Sjálfstæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sjálfstæði lands, þjóðar eða ríkis er að ábúendur njóti algers fullveldis. Að öðrum kosti eru viðkomandi undir aðra settir og geta slík valdatengsl tekið á sig margs konar myndir eftir samhengi þess. Þannig er til að mynda rætt um forræði milli ríkja þegar voldug ríki hafa mikil áhrif á grannríki, svo mikil jafnvel að vegið er að sjálfstæði þeirra. Annað dæmi er nýlendur þær sem voru settar undir evrópsku verslunarveldin á tímabili útbreiðslu vestrænnar heimsvaldastefnu.

Eftir að Sovétríkin liðu undir lok urðu mörg ríki þeirra sjálfstæð. Á Balkanskaganum myndaðist fjöldi ríkja úr leifum Júgóslavíu, þeirra á meðal Kosóvó, yngsta ríki heimsins, sem lýsti yfir sjálfstæði 17. febrúar 2008.