Mercosur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort yfir ríkin sem mynda Mercosur
Höfuðstöðvar Mercosur í Montevideo, Úrúgvæ.
Mercosur 2005
Dökkblár: Fullgild aðildarríki
Gráblá:Tengd ríki
Blátt:Ríki sem fylgjast með

Mercosur er efnahagsbandalag nokkurra ríkja í Suður-Ameríku. Í bandalaginu eru núna Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. Venesúela er einnig fullgildur aðili en aðild þess hefur verið óvirk frá 1. desember 2016. Bólivía mun á næstunni verða aðili að Mercosur. Tilgangur Mercosur er að stuðla að frjálsum viðskiptum og frjálsu flæði á vörum, vinnuafli og fjármagni milli ríkjanna. Samþykktum Mercosur hefur oft verið breytt. Eins og er þá er bandalagið tollabandalag og sameiginlegur markaður. Opinber tungumál Mercosur eru spænska, portúgalska og frumbyggjamálið gvaraní.

Saga Mercosur[breyta | breyta frumkóða]

Mercosur var stofnað árið 1991 með samningum í Asunción og síðan með öðrum samningum árið 1994 í Ouro Preto. Upphaf Mercosur má rekja til þess að forsetar Argentínu og Brasilíu skrifuðu árið 1988 undir viðskiptasamninga milli sinna ríkja.