1991
Útlit
(Endurbeint frá Mars 1991)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1991 (MCMXCI í rómverskum tölum) var 91. ár 20. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Íslenska skipaflutningafélagið Samskip hóf starfsemi.
- 1. janúar - Sigríður Snævarr var fyrst íslenskra kvenna skipuð sendiherra landsins erlendis.
- 2. janúar - Danska sjónvarpsstöðin TV Øst hóf útsendingar.
- 2. janúar - 327 dönsk kaupfélög („Brugser“) sameinuðust og mynduðu verslunarkeðjuna SuperBrugsen.
- 3. janúar - Wayne Gretzky skoraði sitt sjöhundruðasta mark.
- 4. janúar - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi meðferð Ísraela á Palestínumönnum.
- 5. janúar - Fyrsta Suður-Ossetíustríðið hófst á því að georgískar hersveitir réðust inn í Tskinvali.
- 12. janúar - Persaflóastríðið: Bandaríska þingið staðfesti lög sem heimiluðu bandaríska hernum að ráðast gegn sveitum Íraka í Kúveit.
- 13. janúar - Sovéskar sveitir réðust á höfuðstöðvar litháíska sjónvarpsins í Vilnius og felldu fjórtán óbreytta borgara en yfir 160 særðust.
- 16. janúar - Persaflóastríðið hófst með loftárásum bandaríkjamanna á Írak.
- 17. janúar - Haraldur 5. varð konungur Noregs.
- 17. janúar - Írak skaut 8 Scud-flaugum á Ísrael. 15 slösuðust.
- 17. janúar - Eldgos hófst í Heklu. Það var fremur smávægilegt og er talið að varla hafi komið minni gjóska upp í nokkru eiginlegu Heklugosi á sögulegum tíma.
- 20. janúar - Skíðaskálinn í Hveradölum brann og var endurreistur ári síðar.
- 26. janúar - Borgarastyrjöldin í Sómalíu: Stjórn Siad Barre hrökklaðist frá völdum.
- 29. janúar - Ali Mahdi Muhammad tók við völdum í Sómalíu.
- 29. janúar - Nelson Mandela frá Afríska kongressflokknum og Mangosuthu Buthelezi frá Inkatha-hreyfingunni gerðu friðarsamkomulag til að binda enda á ofbeldi stuðningsmanna flokkanna.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - 1200 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Pakistan og Afganistan.
- 1. febrúar - Síðustu apartheid-lögin voru afnumin í Suður-Afríku.
- 3. febrúar - Fárviðri gekk yfir Ísland og varð mikið eignatjón. Sterkasta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi, 237 km/klst mældist í Vestmannaeyjum.
- 3. febrúar - Ítalski kommúnistaflokkurinn var lagður niður.
- 4. febrúar - Ísland varð fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Litháen.
- 5. febrúar - Dómstóll í Michigan bannaði lækninum Jack Kevorkian að aðstoða fólk við að fremja sjálfsmorð.
- 6. febrúar - Tölvuleikurinn Street Fighter II: The World Warrior kom út fyrir spilakassa.
- 7. febrúar – Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Haítí, Jean-Bertrand Aristide, tók við embætti.
- 7. febrúar - Írski lýðveldisherinn gerði sprengjuvörpuárás á Downing-stræti 10 í London þar sem ríkisstjórnarfundur stóð yfir.
- 9. febrúar - Litháar völdu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 11. febrúar - UNPO, samtök þjóða án fulltrúa, voru stofnuð í Haag í Hollandi.
- 20. febrúar - Þyrla landhelgisgæslunnar vann mikið björgunarafrek er allri áhöfn Steindórs GK, átta manns, var bjargað eftir að skipið strandaði undir Krýsuvíkurbjargi.
- 20. febrúar - Þing Slóveníu samþykkti að segja sig úr Júgóslavneska sambandsríkinu.
- 21. febrúar - Króatía lýsti því yfir að landið væri ekki lengur hluti af Júgóslavneska sambandsríkinu.
- 24. febrúar - Minnisvarði var afhjúpaður í Innri-Njarðvík um Sveinbjörn Egilsson, rektor og skáld, sem þar var fæddur.
- 25. febrúar - Persaflóastríðið: Írösk Scud-flaug hitti bandarískan herskála í Dhahran, Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 29 hermenn létust og 99 særðust.
- 26. febrúar - Persaflóastríðið: Saddam Hussein tilkynnti í útvarpi að íraksher myndi hörfa frá Kúveit. Herinn kveikti í olíulindum þegar hann hvarf frá landinu.
- 27. febrúar - Persaflóastríðið: Írakar féllust á vopnahlé og samþykktu að afvopnast. George H. W. Bush lýsti yfir sigri og gildistöku vopnahlés.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Ólafsfjarðargöngin formlega opnuð. Þau voru þá lengstu veggöng á Íslandi, um 3.400 metrar.
- 3. mars - Upptaka náðist af því þegar nokkrir lögreglumenn í Los Angeles börðu á Rodney King sem var kveikjan að mestu óeirðum í sögu borgarinnar.
- 3. mars - Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Lettlands og Eistlands kusu með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslum.
- 9. mars - Tugþúsundir mótmæltu stjórn Slobodan Milosevic í Belgrad.
- 10. mars - Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, felldi Þorstein Pálsson, sitjandi formann, í formannskjöri á landsfundi flokksins.
- 10. mars - Heimastjórnarsamtökin voru stofnuð á Íslandi.
- 10. mars - Persaflóastríðið: Brottflutningur bandarísks herliðs frá Persaflóa hófst.
- 13. mars - Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að olíufyrirtækið Exxon hefði samþykkt að greiða 1 milljarð dala fyrir hreinsun vegna olíulekans úr skipinu Exxon Valdez í Alaska.
- 14. mars - Sexmenningarnir frá Birmingham, sem höfðu setið í bresku fangelsi í sextán ár vegna sprengingar á krá, voru látnir lausir er dómstóll kvað upp þann úrskurð að lögreglan hefði hagrætt eða búið til sannanir gegn þeim á sínum tíma.
- 15. mars - Fjórir lögreglumenn í Los Angeles voru dæmdir fyrir að hafa barið Rodney King.
- 17. mars - 77% kusu með áframhaldandi sameiningu Sovétríkjanna í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sex sovétlýðveldi hunsuðu kosninguna.
- 20. mars - Stysta ræða í sögu Alþingis var flutt. Hún var svohljóðandi: „Virðulegi forseti! Álverið rísi!“ Ræðumaður var Ásgeir Hannes Eiríksson.
- 23. mars - Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne hófst þegar skæruliðasamtökin Revolutionary United Front reyndu að fremja valdarán.
- 26. mars - Hópur herforingja, undir stjórn Amadou Toumani Touré, gerði stjórnarbyltingu í Malí og handtók Moussa Traoré forseta.
- 26. mars - Suður-Ameríkuríkin Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ stofnuðu sameiginlegan markað ríkjanna, Mercosur.
- 27. mars - Fyrsta GSM-símtalið var flutt yfir finnska farsímanetið Radiolinja.
- 28. mars - Volkswagen Group hóf samstarf við tékkneska bílaframleiðandann Škoda automobilová.
- 31. mars - Varsjárbandalagið var leyst upp.
- 31. mars - Fyrstu fjölflokkakosningarnar voru haldnar í Albaníu.
- 31. mars - Yfir 99% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Georgíu samþykktu.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Bandaríska sjónvarpsstöðin Comedy Central hóf göngu sína í kapalkerfi.
- 2. apríl - Eldgos hófst í Pínatúbó á Filippseyjum.
- 2. apríl - Verð neysluvara tvö- og þrefaldaðist í Sovétríkjunum.
- 3. apríl - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 687 þar sem Írak var gert að afvopnast og eyða öllum efna- og lífefnavopnum sínum.
- 4. apríl - Síðasta bindi Alþingisbóka Íslands kom út. Bindin eru 17 alls og stóð útgáfan yfir frá 1912.
- 4. apríl - Fjórir ungir menn af víetnömskum uppruna tóku 40 manns í gíslingu í Sacramento í Bandaríkjunum.
- 4. apríl - Sænska stjórnin skipaði Lars Eckerdal biskup í Gautaborg þar sem hann var eini umsækjandinn sem samþykkti að vígja konur til prests.
- 8. apríl - Gítarleikari norsku svartmálmshljómsveitarinnar Mayhem, Øystein Aarseth, kom að söngvara hljómsveitarinnar Per Yngve Ohlin sem hafði framið sjálfsmorð. Aarseth tók ljósmynd af líkinu sem var notuð á umslag bootleg-plötunnar Dawn of the Black Hearts fjórum árum síðar.
- 9. apríl - Georgía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 10. apríl - 140 létust þegar farþegaferjan Moby Prince rakst á olíuflutningaskipið Agip Abruzzo í þoku við höfnina í Livorno á Ítalíu.
- 11. apríl - 5 létust og yfir 50.000 tonn af olíu runnu út í sjó þegar sprenging varð í olíuflutningaskipinu Haven við Genúa á Ítalíu.
- 14. apríl - Þjófar stálu 20 verkum úr Van Gogh-safninu í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
- 15. apríl - Evrópubandalagið aflétti viðskiptabanni sínu á Suður-Afríku.
- 17. apríl - Dow Jones-vísitalan náði 3000 stigum í fyrsta sinn.
- 20. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar. Fleiri listar voru í framboði en nokkru sinni, eða 11 listar alls.
- 22. apríl - 84 létust í jarðskjálfta í Kosta Ríka og Panama.
- 25. apríl - Bifreið var ekið upp á Hvannadalshnúk í fyrsta skipti.
- 26. apríl - Sorpa hóf starfsemi í Reykjavík.
- 26. apríl - Esko Aho varð yngsti forsætisráðherra Finnlands, 36 ára gamall.
- 29. apríl - Fellibylur gekk yfir Bangladess og um 138.000 manns fórust.
- 30. apríl - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við stjórnartaumunum. Davíð Oddsson varð forsætisráðherra.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Borgarastyrjöldin í Angóla: MPLA og UNITA samþykktu Bicesse-samkomulagið.
- 3. maí - Síðasti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dallas var sendur út.
- 4. maí - Sænska söngkonan Carola Häggkvist sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Svíþjóð með laginu „Fångad av en stormvind“. Framlag Íslands var lagið „Draumur um Nínu“ sem dúettinn Stefán & Eyfi fluttu.
- 12. maí - Fyrstu fjölflokkakosningarnar í Nepal fóru fram.
- 15. maí - Édith Cresson var skipuð forsætisráðherra Frakklands, fyrst kvenna.
- 18. maí - Sómalíland klauf sig frá Sómalíu.
- 18. maí - Helen Sharman varð fyrsti Bretinn í geimnum og fyrsta konan sem kom í geimstöðina Mír með sovéska geimfarinu Sojús TM-12.
- 19. maí - Kjósendur í Króatíu samþykktu klofning frá Júgóslavíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 21. maí - Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, beið bana í sjálfsmorðsárás.
- 21. maí - Borgarastyrjöldin í Eþíópíu: Mengistu Haile Mariam, einræðisherra í Eþíópíu, flúði til Simbabve með fjölskyldu sinni.
- 24. maí - Salómonsaðgerðin, leynileg aðgerð ísraelska flughersins til að flytja yfir 14.000 eþíópíska gyðinga frá Eþíópíu til Ísrael, hófst.
- 27. maí - Landsbankinn yfirtók rekstur Samvinnubankans.
- 28. maí - Borgarastyrjöldin í Eþíópíu: Skæruliðar EPRDF tóku höfuðborgina, Addis Abeba.
- 31. maí - Alþingi kom í fyrsta sinn saman í einni deild. Það hafði starfað í tveimur deildum í 116 ár.
- 31. maí - Ákvörðun Dwyer dómara í máli 13 umhverfissamtaka gegn vegalagningarverkefni í Norðvesturhluta Norður-Ameríku varð til þess að varðveita gamla skóga og breyta efnahagslífi svæðisins til frambúðar.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Íslenska heimildarmyndin Verstöðin Ísland var frumsýnd í Vestmannaeyjum.
- 1. júní - Borgarkringlan var opnuð við Kringluna í Reykjavík.
- 3. júní - Unzenfjall í Japan gaus með þeim afleiðingum að 43 fórust í gjóskuhlaupi.
- 4. júní - Fatos Nano sagði af sér sem forsætisráðherra Albaníu í kjölfar víðtækra verkfalla.
- 4. júní - Stærsta sólgos sem skráð hefur verið olli óvenjumiklum norðurljósum sem sáust allt suður til Pennsylvaníu.
- 5. júní - Dómur í Hafskipsmálinu féll í Hæstarétti.
- 5. júní - Geimskutlan Columbia flutti rannsóknarstöðina Spacelab á braut um jörðu.
- 11. júní - Volvo 850 var kynntur.
- 12. júní - Rússar kusu Boris Jeltsín forseta.
- 12. júní - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarhermenn drápu 152 Tamíla í þorpinu Kokkadichcholai.
- 13. júní - Áhorfandi á bandaríska opna meistaramótinu í golfi varð fyrir eldingu og lést.
- 15. júní - Annað stærsta eldgos 20. aldar varð í Pínatúbó á Filippseyjum.
- 17. júní - Víkingaskipið Gaia kom frá Noregi til Reykjavíkur og hafði verið á siglingu frá 17. maí.
- 17. júní - Suðurafríska þingið afnam þjóðskrárlögin frá 1950 þar sem krafist var skráningar kynþáttar.
- 17. júní - Fjórir stærstu stjórnmálaflokkar Norður-Írlands hófu viðræður um endurheimt heimastjórnar.
- 18. júní - Sænska símafyrirtækið Televerket breytti nafni sínu í Telia.
- 20. júní - Þýska þingið ákvað að flytja stjórnarsetur landsins til Berlínar frá Bonn.
- 21. júní - Perlan í Öskjuhlíð var vígð.
- 21. júní - Norska námufyrirtækið Sulitjelma gruber var lagt niður.
- 22. júní - Á Snæfellsjökli féllu hjón niður í alldjúpa sprungu en var bjargað.
- 23. júní - Fyrsti leikurinn með Sonic the Hedgehog kom út í Japan.
- 25. júní - Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu sem leiddi til Tíu daga stríðsins.
- 27. júní - Upphaf Borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu: Alþýðuher Júgóslavíu réðist á nýstofnaða heri Króatíu og Slóveníu.
- 28. júní - Sovéska efnahagsbandalagið COMECON var formlega leyst upp.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Harri Holkeri, hringdi fyrsta GSM-símtalið.
- 1. júlí - Svíþjóð sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu.
- 1. júlí - Varsjárbandalagið var formlega leyst upp á fundi í Prag.
- 1. júlí - Einkaleyfastofan var stofnuð á Íslandi.
- 1. júlí - Bandaríska kvikmyndin Tortímandinn 2: Dómsdagur var frumsýnd í Los Angeles.
- 2. júlí - Tíu daga stríðið: Bardagar brutust út milli Júgóslavneska alþýðuhersins og aðskilnaðarsinna í Slóveníu.
- 4. júlí - César Gaviria, forseti Kólumbíu, aflétti umsátursástandi sem staðið hafði í sjö ár.
- 7. júlí - Tíu daga stríðinu í Slóveníu lauk með Brioni-samkomulaginu.
- 9. júlí - Suður-Afríka fékk þátttökurétt á Ólympíuleikunum eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar.
- 16. júlí - Mikhaíl Gorbatsjev óskaði eftir efnahagsaðstoð frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims.
- 17. júlí - Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónssonar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn Tyrkjum.
- 18. júlí - Landamærastríði Máritaníu og Senegal lauk með undirritun samkomulags milli ríkjanna.
- 22. júlí - Bandaríski hnefaleikamaðurinn Mike Tyson var ákærður fyrir að hafa nauðgað fegurðardrottningunni Desiree Washington þremur dögum fyrr.
- 22. júlí - Raðmorðinginn Jeffrey Dahmer var handtekinn eftir að líkamsleifar 11 manna fundust í íbúð hans í Milwaukee.
- 29. júlí - Bandaríski bankinn Bank of Credit and Commerce International var dæmdur fyrir stærstu bankasvik sögunnar sem kostuðu reikningshafa 5 milljarða dala.
- 31. júlí - Börn náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd í Stjörnubíói.
- 31. júlí - Rússneskir OMON-sérsveitarmenn myrtu sjö litháíska tollverði í þorpinu Medininkai.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 4. ágúst - Skemmtiferðaskipið MTS Oceanos sökk undan strönd Suður-Afríku. Öllum um borð var bjargað.
- 6. ágúst - Tim Berners-Lee sagði frá Veraldarvefnum á fréttahópnum alt.hypertext. Fyrsta vefsíðan, „info.cern.ch“, var búin til.
- 8. ágúst - Stærsta bygging allra tíma, útvarpsmastrið í Varsjá, hrundi.
- 8. ágúst - Skipið Vlora með 12.000 albönskum flóttamönnum kom í land við Barí á Ítalíu.
- 10. ágúst - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 11. ágúst - Fyrsti þátturinn í teiknimyndaþáttaröðinni Skriðdýrin fór í loftið í Bandaríkjunum.
- 16. ágúst - Úrkomumet varð í Reykjavík er niður komu 18 millimetrar á einni klukkustund, en það samsvarar rúmlega fjórðungi af venjulegri mánaðarúrkomu.
- 19. ágúst - Ágústvaldaránið í Sovétríkjunum: Átta sovéskir embættismenn og herforingjar rændu Mikhaíl Gorbatsjev. Boris Jeltsín hélt fræga ræðu ofan af skriðdreka við þinghúsið í Moskvu.
- 20. ágúst - Eistland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 21. ágúst - Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 22. ágúst - Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja.
- 23. ágúst - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 24. ágúst - Úkraína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 25. ágúst - Hvíta-Rússland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 25. ágúst - Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Júgóslavneski alþýðuherinn réðist á króatíska þorpið Vukovar.
- 26. ágúst - Ísland tók fyrst allra ríkja upp formlegt stjórnmálasamband við Eistland, Lettland og Litháen.
- 27. ágúst - Moldóva lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 29. ágúst - Herforinginn Michel Aoun hélt í útlegð frá Líbanon.
- 29. ágúst - Boris Jeltsín leysti upp og bannaði Kommúnistaflokk Sovétríkjanna.
- 30. ágúst - Aserbaídsjan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 31. ágúst - Kirgistan og Úsbekistan lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 31. ágúst - Fjöldaslagsmál brutust út í Brumunddal í Noregi þegar leiðtogi hreyfingar gegn innflytjendum, Arne Myrdal, hélt þar ræðu.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 2. september - Nagornó-Karabak-lýðveldið lýsti yfir sjálfstæði.
- 2. september - Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
- 5. september - 83 konur og 7 karlmenn urðu fyrir kynferðislegu áreiti á 35. fundi flugsamtakanna Tailhook Association í Las Vegas.
- 5. september - Þing Sovétríkjanna samþykkti að breyta Sovétríkjunum í laustengdara ríkjasamband. Fulltrúaráð Sovétríkjanna leysti sig sjálft upp.
- 6. september - Sovétríkin samþykktu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
- 6. september - Rússneska borgin Leníngrad fékk aftur sitt gamla nafn, Sankti Pétursborg.
- 8. september - Lýðveldið Makedónía varð sjálfstætt ríki. Um leið hófst deila þeirra við Grikkland út af heiti landsins.
- 9. september - Tadsjikistan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 10. september - Hljómsveitin Nirvana sló í gegn með smáskífunni Smells Like Teen Spirit.
- 15. september - Sósíaldemókratar í Svíþjóð biðu sinn versta kosningaósigur í 60 ár í þingkosningum. Forsætisráðherrann, Ingvar Carlsson, sagði af sér.
- 16. september - Allar ákærur gegn Oliver North vegna þátttöku hans í Íran-Kontrahneykslinu voru felldar niður.
- 17. september - Norður-Kórea, Suður-Kórea, Eistland, Lettland, Litháen, Marshall-eyjar og Míkrónesía urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 19. september - Frosna múmían Ötzi fannst í Ölpunum.
- 20. september - Yfir 3000 manns sneru baki í Arne Myrdal þegar hann hugðist aftur halda ræðu í Brumunddal í Noregi.
- 21. september - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 24. september - Önnur hljómplata Nirvana, Nevermind, kom út.
- 28. september - Stofnað var landssamband björgunarsveita og hlaut nafnið Landsbjörg.
- 30. september - Bandaríski spjallþátturinn Charlie Rose hóf göngu sína á PBS.
- 30. september - Á Haítí framdi herinn valdarán og steypti Jean-Bertrand Aristide forseta af stóli.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Umsátrið um Dubrovnik hófst.
- 4. október - Carl Bildt varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 5. október - Blönduvirkjun var vígð.
- 5. október - Fyrsta útgáfa Linux-stýrikerfiskjarnans kom út.
- 7. október - Júgóslavneski flugherinn varpaði sprengju á skrifstofu forseta Króatíu, Franjo Tuđman, sem slapp naumlega.
- 8. október - Króatíska þingið skar á öll tengsl við Júgóslavíu.
- 11. október - Íslenska landsliðið í brids vann sigur á heimsmeistaramóti í Yokohama í Japan.
- 11. október - Utanríkisleyniþjónusta Rússneska Sambandsríkisins var stofnuð til að taka við af KGB.
- 12. október - Vélbáturinn Jóhannes Gunnar GK fórst við Reykjanes. Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason frá Grindavík bjargaði tveggja manna áhöfn úr gúmmíbjörgunarbáti. Báðir skipverjar voru kaldir og þrekaðir auk þess sem annar var með áverka á brjóstholi. Áhöfn Odds V. Gíslasonar var heiðruð fyrir björgunina.
- 12. október - Askar Akajev var skipaður forseti Kirgistan.
- 13. október - Bandalag lýðræðisaflanna í Búlgaríu sigraði í þingkosningum. Þar með var enginn kommúnistaflokkur lengur við völd í Austur-Evrópu.
- 16. október - Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Fjöldamorðin í Gospić hófust.
- 20. október - Harareyfirlýsingin setti fram skilyrði fyrir aðild að Breska samveldinu.
- 20. október - Oakland-eldstormurinn hófst. 25 fórust í eldinum.
- 21. október - Samkomulag náðist milli Evrópusambandsins og EFTA um að EFTA yrði hluti af evrópska efnahagssvæðinu frá og með 1. janúar 1993.
- 27. október - Túrkmenistan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 29. október - Bandaríska geimfarið Galileo komst í námunda við loftsteininn 951 Gaspra.
- 30. október - Madrídarráðstefnan um frið í Mið-Austurlöndum hófst í Madríd á Spáni.
- 31. október - Hrekkjavökubylurinn hófst í norðausturhluta Bandaríkjanna.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Kvikmyndin Hvíti víkingurinn eftir Hrafn Gunnlaugsson var frumsýnd.
- 1. nóvember - Bandaríska spennumyndin Ár byssunnar var frumsýnd.
- 4. nóvember - Afríska þjóðarráðið leiddi almennt verkfall og krafðist aðildar að stjórn Suður-Afríku.
- 5. nóvember - Lík fjölmiðlakóngsins Robert Maxwell fannst á floti við Kanaríeyjar.
- 7. nóvember - Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Magic Johnson tilkynnti að hann væri með HIV sem batt enda á feril hans.
- 7. nóvember - Síðasti olíueldurinn í Kúveit var slökktur.
- 8. nóvember - Víetnamskt bátafólk var neytt til að snúa aftur til Víetnam frá Hong Kong.
- 8. nóvember - Evrópusambandið hóf að beita Júgóslavíu viðskiptaþvingunum.
- 11. nóvember - Hljómsveitin Bless hélt sína síðustu tónleika.
- 12. nóvember - Íslenska stálfélagið hf var tekið til gjaldþrotaskipta.
- 13. nóvember - Bandaríska teiknimyndin Fríða og dýrið var frumsýnd.
- 14. nóvember - Norodom Sihanouk sneri aftur til Kambódíu eftir 13 ára útlegð.
- 16. nóvember - Fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu hófst í Kína.
- 18. nóvember - Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Alþýðuher Júgóslavíu hertók þorpið Vukovar eftir 87 daga umsátur og drap 270 króatíska stríðsfanga.
- 18. nóvember - MI-8-þyrla með fulltrúa stjórnar Aserbaísjan, blaðamenn og embættismenn frá Rússlandi og Kirgistan var skotin niður yfir Nagornó-Karabak af armenskum hermönnum að talið er.
- 22. nóvember - Línuskipið Eldhamar GK 13 strandaði á Hópsnesi við Grindavík. Fimm af sex manna áhöfn skipsins fórust.
- 23. nóvember - Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar Queen, lýsti því yfir að hann væri með alnæmi. Hann lést degi síðar.
- 28. nóvember - Suður-Ossetía lýsti yfir sjálfstæði.
- 29. nóvember - Kvikmyndahúsakeðja Árna Samúelssonar tók upp nafnið Sambíóin.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Hilmar Örn Hilmarsson hlaut Felix-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar.
- 1. desember - Íbúar Úkraínu kusu sjálfstæði frá Sovétríkjunum með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 4. desember - Pan Am-flugfélagið hætti störfum.
- 4. desember - Bandaríski brennuvargurinn John Leonard Orr var handtekinn í Los Angeles.
- 8. desember - Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu stofnuðu Samveldi sjálfstæðra ríkja.
- 8. desember - Rúmenar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 10. desember - Á fundi 12 aðildarlanda Evrópusambandsins í Maastricht var ákveðið að taka upp nánara stjórnmála- og efnahagssamband með sameiginlegri mynt.
- 12. desember - Róttækir fyrrum félagar í Ítalska kommúnistaflokknum stofnuðu Endurstofnun kommúnistaflokksins.
- 12. desember - Höfuðborg Nígeríu var flutt frá Lagos til Abuja.
- 15. desember - Yfir 450 fórust þegar egypska ferjan Salem Express fórst í Rauðahafi.
- 16. desember - Kasakstan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 21. desember - Evró-Atlantshafssamstarfsráðið kom saman í fyrsta sinn.
- 22. desember - Vopnaðir stjórnarandstöðuhópar hófu árásir á stjórnarbyggingar í Georgíu til að steypa Zviad Gamsakhurdia af stóli.
- 25. desember - Mikhaíl Gorbatsjev sagði af sér sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Afsögnin markaði endalok Sovétríkjanna.
- 26. desember - Sovétríkin voru formlega leyst upp.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Versalaháskóli var stofnaður í Frakklandi.
- Hellirinn Sơn Đoòng var uppgötvaður í Víetnam.
- Íslenska verkfræðistofan Efla var stofnuð.
- Þróun stýrikerfisins BeOS hófst.
- Íslenska fiskeldisfyrirtækið Stofnfiskur var stofnað.
- Norska hljómsveitin Emperor var stofnuð.
- Bókmenntaverðlaunin Davíðspenninn voru veitt í fyrsta sinn.
- Bandaríska hljómsveitin Rage Against the Machine var stofnuð.
- Bandaríska hljómplötuútgáfan Maverick Records var stofnuð.
- Bandaríska tónlistarútgáfufyrirtækið Kill Rock Stars var stofnað.
- Rannsóknarstofa í kynjafræðum, RIKK, var stofnuð við Háskóla Íslands.
- Bandaríska hljómsveitin Blind Melon var stofnuð.
- Breska hljómsveitin Portishead var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 7. janúar - Eden Hazard, belgískur knattspyrnumaður.
- 14. janúar - Jeanine Mason, kúbverskur dansari.
- 22. febrúar - Robin Stjernberg, sænskur söngvari.
- 4. apríl - Jamie Lynn Spears, bandarísk leik- og söngkona.
- 22. maí - Ásgeir Þór Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður.
- 23. maí - Lena Meyer-Landrut, þýsk söngkona.
- 28. júní - Jóhanna María Sigmundsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1. júlí - Atli Sigurjónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 23. júlí - Trausti Eiríksson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 2. ágúst - Hrafnhildur Lúthersdóttir, íslensk sundkona.
- 10. ágúst - Dagný Brynjarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 16. september - John and Edward (Jedward).
- 22. október - Levi Sherwood, nýsjálenskur mótorkrossmaður.
- 31. október - Marianne Hasperhoven, hollensk fyrirsæta.
- 15. nóvember - Helga Margrét Þorsteinsdóttir, íslensk frjálsíþróttakona.
- 11. desember - Anna Bergendahl, sænsk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 17. janúar - Ólafur 5., konungur Noregs (f. 1903).
- 30. janúar - John Bardeen, tvöfaldur nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (f. 1908).
- 1. febrúar - Jóhann Briem, íslenskur myndlistarmaður (f. 1907).
- 6. febrúar - Salvador Luria, ítalskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1912).
- 21. febrúar - Margot Fonteyn, bresk ballerína (f. 1919).
- 10. mars - Jóhanna Kristín Yngvadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1953).
- 12. mars - William Heinesen, færeyskur rithöfundur (f. 1900).
- 29. mars - Lee Atwater, bandarískur stjórnmálaráðgjafi (f. 1951).
- 3. apríl - Graham Greene, enskur rithöfundur (f. 1904).
- 16. apríl - David Lean, breskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1908).
- 16. apríl - Sergio Peresson, ítalskur fiðlusmiður (f. 1913).
- 27. apríl - Rob-Vel, franskur teiknimyndasagnahöfundur (f. 1909).
- 1. júlí - Alfred Eisenbeisser, rúmenskur knattspyrnu- og skautakappi (f. 1908)
- 24. júlí - Isaac Bashevis Singer, bandarískur rithöfundur (f. 1902).
- 1. september - Hannibal Valdimarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1903).
- 2. september - Petrína K. Jakobsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1910).
- 2. september - Alfonso García Robles, mexíkóskur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 28. september - Miles Davis, bandarískur tónlistarmaður (f. 1926).
- 23. október - Magnús Guðbrandsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1896).
- 24. október - Eugene Wesley Roddenberry, bandarískur handritshöfundur (f. 1921).
- 1. nóvember - Ásta Laufey Jóhannesdóttir, íslensk sundkona (f. 1906).
- 13. nóvember - Þorsteinn Ö. Stephensen, íslenskur leikari (f. 1904).
- 24. nóvember - Freddie Mercury, breskur söngvari og lagahöfundur (f. 1946).
- 27. nóvember - Vilém Flusser, tékkneskur heimspekingur (f. 1920).
- 1. desember - George J. Stigler, hagfræðingur (f. 1911).
- 5. desember - Richard Speck, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1941)
- Eðlisfræði - Pierre-Gilles de Gennes
- Efnafræði - Richard R. Ernst
- Læknisfræði - Erwin Neher, Bert Sakmann
- Bókmenntir - Nadine Gordimer
- Friðarverðlaun - Aung San Suu Kyi
- Hagfræði - Ronald Coase
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1991.