingur (f. 1843).
- 26. ágúst - William James, bandarískur heimspekingur (f. 1842).
- 20. nóvember - Lev Tolstoj, rússneskur rithöfundur (f. 1828).