4. júní
Jump to navigation
Jump to search
4. júní er 155. dagur ársins (156. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 210 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1134 - Orrustan við Fótavík nálægt Lundi milli Níelsar Danakonungs og Eiríks eimuna.
- 1794 - Breskar hersveitir náðu Port-au-Prince á Haítí á sitt vald.
- 1832 - Tveir Íslendingar voru skipaðir fulltrúar á þing Eydana, en það voru íbúar eyja, sem heyrðu undir Danmörku. Fyrstu fulltrúar Íslands voru þeir Finnur Magnússon prófessor og Lorentz Angel Krieger stiftamtmaður.
- 1896 - Henry Ford prufukeyrði fyrsta bílinn sem hann hannaði (þetta var jafnframt fyrsti bíllinn sem hann keyrði).
- 1917 - Fyrsta afhending Pulitzerverðlaunanna.
- 1919 - Kvenréttindi: Bandaríkjaþing samþykkti að breyta Stjórnarskrá Bandaríkjanna svo konur nytu kosningaréttar. Þá sendi þingið það til fylkja Bandaríkjanna til staðfestingar.
- 1926 - Robert Earl Hughes sem setti met sem þyngsti maður í heiminum, fæddist
- 1928 - Kínverski stríðsherrann Zhang Zuolin var ráðinn af dögum af japönskum njósnurum.
- 1936 - Léon Blum varð forsætisráðherra Frakklands.
- 1938 - Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Frakklandi.
- 1944 - Hornsteinn var lagður að Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Skólinn var tekinn í notkun í október 1945.
- 1959 - Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stofnuð.
- 1967 - Reykjavíkurganga haldin til að minna á baráttuna gegn erlendri hersetu.
- 1970 - Tonga hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1977 - Hornsteinn var lagður að Hrafnistu í Hafnarfirði.
- 1989 - Aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að brjóta á bak aftur mótmæli á Torgi hins himneska friðar enduðu með blóðbaði.
- 1992 - Elsta málverk sem boðið hefur verið upp á Íslandi var selt á uppboði í Reykjavík. Það er talið vera eftir séra Hjalta Þorsteinsson (1665 - 1750) og sýnir biskupshjónin Þórð Þorláksson og Guðríði Gísladóttur.
- 1994 - Hljómsveitin HAM hélt fræga lokatónleika á Tunglinu undir yfirskriftinni HAM lengi lifi.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 470 f.Kr. - Sókrates, grískur heimsspekingur (d. 399 f.Kr.).
- 1394 - Filippa af Englandi, drotting Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs (d. 1430).
- 1738 - Georg 3., Bretlandskonungur (d. 1820).
- 1769 - Björn Stephensen, íslenskur dómsmálaritari (d. 1835).
- 1877 - Heinrich Wieland, þýskur lífefnafræðingur og verðlaunahafi efnafræðiverðlauna Nóbels (d. 1957).
- 1907 - Rosalind Russell, bandarísk leikkona (d. 1976).
- 1910 - Christopher Sydney Cockerell, breskur verkfræðingur og uppfinningamaður (d. 1999).
- 1929 - Karolos Papoulias, forseti Grikklands.
- 1941 - Freysteinn Sigurðsson, íslenskur jarðfræðingur (d. 2008).
- 1947 - Viktor Klima, kanslari Austurríkis.
- 1952 - Bronislaw Komorowski, forseti Pollands.
- 1954 - Þorsteinn Ingi Sigfússon, íslenskur eðlisfræðingur, prófessor og frumkvöðull.
- 1959 - Stefán Sturla Sigurjónsson, íslenskur leikari.
- 1971 - Noah Wyle, bandarískur leikari.
- 1975 - Angelina Jolie, bandarísk leikkona.
- 1983 - Emmanuel Eboue, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.
- 1985 - Lukas Podolski, knattspyrnuleikari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1134 - Magnús sterki, sonur Níelsar Danakonungs.
- 1206 - Adela af Champagne, drottning Frakklands (f. um 1140).
- 1587 - Árni Gíslason, íslenskur sýslumaður (f. um 1520).
- 1696 - Gísli Magnússon (Vísi-Gísli), sýslumaður í Rangárvallasýslu (f. 1621).
- 1798 - Casanova, ævintýramaður, kvennabósi og rithöfundur.
- 1922 - Hermann Alexander Diels, þýskur fornfræðingur (f. 1848).
- 1941 - Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari (f. 1859).
- 1942 - Reinhard Heydrich, nasisti (f. 1904).
- 2001 - Dipendra konungur Nepals (f. 1971).
- 2002 - Fernando Belaúnde Terry, Forseti Perú (f. 1912).
- 2010 - Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands (f. 1919).
- 2013 - Hermann Gunnarsson (f. 1946)