Fara í innihald

Mayhem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mayhem
Upplýsingar
UppruniOsló
Ár1984–1993, 1994-
Stefnursvartmálmur
MeðlimirNecrobutcher, Hellhammer, Attila Csihar. Teloch, Ghul
Vefsíðahttp://www.thetruemayhem.com/

Mayhem er norsk svartmálmshljómsveit stofnuð árið 1984. Stofnendurnir voru gítarleikarinn Euronymous, bassaleikarinn Necrobutcher og trommarinn Manheim, allt listamannsnöfn sem þeir tóku upp eftir að þeir stofnuðu hljómsveitina. Sú tónlistarbylgja sem Mayhem þykir tilheyra er oft nefnd „seinni svartmálmssbylgjan“ og urðu meðlimirnir frumkvöðlar bylgjunnar.

Mayhem var stofnuð árið 1984 af þeim félögum Øystein Aarseth, Jørn Stubberud og Kjetil Manheim, þeir sóttu innblástur sinn í hljómsveitir sem tilheyrðu fyrri kynslóð svartmálmsins, hljómsveitir á borð við Venom og Hellhammer en einnig úr öðru stefnum og þar má nefna þrass- og dauðarokkshljómsveitir á borð við Slayer. Hljómsveitin kom fyrst opinberlega fram á tónleikum árið 1985. Þar söng Eirik Nordheim eða "Messiah" með þeim á sviði. Á þessum tónleikum sínum spiluðu þeir aðeins tökulög lög eftir bresku hljómsveitina Venom og svissnesku hljómsveitina Celtic Frost. Seinna þetta sama ár tóku þeir upp 2 prufuupptökur, plöturnar “Voice Of A Tortured Skull” og “Pure Fucking Armageddon”.

Ári eftir að Mayhem tóku upp demoplöturnar fóru þeir aftur í hljóðverið til að taka upp plötuna Deathcrush. Þá höfðu orðið smávægilegar mannabreytingar hjá bandinu og Messiah hafði yfirgefið þá og Maniac, sem heitir réttu nafni Sven-Erik Kristiansen, hafði komið í stað hans. Deathcrush var gefin út í 1000 eintökum á vínylplötum. Faust sem var trommuleikarinn í Emperor sagði eftirfarandi um þá plötu: “Mayhem var hljómsveitin sem allir í Noregi höfðu heyrt um en enginn heyrt í þeim. Ég varð heppinn því ég þekkti Maniac, sem átti nokkur eintök af plötunni. Ég man að hún var mjög grimm, sennilega grimmasta tónlist sem ég hafði heyrt þá”. Með útgáfunni á Deathcrush og með hjálp frá tónlistarblaðinu “Slayer Magasine” voru Mayhem á góðir leið með að verða stærsta bandið í undirmenningu svartmálmsins í Noregi.

Árið 1988 ákváðu Maniac og Manheim að yfirgefa bandið. Í stað Maniac kom maður að nafni Per Yngve Ohlin sem söngvari. Euronymous hafði verið að hlusta á demo plötur með hljómsveitinni Morbid þar sem Per Yngve Ohlin hafði verið í. Hann kom inn í Mayhem sem söngvari og tók upp nafnið Dead sökum rosalegs þunglyndis. Í stað Manheim kom maður að nafni Jan Axel Blomberg á trommurnar. Hann kallaði sig Hellhammer eftir svissneskri þungarokkshljómsveit. Þessi liðs skipan hefur oft verið kölluð hin goðsagnakennda skipan.

Það eina sem var tekið upp á þessum tíma voru tvö lög, “The Freezing Moon” og “Carnage”. Á þeim tíma var Dead búinn að skrifa texta fyrir plötu sem átti eftir að koma út og verða þá þekkt undir nafninu “De Mysteriis Dom Sathanas”. Hljómsveitin æfði nokkur ný lög fyrir tónleika númer tvö sem voru á næsta leiti. Voru þeir skipulagðir af Metalion, sem var gamall vinur hljómsveita meðlima. Þessir goðsagnakenndu, fyrstu alvöru svartmálmstónleikar voru haldnir í Sarpsborg. Fyrir þessa tónleika höfðu liðsmenn Mayhem keypt stjaka og fláða svínahausa sem þeir voru með á sviðinu. Dead var líka með dauðan hrafn í poka til að finna lyktina af dauðanum á milli laga, og loksins, þá lofaði hann því að hann myndi verða útataður í eigin blóði á þessum tónleikum. Þessir tónleikar voru sóttir af meðlimum alræmdustu blackmetal hljómsveitum dagsins í dag. Meðlimir Immortal og Darkthrone voru að fyrstir til að sjá Satan sjálfan rísa upp. Með þessum tónleikum voru staðlarnir settir fyrir bönd sem áttu eftir að koma seinna.

Nú leit allt út fyrir að vera að ganga upp hjá Mayhem en samt átti ýmislegt eftir að setja strik í reikninginn hjá þeim. Á meðan þeir voru á tónleikaferðalaginu í Þýskalandi var tekinn upp “live” diskur með þeim sem hlaut nafnið “Live In Leipzig”. Vísaði það til tónleika sem þeir höfðu spilað í Leipzig í Þýskalandi. Þessir tónleikar voru haldnir í yfirgefnu flugskýli. Eftir að þeir komu aftur heim ákváðu þeir að taka upp plötuna “De Mysteriis Dom Sathanas”. Þó svo að allt gengi vel átti hlutur sem myndi eyðileggja allar venjulegar hljómsveitir eftir að gerast. 8. apríl árið 1991 hafði Dead verið að tala um sjálfsmorð við vini sína og ákvað að ferðast aftur heim til sín. Þegar hann kom heim skar hann á æðarnar á úlnliðnum og skaut sig í hausinn með haglabyssu. Euronymous, sem bjó með Dead, kom heim að læstum dyrum ákvað að klifra inn um gluggann. Þegar hann kom inn sá hann Dead liggjandi dauðann í blóði sínu og heilann dottinn úr mölbrotinni hauskúpunni. Í stað þess að hringja í lögregluna hljóp Euronymous í næstu búð og keypti einnota myndavél. Þegar hann kom aftur tók hann myndir af líkinu sem seinna meir prýddu diskinn “Dawn Of The Black Hearts”. Síðan tók hann upp nokkur brot úr hauskúpunni og hluta af heilanum úr Dead. Hann eldaði kássu og notaði í hana heilann og át þetta til heiðurs Dead. Úr hauskúpubrotunum bjó hann til hálsmen fyrir sig og Hellhammer.

Eftir að Dead framdi sjálfsmorð ákvað Necrobutcher að yfirgefa bandið út af óþekktum ástæðum. Þá þurftu þeir sem eftir voru að finna enn einn meðliminn. Fengu þeir Stian Johannsen, sem kallaði sig Occultus, til að koma í bandið. Hann spilaði á bassa og söng, en bara í stuttan tíma. Eftir að hann yfirgaf Mayhem eyðilögðu Euronymous og Varg Vikernes húsið hans Stian.

Á þessum tíma var Euronymous byrjaður með útgáfu fyrirtæki sem hann kallaði “Deathlike Silence Producttions” og búinn að gefa út fyrstu LP plötuna með Merciless og endurútgefa Deathcrush. Hann var einnig búinn að gefa út plötu með Burzum, sem var eins manns hljómsveit og var Varg Vikernes maðurinn á bak við það. Sumarið áður höfðu Darkthrone, sem áður höfðu spilað dauðarokk, gefið út fyrstu svartmálmsplötuna sína sem bar nafnið “A Blaze In The Northern Sky” og var hún tileinkuð Euronymous. Um þetta leyti var rólegra að gera hjá Mayhem og Hellhammer var kominn í annað band sem hét Arcturus. Hann var þó enn að spila með Mayhem. Euronymous opnaði líka búð sem hann kallaði “Helvete” eða Helvíti. Þessa búð sóttu allir meðlimir stærstu svartmálmshljómsveitanna, meðal annars Enslaved, Emperor, Darkthrone og Immortal. Varg fékk líka að vera í kjallaranum þegar hann heimsótti Osló. Euronymous var orðinn að nokkurs konar foringja norsku svartmálmssenunnar og sagði til um hvað ætti að gera og hvað ekki.

Árið 1992 hafði margt gerst í undirmenningu norska drungarokksins. Norska þungarokkið var loksins tilbúinn og það varð bylting og hinn sataníski undirheimur Noregs reis upp. Það var verið að byrja að taka upp “De Mysteriis Dom Sathanas” og í æsingnum voru nokkrar kirkjur brenndar. Liðsskipanin var þessi: Euronymous – gítar, Hellhammer – trommur, Blackthorn (Snorre Ruch) – gítar, Varg Vikernis – bassi og Atilla Csihar – söngur. Margir telja þessa liðskipan hina klassísku liðsskipan Mayhem og er “De Mysteriis Dom Sathanas” talin vera meistarastykki af flestum sem hlusta á svartmálm.

Með upptöku á “De Mysteriis Dom Sathanas” og nýjum gítarleikara, fékk Euronymous nóg að gera í plötubúðinni og útgáfu fyrirtækinu. Þó svo að allt liti út fyrir að vera fullkomið var margt að. Samband Euronymous og Varg hafði þróast frá vinasambandi í fullkomið haturs samband. 10. ágúst árið 1993 fóru þeir Blackthorn og Varg heim til Euronymous. Blackthorn bankaði upp á og Euronymous bauð honum inn. Um leið og hann snéri sér við stökk Varg inn og stakk Euronymous um það bil 20 sinnum með hníf. Varg fékk hámarks refsingu fyrir morðið og á ekki von á náðun fyrr en í fyrsta lagi árið 2016. Fjölskylda Euronymous fór fram á það að allar bassalínur yrðu teknar út og spilaðar upp á nýtt af öðrum bassaleikara. Leiðsmenn Mayhem sögðust ætla að gera það en seinna meir sagði Hellhammer að þeir hefðu ekki gert það vegna þess að þeir voru orðnir þreyttir á því að fresta útgáfu plötunnar.

Núna var Hellhammer sá eini sem var eftir af upprunalega bandinu en hann langaði að halda áfram með bandið. Hann hafði samband við nokkra fyrrverandi meðlimi. Hann fékk þá Necrobutcher, Maniac og nýjan gítarleikara sem heitir Rune Erickson en kallar sig Blasphemer. Þeir byrjuðu að semja nýja tónlist fyrir nýja plötu sem fékk nafnið “Wolf’s Lair Abyss”. Sú plata kom út á hrekkjavöku árið 1997 og var henni fylgt eftir með litlu tónleikaferðalagi sem endaði á tónlistarhátíð sem heitir “Milwaukee Metalfest”.

Eftir að diskurinn var gefinn út kom maður að nafni Alexander Nordgaren í bandið sem gítarleikari. Hann spilaði með Mayhem á “Mayhem Invades England” tónleika ferðalaginu en hætti síðan árið 1998 þegar hann flutti til Englands.

Seinna meir var mikið um útgáfur. Árið 1998 kom út “Ancient Skin/Necrolust” smáskífan, tónleikaplatan “Mediolanum Capta Est” kom árið 1999 og sama ár gáfu þeir út plötu með Zyklon-B. Árið 2000 kom síðan “Grand Declaration Of War” út. Árið 2001 kom “European Legions:Live In Marseille” út á DVD og VHS og í mjög takmörkuðu upplagi á geisladiskum. 2002 kom diskur með Mayhem og Meads Of Aspohodel út á vínyl og seinna sama ár á geisladisk. Sama ár kom “The Studio Experience” sem er box sem inniheldur eftirfarandi vínylplötur: Deathcrush 12", De Mysteriis Dom Sathanas 12", Wolfs Lair Abyss 12", Grand Declaration Of War 12" og Freezing Moon/Carnage 7". Seinasta platan var tekin upp árið 1990 og söng Dead inn á hana. Árið 2004 kom síðan platan “Chimera” út. Í nóvember ákvað hljómsveitin síðan sameiginlega að Maniac skyldi hætta. Þá var hann búinn að vera söngvari í Mayhem í 10 ár samfleytt. Í stað hans kom aftur Atilla Csihar sem söng inn á “De Mysteriis Dom Sathanas”.

  • Atilla Csihar: Söngur
  • Necrobutcher (Jørn Stubberud): Bassi
  • Hellhammer (Jan Axel Blomberg): Trommur
  • Blasphemer (Rune Erickson): Gítar

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Maniac (Sven-Erik Kristiansen): Söngur 1986-1988, 1995-2004.
  • Euronymous (Øystein Aarseth): Gítar 1983-1993
  • Dead (Per Yngve Ohlin): Söngur 1988-1991
  • Grishnack (Varg Vikernes): Bassi á plötunni "De Mysteriis Dom Sathanas"
  • Manheim (Kjetil Manheim): Trommur 1984-1988
  • Messiah (Eirik Nordheim): Session söngur 1986-1987
  • Blackthorn (Snorre Ruch): Gítar í stuttan tíma 1993
  • Occultus (Stian Johannsen): Bassi/Söngur í stuttan tíma 1991
  • Nordgarden (Alexander Nordgaren): Live Rhythm Gítar 1997-1998, æfingagítarleikari 1998
  • Torben (Torben Grue): Trommur 1987
  • Kittil (Kittil Kittilsen): Söngur 1987

Opinberar útgáfur

  • Pure Fucking Armageddon
  • Deathcrush
  • Live in Leipzig
  • De Mysteriis Dom Sathanas
  • Out from the Dark
  • Freezing Moon
  • Wolfs Lair Abyss
  • Ancient Skin/Necrolust
  • Split w/Zyklon-B
  • Mediolanum Capta Est
  • Grand Declaration of War
  • European Legions
  • Live in Marseille
  • U.S. Legions
  • Split w/Meads of Asphodel
  • The Studio Experience
  • Chimera
  • Ordo Ad Chao
  • Esoteric Warfare
  • Daemon

Bootlegar

  • Born Into Evil
  • PFA 6" Russian FlexiDiscs
  • The True Black
  • Sometimes They Come Back
  • From The Darkest Past
  • In Memorium (7inch)
  • In Memorium (CD)
  • Book Made Of Human Flesh
  • Tribute To The Black...
  • Dawn Of The Blackhearts
  • Ha Elm Zalag
  • The Return
  • I Love Transylvania
  • Deathcrush/In Memorium
  • War & Sodomy
  • True Legends In Black
  • Live The Life Of The Beast
  • Up From The Tombs...
  • Mayhem/Emperor Split
  • Live In Jessheim

Safniplötur

  • Proj. Of A Stained Mind
  • Nordic Metal
  • In Memory Of Celtic Frost
  • Feuersturm
  • Gods Of Darkness
  • Presumed Guilty
  • Tribute To Hell
  • Blackend Vol.1
  • Blackend Vol.3
  • Firestarter
  • Nemi The Soundtrack
  • Dark Side Of Wacken

Opinber Vídeó

  • Live In Bischofswerda
  • European Legions

Bootleg Vídeó

  • 666
  • Mayhem/Emperor #1
  • Mayhem/Emperor #2
  • Mayhem/Draconis
  • Mayhem/Impaled Naz
  • Mayhem/Destruction
  • Wacken/Bischofswerda
  • Rehearsal/Lillehammer
  • At War With God