Grikkland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hellenska lýðveldið
Ελληνική Δημοκρατία
Ellinikí Ðimokratía
Fáni Grikklands Skjaldamerki Grikklands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Ελευθερία ή θάνατος
(gríska: frelsi eða dauði)
Þjóðsöngur:
Hýmnos prós tén Eleutherián
Staðsetning Grikklands
Höfuðborg Aþena
Opinbert tungumál gríska
Stjórnarfar Lýðveldi
Prokopis Pavlopoulos
Alexis Tsipras
Sjálfstæði
 - frá Tyrkjaveldi 25. mars 1821 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
97. sæti
131.957 km²
0,87
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
78. sæti
10.815.197
82/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2013
266 millj. dala (44. sæti)
23.631 dalir (42. sæti)
VÞL (2013) Red Arrow Down.svg 0.860 (29. sæti)
Gjaldmiðill evra (€)
Tímabelti UTC+2 (UTC+3 á sumrin)
Þjóðarlén .gr
Landsnúmer 30

Grikkland (gríska: Ελληνική Δημοκρατία, Ellinikí Dimokratía, Ελλάδα, Ellaða; eldra form: Ελλάς, Hellas) er land í Suðaustur-Evrópu á suðurenda Balkanskaga. Grikkland á landamæri að Búlgaríu, fyrrum Júgóslavíulýðveldinu Makedóníu og Albaníu í norðri og Tyrklandi í austri. Landið liggur að Jónahafi í vestri og Eyjahafi í austri. Landið skiptist í níu landfræðileg héruð: Makedóníu, Mið-Grikkland, Pelopsskaga, Þessalíu, Epírus, Eyjahafseyjar (þar á meðal Dodecanese og Hringeyjar), Þrakíu, Krít og Jónísku eyjarnar. Um 80% landsins er fjalllendi og hæsti tindur þess er Ólympsfjall sem nær 2.917 metra hæð. Grikkland á lengstu strandlengju allra landa við Miðjarðarhafið. Íbúar Grikklands eru um ellefu milljónir. Aþena er höfuðborg og stærsta borg landsins.

Saga Grikklands er löng og merkileg og landið er gjarnan álitið vera vagga vestrænnar siðmenningar. Landið rekur uppruna sinn til Mýkenumenningarinnar sem hófst á bronsöld um 1600 f.Kr. Í Grikklandi hinu forna liggja rætur lýðræðis, vestrænnar heimspeki, vestrænnar leiklistar, sagnaritunar, stjórnmálafræði og stærðfræði. Grísk menning hafði mikil áhrif um allan heim, meðal annars vegna landvinninga Alexanders mikla í Asíu og landvinninga Rómverja í Evrópu í fornöld. Nútímaríkið Grikkland var stofnað eftir ellefu ára sjálfstæðisstríð Grikklands gegn Tyrkjaveldi sem lauk með formlegri viðurkenningu sjálfstæðis árið 1832.

Grikkland er aðili að Evrópusambandinu, Evrópuráðinu, Atlantshafsbandalaginu og OECD. Landið er hátekjuland og stærsta hagkerfi Balkanskagans.

Grikkland er heimaland ólympíuleikanna. Fyrstu nútíma ólympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi árið 1896 og sumarólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu höfuðborg Grikklands árið 2004.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.