Fara í innihald

Sjálfstæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjálfstæði lands, þjóðar eða ríkis er að ábúendur njóti algers fullveldis. Að öðrum kosti eru viðkomandi undir aðra settir og geta slík valdatengsl tekið á sig margs konar myndir eftir samhengi þess. Þannig er til að mynda rætt um forræði milli ríkja þegar voldug ríki hafa mikil áhrif á grannríki, svo mikil jafnvel að vegið er að sjálfstæði þeirra. Annað dæmi er nýlendur þær sem voru settar undir evrópsku verslunarveldin á tímabili útbreiðslu vestrænnar heimsvaldastefnu.

Eftir að Sovétríkin liðu undir lok urðu mörg ríki þeirra sjálfstæð. Á Balkanskaganum myndaðist fjöldi ríkja úr leifum Júgóslavíu, þeirra á meðal Kosóvó, sem lýsti yfir sjálfstæði 17. febrúar 2008.

Þegar eitt svæði tekur upp sjálfstæði frá öðru getur það gerst í raun réttri á tvo vegu, með lögskilnaðarleið og einhliða leið. Þannig öðluðust Bandaríki Norður-Ameríku ekki sjálfstæði með lögskilnaðarleið og þurftu að heyja sitt sjálfstæðisstríð. Sjálfstæði Noregs frá Svíþjóð fór ennfremur ekki fram með lögformlegum hætti ríkis sem skilið var frá og óttuðust sumir í Noregi að Svíar myndu senda herinn inn í landið en vitanlega fór ekki svo. Hins vegar var skilnaður Íslands frá Danmörku með fullkomlega lögformlegum hætti, en með sambandslögunum frá 1917 varð Ísland sjálfstætt og fullvalda ríki 1. desember 1918. Í Danmörku hefur verið hin síðari ár nær altækur samdómur um að Færeyjum og Grænlandi skuli veitt sjálfstæði sé meirihluti fyrir því á þeim stöðum. Kína á hinn bógin hefur haft aðra afstöðu til þessara mála þar sem þeir hafa neitað svæðum um sjálfstæði sem æskt hafa þess og unnið gegn sjálfstæðishreyfingum á þeim svæðum jafnvel með því að hvetja 'etníska' kínverja til að flytja inn á svæði sjálfstæðissinna.