Ísrael

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ísrael
מדינת ישראל
Medinat Yisra'el (hebreska)
دولة اسرائيل
Daulat Isra'il (arabíska)
Fáni Ísraels Skjaldarmerki Ísraels
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Hatikvah
(
Vonin)
Staðsetning Ísraels
Höfuðborg Jerúsalem[ath 1]
Opinbert tungumál hebreska
Stjórnarfar Þingræði

Forseti Reuven Rivlin
Forsætisráðherra Benjamin Netanyahu
Sjálfstæði frá umboðsstjórn Breta í Palestínu
 - Yfirlýst 14. maí 1948 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
150. sæti
20.770–22.072 km²
2,1
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
99. sæti
9.204.410
417/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 - Samtals 372,314 millj. dala (51. sæti)
 - Á mann 40.336 dalir (19. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.906 (22. sæti)
Gjaldmiðill nýsjekell (₪) (ILS)
Tímabelti UTC+2)
sumartími UTC+3
Þjóðarlén .il
Landsnúmer 972
  1. Mörg ríki viðurkenna ekki Jerúsalem sem höfuðborg og hafa komið sendiráðum sínum fyrir annarsstaðar.
Jerusalem Dome of the rock BW 14.JPG

Ísrael (hebreska: מדינת ישראל Medinat Yisra'el; arabíska: دولة اسرائيل Daulat Isra'il) er land í Miðausturlöndum fyrir botni Miðjarðarhafs, stofnað árið 1948. Landið er lýðveldi með þingbundinni stjórn og er yfirlýst gyðingaríki. Flestir íbúanna eru gyðingar en stór minnihlutahópur múslima, kristinna, Drúsa og Araba býr einnig í landinu. Zíonismi naut vaxandi fylgis eftir helförina í seinni heimsstyrjöld, sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis. Talsverð ólga hefur verið á svæðinu og í nágrannaríkjum allar götur síðan. Deilt er um stöðu hernumdu svæðanna sem eru Gólanhæðir, Vesturbakkinn og Gazaströndin. Heimastjórn Palestínumanna fer með völd á Vesturbakkanum en samtökin Hamas fara með stjórn á Gaza (sem Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri líta á sem hryðjuverkasamtök).

Nafnsifjar og ísraelski fáninn[breyta | breyta frumkóða]

Heitið „Ísrael“ á rætur sínar að rekja til hebresku biblíunnar, Tanakh (Gamla testamenntið í raun), þar sem Jakob er nefndur Ísrael af dularfullum andstæðingi sínum í glímukeppni (sbr. Jakobsglíman úr fyrstu Mósebók 32:22–32: „Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.“[1]). Ísrael þýðir „sá sem hefur glímt við Guð“. Þjóðin sem getin var af Jakob var síðan kölluð „börn Ísraels“ eða „Ísraelsmenn“. Fólkið er almennt kallað Gyðingar eftir son Jakobs sem hét Júda („Yehudah“ á hebresku en gyðingur er „Yehudim“ á hebresku).

Fáni Ísraels tengist hefðum Gyðinga. Hvíti bakgrunnurinn táknar hreinleika, bláu línurnar eftir jöðrum flaggsins uppi og niðri samsvara útliti bænasjala Gyðinga sem eru hvít með bláum röndum. Í miðju fánans er svo stjarna Davíðs.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.