17. júlí
Jump to navigation
Jump to search
17. júlí er 198. dagur ársins (199. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 167 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1203 - Krossfararriddarar úr Fjórðu krossferðinni réðust á Konstantínópel, lögðu borgina undir sig og rændu og rupluðu. Alexíus 3. Angelus Býsanskeisari flúði borgina og fór í útlegð.
- 1453 - Hundrað ára stríðinu lauk með sigri Frakka í orrustunni við Castillon.
- 1505 - Norska ríkisráðið dæmdi Kai von Ahlefeldt frá hirðstjórn á Íslandi.
- 1751 - Innréttingarnar, hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta.
- 1762 - Katrín 2. varð einvaldur í Rússlandi eftir að Pétur 3. var myrtur.
- 1918 - Nikulás 2. Rússakeisari, kona hans og börn ásamt þjónustufólki tekin af lífi í Ekaterínburg í Rússlandi.
- 1930 - Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar.
- 1932 - Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930.
- 1936 - Spænska borgarastyrjöldin hófst.
- 1945 - Potsdam-ráðstefnan hófst. Þar hitust Harry S Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Fundur þeirra stóð til 2. ágúst.
- 1946 - Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0.
- 1969 - Bing Crosby leikari og söngvari kom til Íslands og dvaldist í nokkra daga við laxveiðar.
- 1976 - Sumarólympíuleikar settir í Montréal.
- 1980 - Saddam Hussein var valinn forseti Íraks.
- 1989 - Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
- 1991 - Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónssonar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn Tyrkjum.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1899 - James Cagney, bandarískur leikari (d. 1986).
- 1917 - Phyllis Diller, bandarisk leikkona og grinisti (d. 2012).
- 1935 - Donald Sutherland, kanadískur leikari.
- 1939 - Ali Khamenei, iranskur leidtogi.
- 1947 - Camilla, hertogaynja af Cornwall.
- 1948 - Ögmundur Jónasson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1952 - David Hasselhoff, bandariskur leikari.
- 1954 - Angela Merkel, þýskur stjórnmálamaður og kanslari Þýskalands frá 2005.
- 1976 - Anders Svensson, saenskur knattspyrnuleikari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 924 - Játvarður eldri Englandskonungur.
- 1086 - Knútur helgi Danakonungur (f. um 1043).
- 1210 - Sörkvir yngri Karlsson, Svíakonungur (f. 1164).
- 1762 - Pétur 3. Rússakeisari (f. 1728).
- 1790 - Adam Smith, skoskur heimspekingur og hagfræðingur (f. 1723).
- 1918 - Nikulás 2. Rússakeisari (f. 1868), Alexandra Fjodorovna keisaraynja (f. 1872) og börn þeirra: Olga Nikolaevna (f. 1895), Tatjana Nikolaevna (f. 1897), Anastasía Nikolaevna (f. 1901) og Alexei Nikolajevits (f. 1904).
- 1944 - Guðmundur Finnbogason, íslenskur heimspekingur (f. 1873).
- 1959 – Billie Holiday, bandarísk söngkona (f. 1915).
- 1996 - Hringur Jóhannesson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1932).
- 2009 - Walter Cronkite, bandarískur fréttamaður (f. 1916).