Magic Johnson
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Earvin Johnson jr. | |
Fæðingardagur | 14. ágúst 1959 | |
Fæðingarstaður | Lansing, Michigan, Bandaríkin | |
Hæð | 206 cm. | |
Þyngd | 100 kg. | |
Leikstaða | leikstjórnandi | |
Háskólaferill | ||
1977-1979 | Michigan State | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1979-1991, 1996 1999-2000 2000 |
Los Angeles Lakers Magic M7 Borås Magic Great Danes | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
1992 | Bandaríkin | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Magic Johnson (fæddur 14. ágúst 1959 sem Earvin Johnson II ) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður og framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers. Hann er álitinn einn besti leikstjórnandi allra tíma.
Johnson spilaði 13 ár með Los Angeles Lakers en lagði skóna á hilluna í nóvember 1991 eftir að hafa greinst með HIV veiruna. Hann tók þó þátt í stjörnuleik NBA árið 1992 sem og að spila með landsliði Bandaríkjanna, Draumaliðinu svokallaða, á Ameríkuleikunum og Ólympíuleikunum það sama ár. Hann hugðist leika aftur með Lakers tímabilið 1992-1993 en hætti við nokkrum dögum áður en tímabilið hófst vegna mótmæla leikmanna í NBA-deildinni. Hann þjálfaði Lakers stuttlega árið 1994 og sneri aftur sem leikmaður tímabilið 1995-1996, þá 36 ára og spilaði 32 leiki. Um aldamótin fór hann til Svíþjóðar og Danmerkur og spilaði aðeins þar. Frá 2017-2019 var hann framkvæmdastjóri körfuboltasviðs Lakers (enska: President of basketball operations) en sagði af sér vegna slaks gengis liðsins. Johnson sneri sér einnig að viðskiptum eftir ferilinn og á nokkur fyrirtæki.
Afrek
[breyta | breyta frumkóða]- 5× NBA meistaratitlar sem leikmaður (1980, 1982, 1985, 1987, 1988)
- 5× NBA meistaratitlar sem hlutaeigandi eða stjórnarmaður Lakers (2000, 2001, 2002, 2009, 2010)
- 3× besti leikmaður deildarkeppni NBA (1987, 1989, 1990)
- 3× besti leikmaður úrslitakeppni NBA (1980, 1982, 1987)
- 4× stoðsendingakóngur deildarinnar (1983, 1984, 1986, 1987)
- 12 sinnum valinn í stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum valinn besti leikmaður stjörnuleiksins
- McDonald's meistaramótið (1991)
- Best leikmaður McDonald's meistaramótsins (1991)
- Úrvalslið McDonald's meistaramótsins (1991)