Túrkmenistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Türkmenistan
Fáni Túrkmenistans Skjaldarmerki Túrkmenistans
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Türkmenistan Bitaraplygyň watanydyr (túrkmenska)
Túrkmenistan er móðurland hlutleysis
Þjóðsöngur:
Garaşsyz Bitarap Türkmenistanyň Döwlet Gimni
Staðsetning Túrkmenistans
Höfuðborg Asgabat
Opinbert tungumál Túrkmenska
Stjórnarfar Flokksræði

Forseti Gurbanguly Berdimuhamedow
Sjálfstæði
 - frá Sovétríkjunum 27. október 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
52. sæti
491.210 km²
4,9
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
113. sæti
6.031.187
10,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 112,659 millj. dala (98. sæti)
 - Á mann 19.526 dalir (105. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.715 (111. sæti)
Gjaldmiðill Túrkmenskur manat
Tímabelti UTC+5
Þjóðarlén .tm
Landsnúmer 993

Túrkmenistan er land í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Íran, Kasakstan og Úsbekistan og strandlengju við Kaspíahaf. Túrkmenistan var áður Sovétlýðveldi og er aðili að Samveldi sjálfstæðra ríkja.

Á 8. öld fluttust Ogur-Tyrkir frá Mongólíu til Mið-Asíu og mynduðu þar öflugt ættbálkabandalag. Nafnið Túrkmenar var notað yfir þá sem tóku upp Íslam á 10. öld. Á 11. öld varð landið hluti af Seljúkveldinu en sagði sig úr því á 12. öld. Mongólar lögðu landið undir sig og á 16. öld var landið að nafninu til undir stjórn tveggja úsbekskra kanata; Kivakanatsins og Búkarakanatsins. Rússar hófu að leggja Mið-Asíu undir sig á 19. öld og stofnuðu bækistöðina Krasnovodsk (nú Türkmenbaşy) við strönd Kaspíahafs. Árið 1881 varð landið hluti af Rússneska keisaradæminu eftir ósigur Túrkmena í orrustunni um Geok Tepe. Túrkmenska sovétlýðveldið var stofnað árið 1924. Lífsháttum hirðingja var útrýmt og samyrkjubúskapur tók við. Yfir 110 þúsund létust í Asgabatjarðskjálftanum árið 1948. Árið 1991 lýsti landið yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og kommúnistaleiðtoginn Saparmurat Niyazov varð forseti. Hann kom á einræði sem byggðist á persónudýrkun forsetans. Eftir skyndilegt lát hans árið 2006 tók Gurbanguly Berdimuhamedow, varaforsætisráðherra landsins, við völdum og sigraði í sérstökum forsetakosningum árið 2007. Hann var endurkjörinn 2012 með 97% atkvæða.

Íbúar Túrkmenistans eru um fimm milljónir. Um 85% eru Túrkmenar og um 89% aðhyllast íslam. Túrkmenska er opinbert mál landsins en margir íbúar tala rússnesku að auki. Efnahagslíf Túrkmenistans hefur vaxið hratt síðustu ár. Auður landsins byggist fyrst og fremst á miklum jarðgaslindum sem eru taldar vera þær fjórðu mestu í heimi. Landið er auk þess 9. stærsti bómullarframleiðandi heims.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar[breyta | breyta frumkóða]

Balkan-héraðDasoguz-héraðAhal-héraðLebap-héraðMary-héraðKort yfir héruð Túrkmenistan
Um þessa mynd

Túrkmenistan skiptist í fimm héruð (welyatlar) og eitt höfuðborgarumdæmi. Héruðin skiptast síðan í umdæmi (etraplar) sem eru ýmist sýslur eða borgir. Samkvæmt stjórnarskrá Túrkmenistan frá 2008 geta borgir líka verið héruð.

Hérað ISO 3166-2 Höfuðstaður Flatarmál Íbúar (2005) Númer
Asgabatborg Asgabat 470 km² 871.500
Ahal-hérað TM-A Anau 97.160 km² 939.700 1
Balkan-hérað TM-B Balkanabat  139.270 km² 553.500 2
Daşoguz-hérað TM-D Daşoguz 73.430 km² 1.370.400 3
Lebap-hérað TM-L Türkmenabat 93.730 km² 1.334.500 4
Mary-hérað TM-M Mary 87.150 km² 1.480.400 5

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.