Fara í innihald

Verstöðin Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verstöðin Ísland er íslensk heimildarmynd eftir Erlend Sveinsson frá 1991. Hún var framleidd af fyrirtækinu Lifandi myndir fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna í tilefni af 50 ára afmæli félagsins 1989. Myndin er í fjórum hlutum og rekur sögu íslensks sjávarútvegs frá miðöldum til nútímans.

  • 1. hluti: „Frá árum til véla“ - 60 mín.
  • 2. hluti: „Bygging nýs Íslands“ - 58 mín.
  • 3. hluti: „Baráttan um fiskinn“ - 57 mín.
  • 4. hluti: „Ár í útgerð“ - 70 mín.

Fyrir gerð upphafshluta myndarinnar var reist eftirmynd af verstöð í Ósvör við Bolungarvík á Vestfjörðum árið 1990. Síðan þá hefur leikmyndinni verið haldið við og er þar vinsæll ferðamannastaður. Þessi hluti var síðan þróaður áfram í myndinni Íslands þúsund ár sem fjallar um einn róður á áraskipi frá verstöð.