Sankti Pétursborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svipmyndir.
Síki í Sankti Pétursborg

Sankti Pétursborg (rússneska: Санкт-Петербург) er borg sem stendur á Kirjálaeiðinu við ósa árinnar Nevu þar sem hún rennur út í Kirjálabotn í Norðvestur-Rússlandi. Um 5,4 milljónir bjuggu í borginni árið 2018.

Pétur mikli setti borgina á stofn árið 1703 sem evrópska stórborg og var hún höfuðborg Rússlands fram að októberbyltingunni 1917. Borgin heitir þó ekki eftir Pétri mikla heldur Pétri postula.

Í fyrri heimstyrjöldinni árið 1914 var borgin nefnd Petrograd á rússnesku eða Pétursborg, þ. e. þýsku orðin „sankt“ og „burg“ voru fjarlægð úr nafninu. Fimm dögum eftir andlát Vladímírs Leníns, 26. janúar 1924 var borgin nefnd Leníngrad eftir honum. Í fyrstu forsetakosningunum í Rússlandi 19. júní 1991 völdu íbúar borgarinnar í atkvæðagreiðslu að nafni hennar yrði breytt til fyrra horfs - Sankti Pétursborg.

Miðbær borgarinnar er á heimsminjalista UNESCO. Þar á meðal er Vetrarhöllin. Nýbyggingin Lakhta-miðstöðin er hæsta bygging Evrópu (463 metrar). Yfir 200 söfn eru í borginni.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.