Aserbaísjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aserbaídsjan)
Jump to navigation Jump to search
Lýðveldið Aserbaísjan
Azərbaycan Respublikası
Fáni Aserbaísjans Skjaldarmerki Aserbaísjans
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Azərbaycan marşı
Staðsetning Aserbaísjans
Höfuðborg Bakú
Opinbert tungumál aserska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Ilham Aliyev
Forsætisráðherra Ali Asadov
Stofnun
 - Lýðstjórnarlýðveldið Aserbaísjan 28. maí 1918 
 - Sovétlýðveldið Aserbaísjan 28. apríl 1920 
 - Sjálfstæði frá Sovétríkjunum 18. október 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
112. sæti
86.600 km²
1,6
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
91. sæti
10.027.874
115/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 189,050 millj. dala (72. sæti)
 - Á mann 18.793 dalir (75. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.754 (87. sæti)
Gjaldmiðill aserskt manat
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .az
Landsnúmer 994

Aserbaísjan (aserska: Azərbaycan) er landlukt land á Kákasusskaga í Kákasusfjöllum við vestanvert Kaspíahaf á mörkum Evrópu og Asíu. Það á landamæri að Rússlandi í norðri, Georgíu í norðvestri, Armeníu í vestri, Íran í suðri og örstutt landamæri við Tyrkland.

Lýðstjórnarlýðveldið Aserbaísjan lýsti yfir sjálfstæði árið 1918 og varð fyrsta lýðræðislega múslimaríki heims. Árið 1920 var ríkið innlimað í Sovétríkin sem Sovétlýðveldið Aserbaísjan. Nútímaríkið Aserbaísjan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 30. ágúst 1991, skömmu fyrir upplausn Sovétríkjanna. Í september 1991 klauf armenskur meirihluti íbúa Nagornó-Karabak sig frá Aserbaísjan og stofnaði Nagornó-Karabak-lýðveldið. Héraðið varð de facto sjálfstætt ríki í kjölfar Stríðsins um Nagornó-Karabak árið 1994. Nagornó-Karabak-lýðveldið nýtur þó takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar og flest ríki líta svo á að það sé hérað innan Aserbaísjan.

Aserbaísjan er lýðveldi með forsetaræði. Það er aðili að Evrópuráðinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Samstarfi í þágu friðar. Það er eitt af sex sjálfstæðum tyrkískum ríkjum og virkur þátttakandi í Tyrkíska ráðinu og TÜRKSOY. Aserbaísjan á í stjórnmálasambandi við 158 ríki og er aðili að 38 alþjóðasamtökum. Það er stofnaðili að GUAM-bandalaginu, Samveldi sjálfstæðra ríkja og Efnavopnastofnuninni. Aserbaísjan er líka aðili í Samtökum hlutlausra ríkja og er með áheyrnaraðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Þrátt fyrir að 89% íbúa séu sjíamúslimar eru engin opinber trúarbrögð skilgreind í stjórnarskránni. Öll helstu stjórnmálaöfl landsins eru veraldlega sinnuð. Aserbaísjan er þróað land þar sem læsi er útbreitt og atvinnuleysi lítið. Á vísitölu um þróun lífsgæða er Aserbaísjan á svipuðum stað og mörg Austur-Evrópulönd. Hins vegar hefur valdaflokkurinn, Nýi Aserbaísjanflokkurinn, verið sakaður um gerræði og mannréttindabrot.

Olíu er að finna í Aserbaísjan ásamt jarðgasi. Í Bakú er að finna margar háar byggingar eins og Eldturninn, Fánastöngina miklu í Bakú og sjónvarpsturninn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.