Verstöðin Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Verstöðin Ísland er íslensk heimildarmynd eftir Erlend Sveinsson frá 1991. Hún var framleidd af fyrirtækinu Lifandi myndir fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna í tilefni af 50 ára afmæli félagsins 1989. Myndin er í fjórum hlutum og rekur sögu íslensks sjávarútvegs frá miðöldum til nútímans.

  • 1. hluti: „Frá árum til véla“ - 60 mín.
  • 2. hluti: „Bygging nýs Íslands“ - 58 mín.
  • 3. hluti: „Baráttan um fiskinn“ - 57 mín.
  • 4. hluti: „Ár í útgerð“ - 70 mín.

Fyrir gerð upphafshluta myndarinnar var reist eftirmynd af verstöð í Ósvör við Bolungarvík á Vestfjörðum árið 1990. Síðan þá hefur leikmyndinni verið haldið við og er þar vinsæll ferðamannastaður. Þessi hluti var síðan þróaður áfram í myndinni Íslands þúsund ár sem fjallar um einn róður á áraskipi frá verstöð.