Efla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

EFLA verkfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU. Hjá fyrirtækinu starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Lögð er rík áhersla á nýjungar og þróun. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls. EFLA ber virðingu fyrir samfélagi sínu og umhverfi og hefur í heiðri vistvæna áherslu í rekstri og ráðgjöf.

Saga EFLU

EFLA og forverar fyrirtækisins eiga sér um 45 ára farsæla sögu. Þann 10. október 2008 var sameining fjögurra verkfræði- og ráðgjafarstofa formlega tilkynnt undir formerkjum EFLU verkfræðistofu. Fyrirtækin sem sameinuðust voru Línuhönnun, RTS verkfræðistofa, Verkfræðistofan AFL og Verkfræðistofa Suðurlands. Síðar hafa bæst í hópinn undir merkjum EFLU; Verkfræðistofa Norðurlands, Verkfræðistofa Austurlands, Hús og Heilsa. Steinsholt auk þess sem EFLA tók núverið þátt í stofnun félagsins Aero Design Global um þjónustu við flugrekstur.

Starfsstöðvar

Meginstarfsemi EFLU er á Íslandi, með höfuðstöðvar í Reykjavík og öflugar starfsstöðvar á Hellu, Selfossi, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Reykjanesbæ.

Dótturfyrirtæki

Þá eru starfrækt dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Tyrklandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.