29. október
Jump to navigation
Jump to search
29. október er 302. dagur ársins (303. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 63 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1449 - Hundrað ára stríðið: Enska setuliðið í Rúðuborg gafst upp fyrir her Karls 7. Frakkakonungs.
- 1665 - Portúgalir sigruðu Kongóveldið í orrustunni við Mbwila og drápu konunginn Anton 1. af Kongó.
- 1919 - Alþýðublaðið kom út í fyrsta sinn. Fyrsti ritstjóri þess var Ólafur Friðriksson.
- 1922 - Í húsinu Grund, sem stóð við Kaplaskjólsveg í Reykjavík, var hafinn rekstur elliheimilis. Átta árum síðar var nýtt hús tekið í notkun fyrir starfsemina og hlaut það nafnið Elliheimilið Grund.
- 1925 - Einnar krónu og tveggja krónu peningar voru settir í umferð í fyrsta sinn, en áður hafði verið slegin 10 aura og 25 aura mynt.
- 1929 - Svarti þriðjudagurinn þegar hlutabréf á Wall Street hrundu sem aftur olli kreppunni miklu.
- 1964 - Julius Nyerere tók við embætti sem fyrsti forseti Tansaníu.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1656 - Edmond Halley, enskur stjörnufræðingur (d. 1742).
- 1819 - Hugh Andrew Johnston Munro, enskur fornfræðingur (d. 1885).
- 1897 - Joseph Goebbels, þýskur stjórnmálamaður og áróðursmeistari Hitlers (d. 1945).
- 1898 - Sigurður Einarsson í Holti, íslenskur prestur, rithöfundur og skáld (d. 1967).
- 1910 - Hermann Lindemann, þýskur knattspyrnumaður og þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram (d. 2002).
- 1910 - Alfred Jules Ayer, breskur heimspekingur (d. 1989).
- 1938 - Ellen Johnson-Sirleaf, Líberíuforseti.
- 1945 - Guðmundur Gunnarsson, formaður rafiðnaðarsambandsins.
- 1947 - Þorsteinn Pálsson, stjórnmálamaður.
- 1947 - Evert Ingólfsson, íslenskur leikari.
- 1951 - Einar Már Sigurðarson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Einar Örn Benediktsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1970 - Edwin van der Sar, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Lene Alexandra, norsk fyrirsæta og söngkona.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1783 - Jean le Rond d'Alembert, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (f. 1713).
- 1897 - Henry George, bandarískur hagfræðingur (f. 1839).
- 1904 - Arnljótur Ólafsson, hagfræðingur og stjórnmálamaður (f. 1823).
- 1932 - Jón Stefánsson Filippseyjakappi, íslenskur hermaður og verslunarmaður (f. 1873).
- 1965 - Níels Dungal prófessor, 68 ára.
- 1999 - Greg, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1931).
- 2005 - Jón Jónsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1910).