Sómalíland
Jamhuuriyadda Soomaaliland (sómalska) جمهورية أرض الصومال (arabíska) Jumhūrīyat Arḍ aṣ-Ṣūmāl | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: لا إله إلا الله محمد رسول الله (arabíska) Lā ilāhā illā-llāhu; muhammadun rasūlu-llāhi „Það er enginn guð nema Allah; Múhameð er sendiboði Allah“ | |
Þjóðsöngur: 'Samo ku waar' | |
![]() | |
Höfuðborg | Hargeisa |
Opinbert tungumál | sómalska, arabíska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Ahmed Mohamed Mohamoud |
Sjálfstæði frá Sómalíu | |
- Yfirlýst | 18. maí 1991 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 137.600 km² ? |
Mannfjöldi - Samtals (2008) - Þéttleiki byggðar |
*. sæti 3.500.000 25/km² |
VLF (KMJ) - Samtals - á mann |
áætl. 2012 1,4 millj. dala (*. sæti) 347 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | sómalílandsskildingur (SLSH) |
Tímabelti | UTC+3 |
Þjóðarlén | .so |
Landsnúmer | +252 |
Sómalíland (sómalska: Soomaaliland; arabíska: صوماليلاند Ṣūmālīlānd eða أرض الصومال Arḍ aṣ-Ṣūmāl) er fyrrum breskt yfirráðasvæði í norðvesturhluta Sómalíu við horn Afríku. Í maí 1991 samþykktu ættbálkarnir á svæðinu að lýsa yfir sjálfstæðu lýðveldi sem nú inniheldur sex af átján héruðum Sómalíu, eða svæðið milli Djíbútí, Eþíópíu og Adenflóa. Höfuðborgin er Hargeisa.
Stjórn Sómalílands lítur á sig sem arftaka stjórnar Breska Sómalílands sem hlaut sjálfstæði árið 1960 rétt áður en það sameinaðist Ítalska Sómalílandi og myndaði ríkið Sómalíu. Þegar ríkisstjórn Siad Barre hóf baráttu gegn aðskilnaðarsinnum í Hargeisa átti það þátt í að setja Sómölsku borgarastyrjöldina af stað. Eftir hrun miðstjórnarvaldsins árið 1991 lýsti Sómalska þjóðarhreyfingin yfir sjálfstæði Sómalílands. Sómalíland hefur ekki verið viðurkennt af neinni ríkisstjórn eða alþjóðlegri stofnun. Engu að síður hefur þetta ríki haldist stöðugt. Það hefur átt í átökum við Púntland (sem lítur á sig sem fylki í ríkjasambandi Sómalíu fremur en sjálfstætt ríki) um héruðin Sanaag og Sool.