Fara í innihald

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrafnhildur Lúthersdóttir (f. 2. ágúst 1991[1]) er íslensk landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur sett fjölda meta og á meðal annars átján Hafnarfjarðarmet[2], tíu Íslandsmet í 25 metra laug[3] og fimm Íslandsmet í 50 metra laug[4] Einnig hefur hún unnið til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum 2011 sem haldnir voru í Liechtenstein.[5] Hún var valin sundkona ársins 2010 af Sundsambandi Íslands og íþróttakona Hafnarfjarðar 2010 en það ár setti hún fjölda meta auk þess að hafna í tólfta sæti í bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Dubai.[6][7] Hrafnhildur vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London árið 2016: Tvö silfur og eitt brons.[8] Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 varð hún í 6. sæti í úrslitum í 100m bringusundi, næst á undan heimsmethafanum.

Námsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hrafnhildur er stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og stundar nú nám við Flórídaháskóla á fullum námsstyrk.[9]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hrafnhildur Lúthersdóttir yfirlitsskrá af vef Eurosport
  2. Hafnarfjarðarmet kvenna af vef Sundfélags Hafnarfjarðar. Sótt þann 1. júní 2011
  3. Íslandsmet í 25m laug af vef Sundsambands Íslands. Uppfært 19.01.2011
  4. Íslandsmet í 50m laug. af vef Sundsambands Íslands. Uppfært 13.04.2011
  5. Þrettán verðlaun til Íslands á fyrsta degi af vef Morgunblaðsins
  6. Hrafnhildur og Óðinn íþróttamenn 2010 af vef Hafnarfjarðarbæjar
  7. Hrafnhildur og Óðinn best í Hfj. af veg RÚV.
  8. Hrafnhildur tók silfur í 50 metra bringusundi
  9. Heimsmeistaramót og háskólanám í Bandaríkjunum af vef Gaflara, fréttasíðu fjölmiðladeildar Flensborgarskólans
  Þetta æviágrip sem tengist sundi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.