Eistland
Lýðveldið Eistland | |
Eesti Vabariik | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Mu isamaa, mu õnn ja rõõm | |
![]() | |
Höfuðborg | Tallinn |
Opinbert tungumál | eistneska |
Stjórnarfar | Þingræði
|
Forseti | Alar Karis |
Forsætisráðherra | Kaja Kallas |
Sjálfstæði | frá Þýskalandi, Rússlandi og Sovétríkjunum |
- Yfirlýst | 24. febrúar 1918 |
- Viðurkennt | 2. febrúar 1920 |
- Hertekið af SSSR | 16. júní 1940 |
- Enduryfirlýst | 20. ágúst 1991 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
129. sæti 45.339 km² 5,16 |
Mannfjöldi - Samtals (2022) - Þéttleiki byggðar |
152. sæti 1.331.796 30,6/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2022 |
- Samtals | 59.557 millj. dala (114. sæti) |
- Á mann | 44.778 dalir (39. sæti) |
VÞL (2021) | ![]() |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC+2) (+3 á sumrin) |
Þjóðarlén | .ee |
Landsnúmer | +372 |
Eistland (eistneska: Eesti), formlegt heiti Lýðveldið Eistland (Eesti Vabariik), er land í Norður-Evrópu við Eystrasalt og Kirjálabotn. Það á landamæri að Rússlandi í austri og Lettlandi í suðri en norðan við Kirjálabotn er Finnland. Það er eitt Eystrasaltslandanna, en hin eru Lettland og Litháen
Í Eistlandi er þingræði. Landinu er skipt í fimmtán sýslur, þar sem höfuðborgin og stærsta borgin er Tallinn. Í Eistlandi búa 1,3 milljónir manna. Landið er eitt hið fámennasta innan Evrópusambandsins, NATO og Schengen-svæðisins. Opinbera tungumálið, eistneska, er finnsk-úgrískt tungumál sem er náskylt finnsku og samísku.
Landið er iðnríki með öflugt hagkerfi. Það er aðili að OECD. Það er ofarlega á lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða og efnahagslegt frelsi, lýðfrelsi, menntun og frelsi fjölmiðla mælist þar hátt (í þriðja sæti árið 2012).
Heiti[breyta | breyta frumkóða]
Nafnið Eistland (Eesti) hefur verið tengt við ættbálkaheitið Aesti sem kemur fyrir hjá Tacitusi á 1. öld, en sumir telja að það heiti hafi átt við alla íbúa Eystrasaltslanda eða alla austurströnd Eystrasalts.[1] Nafnið Eistland kemur fyrir í norrænum fornsögum og á rúnasteinum í Skandinavíu[2] þar sem það á greinilega við svipað landasvæði og nefnist Eistland í dag.[3] Orðið barst úr fornnorrænu í önnur mál og latneska útgáfan Estonia kemur fyrir á 13. öld.[4][5]
Nafnið var notað á ýmsum tímum yfir ýmis lönd á þeim slóðum þar sem Eistland er í dag. Danir stofnuðu hertogadæmið Eistland á norðurströnd Kirjálabotns og stofnuðu þar borgina Reval (Tallinn) á 13. öld. Þegar Sverðbræður lögðu þessi lönd undir sig voru þau nefnd Lífland, þótt opinbert heiti landsins væri Terra Mariana („Land Maríu“). Íbúar svæðisins notuðu hins vegar orðið maarahvas („sveitafólk“) um sig sjálfa fram á 18. öld, en undir lok aldarinnar tók menntafólk að notast við eestlane, þótt hitt væri enn miklu algengara. Á síðari hluta 19. aldar tóku þjóðernissinnaðir leiðtogar upp heitið Eesti rahvas („eistnesk þjóð“) undir áhrifum frá sjálfstæðishreyfingum í Finnlandi og Lettlandi.
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Eistland hefur verið byggt finnsk-úgrískum þjóðflokkum síðan á forsögulegum tíma. Kristni kom í landið með þýskum riddurum og Dönum sem höfðu lagt það undir sig 1227. Erlend ríki sem stjórnað hafa Eistlandi í gegnum söguna eru Danmörk, Svíþjóð, Pólland og Rússland/Sovétríkin.
Eftir hrun Rússneska keisaradæmisins vegna Októberbyltingarinnar lýsti Eistland yfir sjálfstæði sínu þann 24. febrúar 1918. Sovétríkin innlimuðu svo landið með valdi í júní 1940 og var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna til 20. ágúst 1991 er þau liðu undir lok og Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu á ný. Þjóðhátíðardagur Eistlendinga er 24. febrúar.
Rússneskur her var í landinu allt til 1994 en síðan þá hefur Eistland nýtt sér nýfengið frelsi til að mynda efnahagsleg og stjórnmálaleg tengsl við vestræn ríki. Eistland fékk inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið árið 2004.
Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]
Eistland er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki. Þingið kýs forseta landsins á 5 ára fresti. Ríkisstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins og hana mynda forsætisráðherra og 14 aðrir ráðherrar sem forsetinn setur í embætti eftir að þingið hefur samþykkt þá.
Löggjafarvald liggur hjá þinginu sem starfar í einni deild og er kallað Riigikogu. Þingmenn eru 101 og kjörtímabil þingsins er 4 ár. Hæstiréttur landsins er handhafi dómsvalds og eru dómarar 17. Þingið velur forseta hæstaréttar og í kjölfarið skipar forseti hann í embættið ævilangt.
Sýsluskipan[breyta | breyta frumkóða]

Eistlandi er skipt í fimmtán sýslur:
- Harju-sýsla
- Hiiu-sýsla
- Ida-Viru-sýsla
- Jõgeva-sýsla
- Järva-sýsla
- Lääne-sýsla
- Lääne-Viru-sýsla
- Põlva-sýsla
- Pärnu-sýsla
- Rapla-sýsla
- Saare-sýsla
- Tartu-sýsla
- Valga-sýsla
- Viljandi-sýsla
- Võru-sýsla
Efnahagslíf[breyta | breyta frumkóða]

Eistland á aðild að Evrópusambandinu og OECD. Landið er flokkað sem hátekjuland af Heimsbankanum. Kaupmáttarjöfnuð landsframleiðsla á mann var 46.385 dalir árið 2023 samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem setti landið í 40. sæti á heimsvísu.[6]
Eistland situr hátt á listum yfir lönd eftir lífsgæðum,[7] menntun,[8] fjölmiðlafrelsi, rafrænni stjórnsýslu[9][10] og hlutfalli tæknifyrirtækja.[11]
Vegna mikils hagvaxtar hefur Eistlandi stundum verið lýst sem „Eystrasaltstígri“, ásamt Litáen og Lettlandi. Eistland tók upp evruna 1. janúar 2011 og varð þar með 17. aðildarland evrusvæðisins.[12]
Samkvæmt Eurostat eru opinberar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu lægstar í Eistlandi af Evrópusambandslöndunum, eða 18,4% árið 2022.[13] Fjárlög í jafnvægi, hlutfallslega litlar opinberar skuldir, flatur tekjuskattur, frjáls viðskiptalöggjöf, samkeppnishæfur bankageiri, framsækin stafræn þjónusta og farsímaþjónusta, eru allt hlutir sem einkenna markaðshagkerfi Eistlands.
Eistland framleiðir um 75% af raforku sem landið neytir.[14] Árið 2011 voru 85% af henni framleidd úr bikflögusteinum innanlands.[15] Annars konar orkuauðlindir, eins og viður, mór og lífmassi, eru um 9% af frumorkuframleiðslu landsins. Endurnýjanleg vindorka sá fyrir um 6% af heildarorkuþörf árið 2009.[16] Eistland flytur inn olíu frá Vestur-Evrópu og Rússlandi. Eistland flutti áður 100% af jarðgasi inn frá Rússlandi, en hefur frá 2022 dregið verulega úr innflutningi þaðan og flytur meira inn frá Lettlandi og Litáen í staðinn.[17] Eistland hefur sett sér markmið um að 100% af orku komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2030. Hlutfallið var komið í 38% árið 2021.[18] Lykilgeirar efnahagslífsins eru olíuframleiðsla, fjarskipti, textílframleiðsla, efnaiðnaður, bankaþjónusta, þjónusta, matvælavinnsla og fiskvinnsla, timbur, skipasmíði, rafeindatækni og flutningar.[19] Íslausa höfnin í Muuga, nálægt Tallinn, hefur góða innviði fyrir umskipun, stórvirka kornlyftu, frystigeymslur og ný tæki fyrir olíuuppskipun.[20]

Vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst 2007 dróst verg landsframleiðsla Eistlands saman um 1,4% á 2. fjórðungi ársins 2008, yfir 3% á 3. fjórðungi 2008 og yfir 9% á fjórða fjórðungi. Eistneska ríkið skilaði aukafjárlögum með halla sem þingið samþykkti. Tekjur á fjárlögum minnkuðu um 6,1 milljarð evra og útgjöld um 3,2 milljarða.[21] Árið 2010 varð efnahagsástandið aftur stöðugt og vöxtur hófst byggður á sterkum útflutningsgreinum. Á fjórða fjórðungi 2010 jókst iðnframleiðsla í Eistlandi um 23% miðað við fyrra ár. Síðan þá hefur landið gengið í gegnum hagvaxtarskeið.[22]
Samkvæmt gögnum Eurostat var kaupmáttarjöfnuð verg landsframleiðsla á mann 67% af meðaltali Evrópusambandsins árið 2008.[23] Árið 2022 voru meðalmánaðarlaun í Eistlandi 1685 evrur.[24]
Töluverður munur er á VLF milli héraða í Eistlandi. Yfir helmingur landsframleiðslunnar verður til í Tallinn.[25] Árið 2008 var VLF á mann í Tallinn 172% af meðaltalinu í Eistlandi,[26] þannig að VLF á mann í Tallinn var þá 115% af meðaltali Evrópusambandsins..
Árið 2022 var atvinnuleysi 5,6% sem var rétt undir 5,9% meðaltali Evrópusambandsins.[27] Hagvöxtur árið 2022 var neikvæður um 1,3%[28] talsvert undir 3,5% meðaltali evrusvæðisins. Árið 2012 var Eistland eina evrulandið með jákvæðan greiðslujöfnuð og aðeins 6% þjóðarskuldir. Eistland er eitt af minnst skuldugu ríkjum Evrópu.[29]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Mägi, Marika (2018). In Austrvegr: The Role of the Eastern Baltic in Viking Age Communication across the Baltic Sea. Brill. bls. 144–145. ISBN 9789004363816.
- ↑ Harrison, D. & Svensson, K. (2007). Vikingaliv. Fälth & Hässler, Värnamo. ISBN 91-27-35725-2
- ↑ Tvauri, Andres (2012). Laneman, Margot (ritstjóri). The Migration Period, Pre-Viking Age, and Viking Age in Estonia. Tartu University Press. bls. 31. ISBN 9789949199365. ISSN 1736-3810. Sótt 21. janúar 2020.
- ↑ Rätsep, Huno (2007). „Kui kaua me oleme olnud eestlased?“ (PDF). Oma Keel (eistneska). 14: 11. Sótt 21. janúar 2020.
- ↑ Tamm, Marek; Kaljundi, Linda; Jensen, Carsten Selch (2016). Crusading and Chronicle Writing on the Medieval Baltic Frontier: A Companion to the Chronicle of Henry of Livonia. Routledge. bls. 94–96. ISBN 9781317156796.
- ↑ „Report for Selected Countries and Subjects“. IMF (enska). Sótt 16. apríl 2023.
- ↑ „Estonia (Ranked 21st)“. Legatum Prosperity Index 2020.
- ↑ „Pisa rankings: Why Estonian pupils shine in global tests“. BBC News. 2. desember 2019.
- ↑ „Estonia among top 3 in the UN e-Government Survey 2020“. e-Estonia. 24. júlí 2020.
- ↑ Harold, Theresa (30. október 2017). „How A Former Soviet State Became One Of The World's Most Advanced Digital Nations“. Alphr. Sótt 29. nóvember 2021.
- ↑ „Number of start-ups per capita by country“. 2020.stateofeuropeantech.com.
- ↑ Mardiste, David (1. janúar 2011). „Estonia joins crisis-hit euro club“. Reuters. Sótt 2. janúar 2011.
- ↑ „Government finance statistics“. Eurostat. 20. apríl 2023. Sótt 17.8.2023.
- ↑ "Electricity Balance, Yearly" Geymt 28 nóvember 2017 í Wayback Machine 8 June 2010 (Estonian)
- ↑ „"Põlevkivi kasutamise riikliku arengukava 2008–2015" 2011. a täitmise aruanne“ (PDF). Valitsus.ee. 6. september 2012. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 8. maí 2013. Sótt 16. mars 2013.
- ↑ "Energy Effectiveness, Yearly" Geymt 28 nóvember 2017 í Wayback Machine 22 September 2010 (Estonian)
- ↑ „Estonia Energy Information“. Enerdata. Sótt 17.8.2023.
- ↑ „Energy“. Statistikaamet. Sótt 17.8.2023.
- ↑ „DISCOVER BUSINESS AND INVESTMENT OPPORTUNITIES IN ESTONIA!“. Estonian Export Directory. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. janúar 2012. Sótt 2. júlí 2013.
- ↑ „Muuga Harbour“. Tallinna Sadam (bandarísk enska). Sótt 11. ágúst 2023.
- ↑ „Ministry of Finance“. fin.ee. 15. maí 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2013. Sótt 2. júní 2010.
- ↑ „Eesti Statistika – Enim nõutud statistika“. Stat.ee. 23. mars 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2017. Sótt 5. júní 2011.
- ↑ „GDP per capita in PPS“ (PDF). Eurostat. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 11. júlí 2009. Sótt 25. júní 2009.
- ↑ „Average monthly gross wages and salaries“. Statistics Estonia. Sótt 17.8.2023.
- ↑ Koovit, Kaja (1. júní 2011). „bbn.ee – Half of Estonian GDP is created in Tallinn“. Balticbusinessnews.com. Sótt 5. júní 2011.
- ↑ Half of the gross domestic product of Estonia is created in Tallinn. Statistics Estonia. Stat.ee. 29. september 2008. Sótt 23. desember 2011.
- ↑ „Unemployment“. Statistikaamet. Sótt 17.8.2023.
- ↑ „The Estonian economy contracted by 1.3% last year“. Statistics Estonia. 1.3.2023. Sótt 17.8.2023.
- ↑ „Estonia Uses the Euro, and the Economy is Booming“. CNBC. 5. júní 2012. Sótt 13. júní 2012.